Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@frettatiminn.is
Bridds er fyrir alla. Það þykir sannað að bridds er ein besta heilaí-þróttin til að halda manni skörpum. Það
eru minni líkur á að þeir sem spila
bridds fá eilliglöp eða alzheimer,“
segir Hjördís Eyþórsdóttir atvinnu-
maður í bridds sem búsett er í New
York í Bandaríkjunum þar sem
hún spilar bridds alla daga og er
alltaf að læra eitthvað nýtt. Hjör-
dís varð heimsmeistari í bridds
árið 2013 með bandaríska kvenna-
landsliðinu, en níu sinnum hefur
hún verið í öðru eða þriðja sæti.
Þá hefur hún unnið níu Banda-
ríkjatitla og þrettán sinnum verið
í öðru sæti. „Ég er alveg á toppn-
um í hópi kvenspilara heimsins í
dag. Það þýðir ekki endilega að sé
eitthvað góð, bara að ég sé betri en
flestir aðrir,“ segir hún hlæjandi,
nýkomin heim úr briddsklúbb-
um þegar blaðamaður nær tali af
henni símleiðis.
Kunni ekkert á fyrsta mótinu
Það var í raun algjör tilviljun sem
réði því að Hjördís byrjaði að spila
bridds, en það var fyrir tilstilli föð-
ur hennar sem vantaði eitt sinn fé-
laga á briddsmóti sem hann lang-
aði að keppa á.
„Ég byrjaði að spila seinna en
margir aðrir. Ætli ég hafi ekki ver-
ið tvítug. Þetta byrjaði þannig að
pabbi, sem bjó í Sandgerði, hringdi
í mig og sagði mér að það væri
briddsmót framundan hjá bridds-
félaginu Muninn og vildi fá mig
með. Ég benti honum á að ég spil-
aði ekki bridds en hann sagði að
það væri í góðu lagi, ég ætti bara
að koma og hann myndi kenna mér
um kvöldið,“ segir Hjördís og skell-
ir uppúr. En fyrir þá sem ekki vita
er meira en að segja það að læra
bridds og það tekur flesta lengri
tíma en eina kvöldstund að læra
undirstöðuatriðin. „Þegar maður
lærir bridds þá tekur svona fimm
ár að læra undirstöðuatriðin og tíu
ár að verða sérfræðingur, sem ein-
göngu tvö prósent af briddsspilur-
um verða.“
Þetta vissi Hjördís hins vegar
ekki þegar faðir hennar boðaði
hana í briddskennslu á sínum tíma.
Þannig að hún sló til og keppti á
fyrsta briddsmótinu sínu eftir
að hafa lært bridds í
nokkra klukkutíma.
„Pabbi spilaði
rey ndar engan
keppnisbridds,
hann spilaði bara
heimabridds.
En ég fór með
honum og hitti
nokkra vini hans
á föstudagskvöldi.
Hann kenndi mér
að telja í bunka
og gera eitthvað.
Ég fór með þá
kunnáttu að vopni
á mótið á laugar-
degi og kunni auð-
vitað ekki neitt. En
ég sá strax að þetta
var það skemmti-
legasta sem ég
hafði nokkurn
tíma gert. Ég svo-
leiðis heillaðist.“
Faðir Hjördís-
ar vissi að henni
þótti gaman að
spila og það var
ástæðan fyrir því að
honum datt í hug
að draga hana með
sér á briddsmót.
„Ég spilaði mikið
vist þegar ég bjó
á Akranesi sem
Briddsheimurinn er eins og mafía
Hjördís segir að maður geti alltaf lært eitthvað nýtt í bridds og þess vegna kunni
maður leikinn aldrei upp á tíu.
Hjördís Eyþórsdóttir er einn besti kvenbridds-
spilari í heimi. Hún kynntist bridds í gegnum
föður sinn tvítug að aldri og tók þátt í sínu fyrsta
móti eftir kvöldstund af kennslu. Hún kunni
ekki neitt og var langneðst, en fann strax að
þetta var það skemmtilegasta sem hún hafði
gert. Það var ekki aftur snúið og nokkrum árum
síðar var hún flutt til Bandaríkjanna þar sem
hún gerðist atvinnumaður í bridds.
krakki og hafði gott sens fyrir spil-
um. Fimmtudagskvöld og sunnu-
dagar voru í uppáhaldi hjá mér
því þá fékk ég að fara með frænku
minni eða ömmu í spil. Ég var átta,
níu ára þegar ég var farin að vinna
kellingarnar í vist og þær voru
ekkert alltof ánægðar með það. Þá
voru sólstólar eða eitthvað annað
flott í aðalvinning. Ég elskaði mest
af öllu að fá að spila.“
Leitaði uppi spilafélaga
Fyrir utan föður sinn og vini hans
þekkti Hjördís enga sem spiluðu
bridds en hún hafði þó upp á strák
í Reykjav ík sem
kunni eitthvað
aðeins að spila
og fékk hann
til að fara á mót
með sér. „Við vor-
um langneðst á
mótinu, sem kom
ekki á óvart, en ég
sá þar unga stelpu,
Önnu Þóru Jónsdóttur,
sem var að horfa á.
Ég fór til hennar og
spurði hvort hún
spilaði bridds. Hún
sagði nei og ég sagði
að það væri fínt, ég gerði
það ekki heldur og spurði
hvort hún vildi spila við
mig.“
Kom þá í ljós að móðir
Önnu Þóru var einn besti
kvenbriddsspilari Ís-
lands, Esther
Jakobsdóttir, og
báðu þær hana
um að kenna sér
að spila. Fljótlega
kepptu þær saman á
sínu fyrsta móti og
unnu. „Við kunnum
ekki neitt en unnum af ein-
hverjum dularfullum ástæð-
um og það var ekki aftur snúið
þaðan.“
Hjördís fékk í kjölfarið marga
góða að spila við og lærði heilmik-
ið af þeim. Hún segist hins vegar
hafa dottið í lukkupottinn þegar
hún fékk Ásmund Pálsson til að
spila við sig. „Hann var sennilega
besti briddsspilari Íslands fyrr og
síðar. Hann kenndi mér allt sem
ég kann.“
Ásmundur lést sama dag og
Hjördís vann heimsmeistaratitil-
inn, þann 29. september árið 2013.
„Hann fylgdist með mér spila fram
að þeim degi. Það er svo verðmætt
að eiga góða kennara,“ segir Hjör-
dís sem hugsar hlýtt til síns gamla
félaga og mentors.
Liðið þótti þjóðinni til skammar
Hjördís og Anna Þóra höfðu að-
eins spilað einn vetur þegar þær
voru sendar af Briddssambandi Ís-
lands til að taka þátt á svokölluðu
Ólympíumóti í bridds. Á svipuðum
tíma spiluðu þær einnig á Norður-
landamóti. Hjördís viðurkennir
að liðið hafi ekki verið mjög sterkt
enda reynslan lítil hjá hluta hóps-
ins. „Þegar verðlaunaafhendingin
fór fram þá spurði ég stelpurnar
í liðinu hvort við yrðum einhvern
tíma svona góðar. Anna Þóra leit á
mig og sagði: „Já, þú verður það.“
Hún er ótrúlega næm á alla hluti og
er ein af mínum uppáhalds mann-
eskjum.“
Þegar senda átti íslenska liðið
á Norðurlandamótið í Bridds árið
1990 hafði landsliðsnefndin
„Ég var átta, níu ára þegar
ég var farin að vinna
kellingarnar í vist og þær
voru ekkert alltof ánægð-
ar með það. Þá voru
sólstólar eða eitthvað
annað flott í aðalvinning.
Ég elskaði mest af öllu að
fá að spila.“
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
F E R M I N G A R T I L B O Ð
H E I L S U R Ú M F Y R I R U N G T , V A X A N D I F Ó L K
S TÆ R Ð F U L LT V E R Ð F E R M I N G A R- A F B O R G U N
M/CL ASSIC BOTNI T I L B O Ð Á M Á N U Ð I*
90X 200 79.900 K R. 59.900 K R. 5 .571 K R.
100X 200 89.900 K R. 69.900 K R. 6 .434 K R.
120X 200 99.900 K R. 79.900 K R. 7 .296 K R.
140X 200 114.900 K R. 94.900 K R. 8 .590 K R.
* Miðað vaxta lausar kred itkortagre iðs lur í 12 mánuði , með 3,5% látökug ja ld i
og 405 kr. gre iðs lug ja ld i pr. a fborgun
C H I R O U N I V E R S E
Aukahlutur
á mynd: Gaf l .
C H I R O U N I V E R S E H E I L S U R Ú M
� Fimm svæðaskipt poka
gormakerfi.
� Heilsu og hægindalag
tryggir réttan stuðning.
� Vandaðar kantstyrkingar.
� Slitsterkt og mjúkt áklæði.
� Val um svart eða hvítt PU
leður eða grátt áklæði á botni.
H E I L S U R Ú M
K R Ó N U M
5.571
F E R M I N G A R T I L B O Ð
VAXTAL AUSAR*
AFBORGANIR FRÁ
CHIRO