Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017 Múrinn sem Angela Merkel kanslari vildi fyrir alla muni forðast á landamærum Þýskalands hefur í stað verið reistur af Erdogan Tyrklandsforseta á landamærun- um að Sýrlandi. Virkisveggir Evrópu Haukur Már Helgason ritstjórn@frettatiminn.is Múrarnir eru þó ekki aðeins táknrænir - þeir felast ekki að-eins í formlegum reglum og stundum handahófskenndum ákvörðunum embættismanna – heldur fylgja skrifræðinu bókstaflegir, efnislegir múrar. Sá nýjasti og lengsti rís nú á landamærum Tyrklands og Sýr- lands. Tyrkneski múrinn Múrinn sem Tyrkland reisir nú eft- ir landamærunum að Sýrlandi á að verða 511 kílómetra langur. Fram- kvæmdin hófst árið 2014 og þegar hefur meira en helmingur múrsins verið reistur, eða 290 kílómetrar. Þetta er múr – settur saman úr steyptum sjö tonna einingum sem eru tveggja metra þykkar neðan til, þriggja metra háar og skreytt- ar gaddavír að ofan. Meðfram múrnum liggur vegur, varðturn- ar og menn með byssur. Tilgang- ur múrsins er að hindra óskráðar ferðir fólks til Tyrklands. TOKI, fasteignafélag í eigu tyrk- neska ríkisins, sem annars rekur eitthvað í ætt við verkamannabú- staði og félagslegar íbúðir, sér um framkvæmdina. Í þeirri umræðu sem þó hefur farið fram um ver- kefnið leggur forseti félagsins, Ergün Turan, áherslu á að stemma stigu við ferðum hryðjuverkahópa yfir landamærin – og nefnir þá í sömu mund, eins og tíðkast með- al tyrkneskra ráðamanna og ISIS og PKK, verkamannaflokk Kúrda. Veggir, aftur á móti, gera ekki mannamun: hundruð þúsunda f lóttamanna hafast nú við Sýr- landsmegin landamæranna í von um að komast einn daginn yfir. Ábyrgðin á múrnum Þó að forseta fasteignafélags sé eftirlátið að lýsa múrsmíðinni og forsendum hennar, þá er það auð- vitað ekki á hans ábyrgð að múrinn skuli reistur. Varnarmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti Tyrklands standa að framkvæmdinni, og gert er ráð fyrir að landmæravarsla og eftirlit við múrinn verði á vegum Innanríkisráðuneytisins. Þó er múrinn ekki aðeins á ábyrgð tyrk- neskra yfirvalda. Á bakvið fram- kvæmdina stendur samkomulag evrópskra yfirvalda við Tyrki um aðgerðir gegn ferðum sýrlensks f lóttafólks til Evrópu, sem tók gildi í mars 2016. Með samkomu- laginu tók Tyrkland við ábyrgð á því að flóttamenn sigli ekki yfir haf- ið, gegn greiðslu frá Evrópusam- bandinu, og varð þar með, eins og Amnesty International orðar það, „hliðvörður Evrópu“. Síðast haustið 2016 hélt Ismail Kahraman, forseti tyrkneska þings- ins, ræðu í Strassborg, þar sem hann gagnrýndi Evrópu fyrir að reisa múra og loka að sér, á með- an Tyrkland hefði tekið við tæp- um þremur milljónum sýrlenskra flóttamanna. Það var ekki fjarri lagi. Opnun Þýskalands fyrir sýr- lensku flóttafólki er enn sem kom- ið er undantekningin frá reglunni: Evrópa er lokuð. Flugfélög sæta sektum fyrir hvern farþega sem ferðast með þeim án landgöngu- heimildar og sjóleiðinni var lokað með samkomulaginu við Tyrkland. Á landleiðinni er táknrænu múrun- um loks fylgt eftir með bókstafleg- um, efnislegum múrum, úr steypu og stáli. Múrinn sem Tyrkland reisir nú eftir landa- mærunum að Sýrlandi á að verða 511 kílómetra langur. Framkvæmdin hófst árið 2014 og þegar hefur meira en helming- ur múrsins verið reistur, eða 290 kílómetrar. Nýkjörinn Bandaríkjaforseti hreykir sér af múr sem hann hefur í hyggju að reisa, til að stöðva óskráðar ferðir fólks til Bandaríkjanna. Á sama tíma rísa múrar um Evrópu í sama augnamiði, sem ráðamenn álfunnar hafa þó ekki jafn hátt um. Í krafti aðildar að Schengen-bandalaginu, er Ísland innan þessara múra. Þetta verður almenningur ítrekað var við, síðast nú nýverið, þegar systur íslenskrar konu, ríkisborgara Sri Lanka, var synjað um vegabréfsáritun til landsins, þar sem skjöl hennar fullvissuðu ekki embættismenn um að hún myndi snúa aftur til síns heima. Myndir | Getty BÚDAPEST Í beinu flugi frá Keflavík 12. - 19. JÚNÍ BELGRAD Beint flugt i fyrsta skiptið frá Keflavík til Belgrad höfuðborgar Serbíu 29. SEPTEMBER - 12. OKTÓBER Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá UNESCO, forna menningu og Spa/ heilsulindir. Við bjóðum einnig uppá mjög góð heilsu/Spa hótel í Ungverjalandi allt árið, en flogið er tvisvar í viku. Ungverjar eru heimsþekktir fyrir sína heilsumenningu en upphaf hennar má rekja hundruð ár til forna. Belgrad er ein af elstu borgum Evrópu, hefur orðið fyrir áhrifum frá fjölmörgum þjóðum, það gerir borgina gríðarlega spennandi fyrir ferðmamenn. Sjá þennan suðupott mismunandi menningar koma saman á einum stað. Glæsilegur arkitektur er þar því víða að finna frá mismunandi tímum.Verðlag á mat, drykk og í verslunum er mjög gott. Þá er hægt að gera góð kaup á einhverjum á hinum mörgu mörkuðum sem eru í borginni. Verð per mann í 2ja manna hrb. innifalið er flug, hótel með morgunamat, isl.fararstjóri rúta til og frá flugvelli Búdapest 149.900.- kr per mann Belgrad 99.800.- kr per mann GRANADA BEINT FLUG FRÁ AKUREYRI OG KEFLAVÍK 6. - 9. október Hin stórfenglega Máraborg, Granada er ein allra fallegasta borg Spánar. Hún er staðsett við rætur Sierra Nevada fjallanna í ægifögru umhverfi. Áhrif frá tímum Mára eru þar mjög sterk og má m.a. nefna Madraza, fyrsta arabíska háskólann frá 13. öld og arabísku böðin frá 11. öld. Hæst ber þó að nefna Alhambra höllina sem talin er ein fegursta bygging heims. Ekki er síðra úrval verslana, veitingahúsa og allt það sem hinn venjulegi ferðamaður þarfnast. Meðalhiti 20°C. VERÐ 109.900.- per mann i 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel með morgunmat, íslenskur fararstjóri, rúta til og frá flugvelli. SÍMI: 588 8900WWW.TRANSATLANTIC.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.