Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 56
16 LAUGARDAGUR 4. MARS 2017HEIMILI&HÖNNUNARMARS Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is HÁGÆÐA ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR Við hönnum og teiknum fyrir þig Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. þitt er Valið Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. kr ea ti V fjölbreytt úrVal af hurðum, framhliðum, klæðningum og einingum FATASKÁPAR & RENNIHURÐIR styrkur - ending - gæði Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15 DesignTalks er fyrirlestraröð þar sem fjöldinn allur af spennandi og áhugaverðum erlendum og innlendum fyrirlesurum koma fram, hún fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 23. mars. Búist er við að um 700 manns mæti á þennan einstaka viðburð sem enginn alvöru áhugamaður um hönnun og arki- tektúr má láta fram- hjá sér fara. Sérstök áhersla verður í ár á umhverfismál, hvernig stöðugt fleiri gera sér grein fyrir því að framleiðsla og framleiðsluþætt- ir þurfi að taka breytingum ef ekki á illa að fara fyrir móður jörð. Margir þeirra fyrir- lesara sem koma fram í ár eru í fremstu röð í hönnun á heimsvísu. Hollendingurinn Christien Meind- erstma vekur okkur til umhugsun- ar um hráefni og úrvinnslu þeirra sem hefur orðið okkur ósýnileg og fjarlæg í framleiðsluháttum nú- tímans. Svisslendingurinn Michele Degen leitast við að brjóta niður staðalímydir og tabú. Með píku- skoðunarspeglinum Vulva Versa leitast hún við að eyða skömminni við nána sjálfskoðun og opna samtal, ekki aðeins meðal kvenna heldur meðal samfélagsins í heild. Breski vöruhönnuðurinn Alex- ander Taylor, fjallar um eina af nýjustu afurðum sínum sem eru þrívíddarprentaðir skór sem hann hannaðir fyrir Adidas en skórn- ir eru gerðir úr veiðarfærum og plastefnum sem áður menguðu sjó. Það talar beint inn í umhvef- isumræðu samtímans þar sem áhersla er á hnattræna hlýnun, endurvinnuslu og þar fram eftir götunum. Þrívíddarprentaðir skór Á DesignTalks gefst fólki einstakt tækifæri til þess að heyra og sjá það sem er mest spen- nandi í hönnunarheimi samtímans. Þrívíddarprentaðir skór, gerðir úr veiðar- færum og plastefnum sem áður menguðu sjó, hönnun Alexander Taylor. Breski vöruhönnuðurinn Alexander Taylor. Hannað/Hafnað Hörður Lárusson grafískur hönnuður er sýningarstjóri á sýningu sem verður í Hafnarhúsinu. Að vera hönnuður er ekki alltaf dans á rósum. Oft er bestu hug- myndunum hafnað og lenda í ruslinu. Hannað/Hafnað er sýning slíkra verka nokkurra íslenskra grafískra hönnuða. Hún verður í Hafnarhúsinu á HönnunarMars. Bak við allar góðar hugmyndir eru fullt af vondum hugmyndum. En líka slatti af frábærum hug- myndum sem er hafnað og líta aldrei dagsins ljós. Hannað/Hafnað er samansafn verka sem hönnuð- urinn á erfitt með að sætta sig við að hafi verið hafnað. Sýningin samanstendur af ljósmyndum af hönnuðunum, sem eru paraðar saman við verkin sem eru flest að sjást opinberlega í fyrsta sinn. Dæmisögur Vöruhönnun á 21. öld Í vestursal Kjarvals- staða verða sýnd ver- kefni íslenskra vöru- hönnuða sem hafa á undanförnum árum vakið athygli fyrir áhugaverða hönnun Íslenskir vöruhönnuðir fá að njóta sín á sýningu í vestursal Kjarvals- staða á HönnunarMars. Vöruhönnuðir fást við að búa til vörur og skapa upplifun. Þeir greina þörf og tækifæri, auk þess sem framleiðsluferli og umhverfis- áhrif hafa áhrif á efnisval og útfær- slur. Með því að velja nokkur fram- úrskarandi verkefni, sem hvert um sig endurspeglar á skýran hátt ólík- ar áherslur vöruhönnunar, fæst innsýn í helstu strauma og stefn- ur í faginu hér á landi undanfarin ár. Á sýninguna hafa verið valdir hönnuðir og fyrirtæki sem vinna hver út frá sinni áherslu. Þessar áherslur eru upplifun, handverk, staðbundin framleiðsla, efnisrann- sóknir, hreyfanleiki og fjöldafram- leiðsla. Verkefnin endurspegla fjölbreytileika fagsins og þau tæki- færi sem samfélaginu standa til boða með því að nýta krafta skap- andi hugsunar. Vöruhönnuðirnir eru: Brynjar Sigurðarson, Sigríður Heimisdóttir, Unnur Valdís Krist- jánsdóttir og Tinna Gunnarsdóttir. Einnig verður sýnt rannsóknarver- kefnið Leitin að íslensku postulíni sem er samstarfsverkefni Bryn- hildar Pálsdóttur, vöruhönnuðar, Ólafar Erlu Bjarnadóttur kerami- kers og Snæbjörns Guðmundsson- ar jarðfræðings. Þá verður sýnd ný hönnun frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri. Sigríður Heimisdóttir, iðnhönnuður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.