Fréttatíminn - 04.03.2017, Síða 46

Fréttatíminn - 04.03.2017, Síða 46
6 LAUGARDAGUR 4. MARS 2017HEIMILI&HÖNNUNARMARS 470.725,- TINTA LIGHT GREY Innifalið eru skápar, sökklar, borðplata og innvolsi. Ekki innifalið í verði er vaskur, blöndunar- og heimilistæki, ljós og skraut. KVIK Reykjavík, Suðurlandsbraut 16, sími 5880500, kvik.dk DÖNSK HÖNNUN NÝJUNG Pantaðu tíma hjá innréttinga- hönnuði Framúrskarandi hönnuðir í Epal Verslunin Epal hefur verið þátttakandi í Hönnunarmars allt frá upphafi og að þessu sinni sýna hönnuðir á borð við Sigurjón Pálsson, Hring eftir hring og iHanna Home í versluninni. Epal mun í ár sýna áhuga-verða hönnun eftir fjöl-breyttan hóp hönnuða sem eiga það sameigin-legt að hafa skarað fram úr í hönnun á Íslandi og jafnvel á alþjóðlegum vettvangi. Haft hef- ur verið að leiðarljósi frá stofnun Epal árið 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja góða hönnun og gæðavörur fyrir viðskiptavini Epal og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars,“ segir Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal. Aðspurður um áherslurnar í ár segir Kjartan: „Við höfum valið nokkra framúrskarandi hönnuði sem sýna hjá okkur í ár þær nýj- ungar sem þau hafa verið að vinna að, þar má nefna iHanna home, Hring eftir hring , Anna Thor- unn, Sigurjón Pálsson og Marý. Ásamt því sýnum við útkomu úr samstarfsverkefni Epal við einn fremsta hönnuð Dana, Margrethe Odgaard verðlaunahafa virtu Söderberg verðlaunanna 2016. Þetta eru glæsilegar værðarvoð- ir og púðar framleiddir á Íslandi úr íslensku hráefni. Einnig verður til sýnis hjá okkur áttunda ser- ía frímerkjanna „íslensk sam- tímahönnun“ eftir Örn Smára sem fjallar í ár um íslenska textíl- hönnun. Frímerkin sýna hönnun eftir þær Anítu Hirlekar, Bryndísi Bolladóttur, Rögnu Fróða og Vík Prjónsdóttur. Höfundar textílsins hafa hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningur fyrir hönnun sína í gegnum tíðina.“ Sýningin í Epal ber yfirskriftina „Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd“ og fer fram dagana 23.-26. mars á efri hæð verslunar Epal í Skeifunni. Opnunarhóf „verður haldið miðvikudaginn 22. mars milli kl. 17 og 19 og er öllum vel- komið að mæta,“ segir Kjartan. Er það mikilvægt fyrir Epal að styðja við unga íslenska hönnuði ? „Já það er okkur mikilvægt, Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og við leggjum okkur fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu,“ segir Kjartan. Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.