Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 28
Hedónismi í Berlín, París og Edinborg Ásgeir H. Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is Svona byrjar þetta: Við sjáum eltingarleik við undirleik gítars, músíkin er gleði- og tregablandin í senn. Þetta eru nasistar á sígaunaveiðum – og senan endar á því að gítarleikarinn fær kúlu í hausinn. Við erum stödd á Berlinale, kvik- myndahátíðinni í Berlín, og þetta er opnunarmyndin: Django. Byrj- unaratriðið súmmerar myndina ágætlega upp; hún er aðallega um hin gleymdu fórnarlömb helfarar- innar sem sígaunar eru, þeir hafa haldið áfram að vera ofsóttir allt fram á okkar daga, og svo er hún um tónlistina. Enda eigum við enn eftir að kynna til leiks aðalpersón- una – gítarleikarann Django Rein- hardt. Kvikmyndagestir nútímans voru kynntir fyrir honum í myndinni Sweet and Lowdown, þar sem Sean Penn leikur hinn uppskáldaða gít- arleikara Emmet Ray, sem á að vera bestur allra gítarleikara. En hann dregur þó aðeins í land með það þegar hann segir: „Menn telja mig besta gítarleikara sem uppi hefur verið, sannarlega hérlendis. En það er þessi sígauni í Frakklandi – og tónarnir hans eru það falleg- asta sem ég hef nokkurn tímann heyrt.“ Hann er að tala um Django – gítarleikara sem er svo goð- sagnakenndur að ekki einu sinni skáldskapurinn getur keppt við hann. Það sama á við um Django, ævisögulegar bíómyndir finna oft- ast leikara sem eru nokkrum núm- erum fallegri en fyrirmyndirnar – en þótt leikarinn Reda Kateb sé myndarlegur maður á hann ekkert í Django og hans goðsagnakennda yfirvaraskegg. Django birtist ekki heldur í næsta atriði – þar sem troðfullur salur fólks í París bíður eftir hon- um og hljómsveitarmeðlimir gera dauðaleit að honum, maður hef- ur á tilfinningunni að þetta hafi gerst áður. Við hittum hann fyrst þar sem hann er að dorga í mestu makindum við Signu. Þetta er mað- ur sem er staðráðinn í að láta ekki stjórnast af oki tímans og það birt- ist einnig í tónlistinni, svokölluð- um heitum djassi sem brýtur allar reglur. Slíkt stjórnleysi fellur hins vegar lítt að smekk þýska innrásarliðsins sem nýlega hefur hertekið París. Þeir vilja endilega fá Django í tón- leikaferðalag til Þýskalands og bjóða honum gull og græna skóga. En skilyrðin eru hins vegar nánast galin; sóló mega ekki vera lengri en fimm sekúndur, það er bannað T2: Trainspotting, Django og fleiri bíóævintýri á Berlinale kvikmyndahátíðinni. Reinhardt sjálfur og Reda Kateb sem bíó-Django. Mamma Django er sömuleiðis umboðsmaður hans – og stelur myndinni með húð og hári. Aðalpersónur Trainspotting, 20 árum síðar. Fortíðarfíkn að hreyfa lappir í takt og svo fram- vegis og svo framvegis; með öðrum orðum – komdu til Þýskalands en spilaðu einhverja allt aðra tónlist en þessa sem þú kannt og gerði þig frægan. Þaðan sprettur svo klípan sem drífur plottið áfram; ferðast til Þýskalands eða f lýja til Sviss? Hvort tveggja er lífshættulegt, menn eru farnir að finna lykt- ina af útrýmingarbúðunum þótt enginn viti um þær enn. Plottið er samt ekki það skemmtilegasta við myndina, þótt það kalli alveg á nokkur hugvitsamleg hasarat- riði þar sem tónlistin er oft hluti af hasarnum, heldur miklu frekar persónugalleríið í kringum Django – og ber þar fyrst að nefna svip- mikinn apaköttinn sem reglulega sést á öxl Django framan af mynd. Það er að vísu leiðinlegur galli að ljóshærða aríska viðhaldið fær töluvert meira pláss en sígauna- eiginkonan – en á móti kemur að mamma Django stelur myndinni með húð og hári. Hún er einnig umboðsmaðurinn hans og er allt í senn vitur, ákveðinn, glöð og harmræn – og á endanum er það ekki tónlistin sem skilyrðir hvern- ig manni líður þegar maður horf- ir á myndina, heldur svipurinn á mömmunni. Túristar í eigin æsku Ef einhver hefði tekið að sér að gera skoðanakönnun um uppáhalds- myndir menntskælinga fyrir tutt- ugu árum síðan hefðu líklega bara tvær myndir komið til greina; Pulp Fiction og Trainspotting. Grodda- legir, uppdópaðir glæpakrimmar með orðheppnustu aðalpersónum beggja megin Alpafjalla, bestu tón- listinni og sýrðustu myndskeiðun- um. Núna, tuttugu árum síðar, flykkjumst við svo í bíó til að sjá tvo miðaldra skoska menn standa úti í náttúrunni og syrgja gamlan vin. Við könnumst við þá, hitt- „Það er að vísu leiðin- legur galli að ljóshærða aríska viðhaldið fær töluvert meira pláss en sígaunaeiginkonan – en á móti kemur að mamma Django stelur myndinni með húð og hári.“ 28 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017 Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR 1. TIL 5. MARS APOTEKIÐ BÝÐUR JULIAN MEDINA VELKOMINN Julian er einn heitasti matreiðslumaðurinn í New York í dag. Hann er eigandi gríðarlegu vinsælu og margrómuðu veitinga- húsana Toloache, Toloache 82, Toloache Thompson, Yerba Buena og Yerba Buena Perry, Coppelia og Tacuba Mexican Cantina sem öll eru í New York. Julian hefur, í yfir 20 ár, verið að þróa fágaða Latin matargerð og hans helstiinnblástur er eldamennska föður hans og afa á uppvaxtarárum sínum í Mexíkó. SJÖ RÉTTA FOOD&FUN VEISLA AÐ HÆTTI JULIAN CHURRO OG HROGN mexíkó crema SJÁVARÞANGSGRAFIN BLEIKJA í jalapeño aguachile, súrmjólkur-miso, gúrka LAMBA CARPACCIO gerjaður hvítlaukur, kalabrísk chiliolía, dill-crema, engisprettur (valfrjálst) KOLKRABBI achiote, brennt jarðskokkamauk, txistorra-vinagretta, radísur HÆGMEYRNUÐ ANDABRINGA dulce de leche gljái, þeyttar gulrætur, sveppir, yuzu kosho gastrique NAUTALUND marineruð í mole, chipotle- og ka« barbecuesósa, vorlaukur, stökkar kartöflur EFTIRRÉTTUR DULCE DE LECHE karamelluserað yuzu krem, hvítsúkkulaði-mulningur, hibiscus marens, blóðappelsínu sorbet 8.500 kr. Borðapantanir í síma 551 0011 SÉRVALIN VÍN MEÐ MATSEÐLI 8.500 kr. / 11.500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.