Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 15
Í dag, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar, Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt það nýjasta sem við bjóðum. Má þar nefna splunkunýjar uppþvottavélar frá Siemens og Bosch með til að mynda alveg einstakri Zeolith®- þurrkun, sem þurrkar allt eins og best verður á kosið, líka plastið. Síðan erum við alveg sérlega hrifin af nýja 60° C hraðkerfinu þar sem þvotturinn tekur aðeins 60 mínútur með þessum fína árangri. Svo skuluð þið alveg endilega skoða bakstursofnana með brennslusjálfhreinsun sem fengu nýlega hæstu einkunn hjá sænska neytendablaðinu Testfakta. Nú fá burstinn og hreinsiklúturinn að hvíla sig því að sjálfhreinsunin sér um öll þrif. Siemens hefur framleitt ofna með brennslusjálfhreinsun í 47 ár eða síðan 1970. Er ekki kominn tími til að hætta að skrúbba ofninn? Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veitum afslátt af öllum vörum sem ekki eru á Tækifærisverði. Komið og njótið dagsins með okkur! Kíktu á nýja Tækifærisbæklinginn okkar! Sölu- s ý n i n g Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Tæki fæ ri Kælitæki / Uppþvottav élar / Eldun artæki / Þv ottavélar o g þurrkarar / Ljós / Sím tæki / Ryks ugur / Kaffi vélar / Smá tæki Það verða Tækifæris dagar hjá o kkur í mar s. Glæsileg t úrval Siemens o g Bosch he imilistækja í eldhús o g þvottahe rbergi. Sum þeirra eru nú á T ækifærisv erði. Einnig ver ður sölusý ning í vers lun okkar l augardagi nn 4. mars . Þann dag veitum við afslátt af ö llum vörum sem ekki eru þegar á afslætti. Opið frá kl . 10 til 16. Nóatúni 4 • Sími 52 0 3000 www.smi nor.is | 15FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017 Hliðvörður Evrópu Þetta eru múrarnir sem Kahraman vísaði til í ræðunni í Strassborg, um leið og hann benti á að rasismi og islamófóbía færi vaxandi í Evrópu, og að sums staðar væru flóttamenn lagðir að jöfnu við hryðjuverka- menn. Hann hvatti löggjafarþing álfunnar til að rísa gegn andúð á útlendingum og múslimum, sem ætti ekkert erindi við 21. öldina. Samkomulagið sem Evrópusam- bandið gerði við Tyrkland vorið 2016, um að ferja þangað þá flótta- menn sem koma óskráðir yfir Mið- jarðarhaf til Evrópulanda, var ár- angursríkt að mati stjórnvalda í Þýskalandi og víðar, þar sem ferð- um flóttafólks til Evrópu fækkaði í kjölfarið verulega. Vandi flótta- fólksins sjálfs var aftur á móti ekki þar með leystur heldur aðeins færður til – honum var útvistað til Tyrklands. Blaðamennirnir Riham Alkousaa og Maximilian Popp skrifa í þýska vikuritið Spiegel, síðastliðinn des- ember: „Múrinn sem Angela Mer- kel kanslari vildi fyrir alla muni forðast á landamærum Þýskalands hefur í stað verið reistur af Erdogan Tyrklandsforseta á landamærun- um að Sýrlandi. Fólk drukknar ef til vill ekki lengur á Eyjahafi, segja þau, þess í stað deyi það nú á landamærum Tyrklands og Sýr- lands. Hjálparstofnanir áætla að um hálf milljón Sýrlendinga hafist við á landamærasvæðinu, í von um að komast til Tyrklands. Yfirdráttarheimild Eftir samkomulagið við Evrópu- sambandið jók Tyrkland vörslu landamæranna að Sýrlandi gríðar- lega. Blaðamenn Spiegel hafa það eftir meðlimum uppreisnarhópa í Sýrlandi að nú heppnist aðeins um ein tilraun af hverjum þúsund til að komast yfir landamærin. Tyrk- neskir hermenn skjóti á hvern flóttamann sem komi í námunda við landamærin. Þessu neita full- trúar hersins og segjast aðeins skjóta „viðvörunarskotum“ – en það kemur ef til vill í sama stað niður. Um miðjan febrúar fréttist af átökum kúrdísku kvennavarðsveit- anna YPJ og tyrkneskra hersveita við bæinn Amude í norðaustur- hluta Sýrlands, þar sem fram- kvæmdir við byggingu múrsins stóðu þá yfir. Yfirvöld Kúrda segja Tyrkland seilast inn á kúrdísk sjálfsstjórnarsvæði með lagningu múrsins, og sýrlensk yfirvöld hafa sakað Tyrki um að draga til sín yf- irráðasvæði Sýrlands. Í bænum Sheikh Hadid í sveitum Aleppo í Sýrlandi, eru tyrknesk yfirvöld sögð hafa rutt 2.500 ólífutrjám úr vegi og lagt múrinn 100 til 250 metrum Sýrlandsmegin landamær- anna. Tyrkland hefur lýst yfir vilja til að mynda afmörkuð öryggissvæði í norðurhluta Sýrlands, og þykir sennilegt að staðsetning múrsins á ákveðnum svæðum ráðist af því. Innan Evrópu hefur þeirri spurn- ingu verið velt upp hvort slíkt svæði standist mannréttindasátt- mála – og hvort nokkurt svæði innan Sýrlands geti yfirleitt ver- ið öruggt fyrir fólk sem er á flótta einmitt frá Sýrlandi. Meðal annars hefur Assad Sýrlandsforseti sagt hugmyndina „óraunhæfa“ og hót- að hernaðaraðgerðum ef til þess kemur. En andmæli frá Evrópu stökkva um þessar mundir af Tyrklandi eins og feiti af tefloni, þar sem Tyrkland hótar í hverju fótmáli að slíta samkomulaginu og hleypa því flóttafólki sem nú dvelst innan Tyrklands til Evrópu. Ferðavaldið Í nóvember síðastliðnum hótaði Tyrkland að slíta samkomulaginu nema íbúar landsins fái undanþágu frá vegabréfsáritunum til Schengen á þessu ári. Milljónir manna á flótta undan styrjöld í heimalandi sínu eru þannig orðin að spilapening- um í samningaviðræðum um al- veg óskylda hluti. Um leið virðast hvorki Evrópusambandið né að- ildarríki þess leggja sig eftir því að rannsaka hugsanleg mannréttinda- brot á landamærunum, meðferð f lóttafólks í Tyrklandi yfirleitt, eða önnur mannréttindabrot í landinu. Þegar Evrópulönd ræsktu sig vegna neyðarlaga sem sett voru í Tyrklandi eftir valdaránstilraun síðasta árs svaraði Mevlut Cavu- soglu, utanríkisráðherra, því til að Tyrkland mætti ekki sýna Evrópu neina undanlátssemi. Samkvæmt blaðamannafélagi Tyrklands hafa yfirvöld lokað 170 fjölmiðlum frá því í fyrra og handtekið hundruð blaðamanna. Hvort samkomulag Evrópusam- bandsins og Tyrklands er yfirleitt löglegt er enn óvíst. Þrír flótta- menn hafa kært það til dómstóls Evrópusambandsins í Lúxemborg. Málinu var synjað um meðferð í lok Tyrkland hefur lýst yfir vilja til að mynda afmörkuð öryggissvæði í norðurhluta Sýrlands, og þykir senni- legt að staðsetning múrsins á ákveðnum svæðum ráðist af því. febrúar, þar sem það heyrði ekki undir lögsögu dómstólsins. Þeim úrskurði má áfrýja innan tveggja mánaða. Á meðan vinna múrarnir vinnuna sína, á vegum okkar sem lifum innan þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.