Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Kuldinn er ekkert nema tæki til að örva innri kerfi líkamans,“ segir Þór Guðnason en hann hefur undanfarið ár ein-
beitt sér að því að styrkja sig and-
lega og líkamlega með hjálp kulda
og hinnar svokölluðu Wim Hof að-
ferðar.
Í rúmt ár hefur Þór byrjað hvern
einasta dag á ískaldri sturtu auk
þess að baða sig upp úr jökulköld-
um vötnum og ganga á fjöll í frosti
á stuttbuxunum einum. „Ég hef
alltaf haft áhuga á því að efla líkam-
lega getu mína og opna á hæfileika
sem við höfum innra með okkur en
kunnum ekki að nýta. Nútímamað-
urinn er orðinn svo mikill þæginda-
fíkill. Við gerum ekki annað en að
pakka okkur inn í bómull, fara á
milli staða í bílunum okkar og sitja
í stól allar okkar vökustundir. Fólk
hefur ekki lengur trú á því að við
getum læknað okkur sjálf. Flestir
vilja fá skyndilausn í töfluformi í stað
þess að taka ábyrgð á eigin heilsu
og gera hluti sem styrkja okkur og
efla. Wim Hof aðferðin snýst um að
hafa áhrif á líðan okkar sjálf og nota
kulda til að efla heilsuna.“
Allir geta lært að stjórna líðan sinni
Wim Hof aðferðin er nefnd eft-
ir Hollendinginum Wim Hof, bet-
ur þekktur sem Ísmaðurinn. Hof
á fjölda ótrúlegra heimsmeta sem
öll tengjast því að geta þolað kulda
í langan tíma, oftast við mjög öfga-
kenndar aðstæður. Þrátt fyrir að
líta ekki út eins og fitness stjarna
hefur Hof klifið hæstu fjöll jarðar
á skóm og stuttbuxum einum fata,
klárað fimm klukkutíma maraþon
við heimskautsbaug í tuttugu gráðu
frosti berfættur á stuttbuxum, ann-
að maraþon í eyðimörk án þess að
drekka dropa af vatni og svo á hann
met í að kafa undir ís á Norðurpóln-
um, í sundskýlu einum fata.
Hof hefur stundað kuldaböð til
að efla heilsuna í mörg ár en í fyrsta
skipti sem hann vakti athygli vís-
indamanna var þegar hann fór á
bólakaf í risastórt klakabox í hol-
lenskum sjónvarpsþætti. Þar sat
hann í klukkustund og 53 mínútur
án þess að hitastig líkamans lækk-
aði.
Kuldinn herðir mann andlega og líkamlega
Þór Guðnason
stundar kuldaböð
og gengur á
fjöll í frosti á
stuttbuxunum
einum, eins og
lærifaðir hans,
hinn svokallaði
Ísmaður, Wim
Hof. Til hvers? Til
þess að læra að
hafa stjórn á eigin
líðan.
Ísmaðurinn
Lærimeistari Þórs, hinn
hollenski Wim Hof, betur
þekktur sem Ísmaðurinn, á
fjölda ótrúlegra heimsmeta
sem öll tengjast því að geta
þolað kulda í langan tíma, oftast við mjög öfgakenndar aðstæður. Í tilrauna-
stofum hafa vísindamenn komist að því að Hof getur stjórnað taugakerfi
sínu með viljastyrknum. Hof segist eiga allt sitt undir réttri öndun, hug-
leiðslu og kulda. Hann og þeir sem stunda aðferðir hans segja aðferðir hans
styrkja líkamann, ónæmiskerfið, blóðflæðið, einbeitinguna, svefninn og
sjálfstraustið. Einnig á Wim Hof aðferðin að vera bólgueyðandi og streitu-
losandi. Vísindarannsóknir á líkama Hof hafa staðfest þessa vissu hans og
nú ferðast hann um heiminn og breiðir út boðskapinn.
Íslenski ísmaðurinn
„Wim Hof aðferðin snýst um að hafa
áhrif á líðan okkar sjálf og nota kulda til
að efla heilsuna,“ segir Þór en hann er
hættur á ADHD lyfjum og steralyfjum
við astma eftir að hann fór að stunda
ísköld böð með aðferð hollenska
ísmannsins Wim Hof. Sjálfur er Þór alin
upp í líkamsræktarstöð og er lærður
jógakennari og einkaþjálfari. Hann
stundaði flest áhættusport sem til eru
áður en hann ákvað að einbeita sér að
því að rækta líkama og sál með kulda.
Mynd | Hari
Þvottadagar
Þvottavél
L6FBE720I
Tekur 7 kg af þvotti.
1200 snúningar.
Öll hugsanleg þvottakerfi.
Íslensk notendahandbók.
Verð áður: 89.900,-
Verð nú : 71.920,-
914913404
20%
3 ára ábyrgðÍslenskt stjórnborð 3 ára ábyrgðÍslenskt stjórnborð
Þvottavél
L6FBE840I
Tekur 8 kg af þvotti.
1400 sn. Öll hugsanleg
þvottakerfi. Kolalaus mótor.
Íslensk notendahandbók.
Verð áður: 99.900,-
Verð nú: 79.920,-
914913410
20%
lágmúla 8 · sÍmi 530 2800
umboðsmenn
um allt land
ÞVOTTAVÉLAR - ÞURRKARAR
UPPÞVOTTAVÉLAR
NÝ MÓDElÁRGERÐ
2017