Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 46
6 LAUGARDAGUR 4. MARS 2017HEIMILI&HÖNNUNARMARS 470.725,- TINTA LIGHT GREY Innifalið eru skápar, sökklar, borðplata og innvolsi. Ekki innifalið í verði er vaskur, blöndunar- og heimilistæki, ljós og skraut. KVIK Reykjavík, Suðurlandsbraut 16, sími 5880500, kvik.dk DÖNSK HÖNNUN NÝJUNG Pantaðu tíma hjá innréttinga- hönnuði Framúrskarandi hönnuðir í Epal Verslunin Epal hefur verið þátttakandi í Hönnunarmars allt frá upphafi og að þessu sinni sýna hönnuðir á borð við Sigurjón Pálsson, Hring eftir hring og iHanna Home í versluninni. Epal mun í ár sýna áhuga-verða hönnun eftir fjöl-breyttan hóp hönnuða sem eiga það sameigin-legt að hafa skarað fram úr í hönnun á Íslandi og jafnvel á alþjóðlegum vettvangi. Haft hef- ur verið að leiðarljósi frá stofnun Epal árið 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja góða hönnun og gæðavörur fyrir viðskiptavini Epal og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars,“ segir Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal. Aðspurður um áherslurnar í ár segir Kjartan: „Við höfum valið nokkra framúrskarandi hönnuði sem sýna hjá okkur í ár þær nýj- ungar sem þau hafa verið að vinna að, þar má nefna iHanna home, Hring eftir hring , Anna Thor- unn, Sigurjón Pálsson og Marý. Ásamt því sýnum við útkomu úr samstarfsverkefni Epal við einn fremsta hönnuð Dana, Margrethe Odgaard verðlaunahafa virtu Söderberg verðlaunanna 2016. Þetta eru glæsilegar værðarvoð- ir og púðar framleiddir á Íslandi úr íslensku hráefni. Einnig verður til sýnis hjá okkur áttunda ser- ía frímerkjanna „íslensk sam- tímahönnun“ eftir Örn Smára sem fjallar í ár um íslenska textíl- hönnun. Frímerkin sýna hönnun eftir þær Anítu Hirlekar, Bryndísi Bolladóttur, Rögnu Fróða og Vík Prjónsdóttur. Höfundar textílsins hafa hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningur fyrir hönnun sína í gegnum tíðina.“ Sýningin í Epal ber yfirskriftina „Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd“ og fer fram dagana 23.-26. mars á efri hæð verslunar Epal í Skeifunni. Opnunarhóf „verður haldið miðvikudaginn 22. mars milli kl. 17 og 19 og er öllum vel- komið að mæta,“ segir Kjartan. Er það mikilvægt fyrir Epal að styðja við unga íslenska hönnuði ? „Já það er okkur mikilvægt, Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og við leggjum okkur fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu,“ segir Kjartan. Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.