Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 4
Kvikmyndir Leikstjórinn Pål Refs- dal kemur til landsins á Norræna kvikmyndahátíð til að kynna mynd sína Dugma: the Button. Dugma: the Button er 57 mínútna löng heimildarmynd um unga menn sem hafa ákveðið að fórna lífi sínu fyrir Al Qaeda í Sýrlandi. Pål Refsdal er umdeildur, áhugaverður leikstjóri og fyrrum blaðamaður fyrir norska herinn. Árið 2009 var hann tekin sem fangi af Talibönum þar sem hann tók upp íslamstrú til að bjarga lífi sínu. Pål hefur unnið með og fjall- að um fjölda uppreisnarhópa um allan heim en hann valdi að vera múslimi áfram eftir að hann slapp úr fangavistinni. Kvikmyndahátíðin hefst 8. mars kl. 19 en þá er boðið til opnunar- myndar hátíðarinnar, A Thousand Times Good Night eftir danska leikstjórann Erik Poppe. Myndin sem skartar Juliette Binoche og Nikolaj Coster-Waldau í aðalhlut- verkum byggir á eigin reynslu leikstjórans sem starfaði sem stríðsljósmyndari á sjöunda áratug síðustu aldar. Kvikmyndahátíðin fer fram í Norræna húsinu 8.-15. mars og er aðgangur ókeypis. Dagskrá hátíðarinnar er að finna í heild sinni á vef Norræna hússins en allar myndirnar eru sýndar með enskum texta. | þká 4 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017 Pål Refsdal tók íslamstrú þegar hann var fangi talibana. Margrét Vilborg Bjarnadóttir hefur ásamt samstarfs- manni sínum hjá Pay Analytics þróað tól sem aðstoðar stjórn- endur við að ráðast á kynbundin launamun með sanngjörnum og hagkvæmum hætti. ÍMARK- dagurinn 10. mars 2017 í Hörpu Sköpun og árangur Nánari upplýsingar og skráning á imark.is Heimildamynd um píslarvotta í Al Qaeda Kjaramál Margrét Vilborg Bjarna- dóttir hefur hannað verkfæri sem gerir fyrirtækjum kleift að brúa launabil kynjanna með hagkvæmum og sanngjörnum hætti. Uppgefinn stjórnandi í leit að lausnum, varð kveikjan að vinnunni. Orkuveita Reykja- víkur vill útrýma kynbundnum launamun starfsmannanna sinna og vinnur með Margréti að því að þróa tæknina áfram. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Margrét er lektor við RH Smith School of Business við háskólann í Maryland. Hún stofnaði fyrirtæk- ið Pay Analytics ásamt David And- ersson, fyrir örfáum árum en þau eru bæði með doktorsgráðu í að- gerðagreiningu. Í sameiningu hafa þau þróað lausn sem gerir stjórn- endum kleift að loka launabili kynj- anna meðal starfsmanna sinna fyr- irtækja. Fyrir lausnina unnu þau Gulleggið í fyrra. Tæknin sýnir áhrif hverrar ein- ustu launaákvörðunar sem tekin er, á heildarlaunabil kynjanna hjá fyr- irtækinu. Greiningin er frábrugðin hefðbundnum mælingum því hún er ekki stikkprufa eða greining gam- alla gagna, heldur lifandi líkan sem sýnir núverandi stöðu og nota má til að máta mögulegar launaákvarð- anir. Þannig má sjá framvirkt hver áhrif launahækkanna gætu orðið. „Pay Analytics fór þannig af stað 6, 9% 8, 4% 6, 9% 4, 6% 3, 7% 2, 3% 2, 1% 10% 8% 6% 4% 2% 0% 2006 2008 2010 2013 2014 2015 2016 Óútskýrður kynbundinn launamunur hjá OR Frá því mælingar hófust var kynbundinn launamunur starfsmanna Orkuveitu Reykja- víkur mestur árið 2008 og hann hefur aldrei verið lægri en nú. Stjórnendur fyrirtækisins vilja vera sem næst núllinu. Lausn sem útrýmir kynbundnum launamun að yfirmaður í stóru fyrirtæki mældi hjá sér launamuninn sem reyndist meiri en 5%. Hann fann engar lausn- ir á markaðnum til að loka bilinu með skilvirkum hætti. Við útbjugg- um því algrím til að ráðast á vand- ann og þróuðum stærðfræði svo hægt væri að loka bilinu á sem hag- kvæmastan hátt. Svo fannst okkur líka þurfa að taka tillit til sanngirnis- þátta svo við þróuðum þetta áfram í samstarfi við Orkuveitu Reykja- víkur og fleiri. Nú getum við fundið jafnvægi milli hagkvæmni og sann- girni,“ segir Margrét. Hún er á öndverðum meiði við Sigríði Andersen dómsmálaráð- herra sem telur kynbundinn launa- mun innan skekkjumarka. „Ég er ekki sammála því. Rannsóknir sem við fylgjumst með, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, staðfesta að það er launamunur. Fjöldi kæru- mála í dómskerfinu sýnir ótrúlega mismunum í Bandaríkjunum. Við stöndum miklu framar á Íslandi og þar er vilji til að loka bilinu.“ Sólrún Kristjánsdóttir starfs- mannastjóri OR tekur undir með Margréti og segir undarlegt að full- yrða að launamunurinn í landinu sé ómælanlegur þegar bestu mögu- legu greiningartæki sýni skekkju í aðra átt. Sólrún segir OR hafi látið fram- kvæma fjölmargar launagreiningar síðan 2006 sem allar hafi sýnt kyn- bundinn launamun. Hjá stjórnend- um sé ríkur vilji til að útrýma hon- um en erfitt hafi reynst að greina til hvaða aðgerða þyrfti að grípa. „Við vorum alltaf að horfa í bak- sýnisspegilinn með því að rýna í gömul gögn og þegar niðurstöð- urnar lágu fyrir hafði margt breyst innan fyrirtækisins. Því var óljóst hvernig við ættum að laga þetta. Þess vegna leituðum við að lausn sem sýndi stöðuna í rauntíma og gerði okkur kleift að máta fram- virkt mögulegar launaákvarðanir. Vandinn er flóknari en svo að stjórn- endur séu vondir karlar sem vilji borga konum lægri laun. Hann er lúmskari og skýrist meðal annars af því hvað við erum öll félagsmótuð og hvernig verðmætamatið í atvinnu- lífinu hefur verið í gegnum tíðina.“ Alþingi Jón Gunnarsson ráðherra samgöngumála samþykkti metn- aðarfulla samgönguáætlun, 12. október í fyrra eða örfáum vikum fyrir kosningar. Hann samþykkti síðan fjárlög þar sem gert var ráð fyrir tíu milljarða niðurskurði í málaflokknum, þann 22. desem- ber, en ellefu stjórnarþingmenn urðu svo frægir að gera hvort tveggja. Jón er nú orðinn ráð- herra og tekur einn ákvörðun um hvar eigi að skera niður. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Þurft hefði 14 milljarða á fjárlögum til að fjármagna samgönguáætlun en gert var ráð fyrir 4,5 milljörð- um á fjárlögum. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segir greini- legt að samgönguáætlun hafi verið innantómt kosningaplagg eða spyr hvað annað valdi þessum viðsnún- ingi á 71 degi. Hann segir að Jón Gunnarsson ætli sér nú það vald að ákveða einhliða hvar eigi að skera niður. „Hann leitar allavega ekki til þingsins eða umhverfis- og sam- göngunefndar um nýja forgangs- röðun. Hann segir síðan að þing- ið hafi ákveðið að skera niður en minnist ekki orði á það að hann hafi sjálfur greitt atkvæði með því,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að þegar fjárlög- in hafi verið samþykkt áður en ný ríkisstjórn tók við hafi legið fyrir að einungis fengjust 4,5 milljarð- ar í nýja samgönguáætlun. Þá hafi verið gert samkomulag um að setja Dettifossveg og Berufjarðarbotna í forgang. Tveir milljarðar hafi síð- an átt að fara í viðhald. Þá hafi það verið sameiginlegur skilningur að ný ríkisstjórn þyrfti að koma fram með fjáraukalög um þá liði sem ekki rúmuðust innan fjárlaga, þar á meðal samgöngumál. „Þetta eru því hrein og klár svik og við ætl- um ekki að taka því þegjandi og hljóðalaust. Þetta samkomulag var forsenda fyrir þverpólitískri sátt um að hleypa fjárlögunum í gegn. Það var starfsstjórn í landinu og enginn vissi hver yrði í ríkisstjórn en skilningurinn var sá að sam- göngumálin yrðu bætt í fjárauka- lögum nýrrar ríkisstjórnar.“ Jón Gunnarsson vill fjármagna samgöngubætur með vegtollum við takmarkaða hrifningu. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Fram- sóknarflokksins segir ráðherrann hafa svikið kjósendur og Sjálfstæð- isf lokkurinn skuldi skýringar á þessu framferði ráðherrans. Kall- að hefur verið eftir því að ráðherr- ann komi á fund umhverfis- og sam- göngunefndar til að skýra málin. Viðsnúningur á 71 degi Kolbeinn Óttarsson Proppé birti á Face- book-síðu sinni nöfn þeirra ellefu þing- manna sem greiddu bæði atkvæði með sam- gönguáætlun þar sem verja átti fjórtán millj- örðum til vegamála og líka fjárlögunum sem gerðu einungis ráð fyrir 4,5 milljörðum. Viðskipti Allir stóru viðskipta- bankarnir tengjast sams konar viðskiptum og þeim sem FME hefur vísað til héraðssaksóknara út af Borgun. Valitor þurfti að greiða sektir vegna viðskipta sinna erlendis. Aðgerðir Fjár- málaeftirlitsins gegn Borgun eru vatnaskil í áralangri sögu þar sem íslensk kredikortafyrirtæki hagn- ast á umdeilanlegum viðskiptum erlendis. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Greiðslumiðlunarfyrirtækið Va- litor, sem er að stærstu leyti í eigu Arion banka, gjaldfærði 450 millj- ónir króna í ársreikning sinn árið 2014 vegna „sekta og tengdra mála“ sem vörðuðu reksturinn á árun- um 2002 til 2009. 220 milljónir af þessari upphæð voru sektir vegna samkeppnislagabrota á Íslandi sem áttu sér stað við uppbyggingu greiðslukortakerfis fyrirtækisins, samkvæmt ársreikningi félagsins, en ekki er skilgreint hver ástæðan er fyrir 230 milljónum króna af þessari upphæð. Valitor stundaði umdeilanleg viðskipti erlendis í færsluhirðingu á þessum tíma og var gert að greiða sektir vegna þessa sam- kvæmt heimildum Fréttatímans. VISA International fetti fingur út í starfsemi fyrirtækisins sem varð til þess að árið 2011 hætti Valitor þeim viðskiptum sem um ræðir, meðal annars færsluhirðingu fyr- ir fyrirtæki Jónasar Reynissonar eMerchantPay sem til dæmis veitir greiðsluþjónustu fyrir fjárhættuspil á internetinu. Samkvæmt heimild- um Fréttatímans er greiðslumiðl- un vegna fjárhættuspila á netinu langstærsti hluti þjónustu fyrirtæk- is Jónasar. Um þessa stefnubreytingu í starf- semi Valitor erlendis sagði Við- ar Þorkelsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í ársreikningi fyr- irtækisins árið 2012 að ný stefna myndi leiða til minni tekna erlend- is. „Meginverkefni stjórnenda fé- lagsins á árinu 2012 hefur verið að marka nýja stefnu í færsluhirðingu erlendis og komu erlendir sér- fræðingar meðal annars að þeirri vinnu. Ný stefna mun tímabundið leiða til lækkunar á veltu félagsins en skapar á móti traustari grunn fyrir frekari uppbyggingu á erlend- um mörkuðum í framtíðinni.“ Samkvæmt heimildum Fréttatím- ans gengu samningar eMerchant- Pay og íslensku greiðslumiðlunar- fyrirtækjanna þannig fyrir sig að þau skipti með sér ákveðinni pró- sentu af veltu fyrirtækjanna sem þau sáu um greiðslumiðlun fyrir. Þeim mun áhættusamari sem við- skiptin eru þeim mun hærri eru tekjurnar af þeim. Valitor þurfti að borga 450 milljónir í sektir Höskuldur Ólafsson, núverandi bankastjóri Arion banka, var fram- kvæmdastjóri Valitor lungann úr þeim tíma sem félagið byggði upp erlend viðskipti sín. Arion er í dag stærsti hluthafi Valitor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.