Fréttatíminn - 10.02.2017, Síða 16

Fréttatíminn - 10.02.2017, Síða 16
Innflytjandinn Lærði að tefla í Alexandríu Skákmeistarinn og leikskólakennarinn Omar Salama hefur búið á Íslandi í tólf ár og er hrifnastur af veðrinu. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Íslendingar eru ekki vanir að hugsa mjög jákvætt um veðr­ið en fyrir mér er veðrið og loftgæðin hér eitt það besta við landið,“ segir skákmað­ urinn og leikskólakennarinn Omar Salama. Omar er frá Egyptalandi en hefur búið hér á landi síðan hann var ráðinn þjálfari íslenska lands­ liðsins í skák árið 2005. Omar eyddi fyrstu árum ævinnar við Miðjarðarhafið, hjá móður sinni í Alexandríu, en frá níu ára aldri hjá föður sínum í Kairó. „Ég bjó í Kairo alla mína skólagöngu, alveg þangað til ég flutti til Íslands. Þegar maður er vanur því að búa í heitri og mengaðri borg, en kemur svo hingað þá er munurinn mjög mikill. Hér er svo gott að fara út úr húsi og bara anda. Hreint loft og ferskt vatn er það besta sem við eigum.“ Það var í Alexandríu sem Omar byrjaði að tefla undir handleiðslu móðurbróður síns sem var þjálfari egypska landsliðsins í skák. Skák­ hæfileikar Omars leyndu sér ekki og þó að faðir hans væri ekki hrifinn af því að Omar legði íþróttina fyrir sig byrjaði hann að keppa í henni og kenna yngri skákmönnum þegar hann varð ung­ lingur. „Pabbi vildi aldrei vita neitt af því sem ég var að gera í skákinni, nema þegar ég vann meistarmót allra há­ skóla í Egyptalandi og svo meist­ aramót allra háskóla Arabalanda, þá var hann ánægður. Öllu öðru var hann á móti. Hann var mjög hissa þegar ég ákvað að flytja til Íslands og gerast þjálfari þar, og öll fjölskyldan til að byrja með,“ segir Omar en hann fékk boð um að verða landsliðsþjálfari Íslands þegar hann var tuttugu og fjögurra ára. Þá var Omar orðinn landsliðs­ þjálfari Egyptalands og hafði nýlega komist í heimspressuna fyrir að vera þjálfari nýkrýnds stórmeistara ungra kvenna í skák, sem var ekki nema ellefu ára gömul. „Hún varð mjög þekkt og ég líka þar sem ég var einkaþjálfarinn hennar og þá var haft samband við mig frá Íslandi. Ég vissi ekkert um landið en þáði að koma í heimsókn og skoða mig um þó að ég væri dálítið hræddur við að ferðast til Evrópu, því þetta var stuttu eftir 2001. En ég fann ekki fyrir neinni mismunun á Íslandi og líkaði strax vel hérna. Ég ákvað að taka boðinu og hef verið hér meira og minna siðan. Mér finnst ég vera 100% Ís­ lendingur í dag.“ Omar er hættur að þjálfa lands­ liðið en situr í stjórn Skáksam­ bandsins og er formaður dómara­ nefndar á Íslandi og í Alþjóðlega skáksambandinu, Fide. Hann var yfirdómari á Evrópumeistaramóti landsliða í Laugardagshöllinni árið 2015, sem var stærsti skákviðburð­ ur hér á landi síðan Fischer og Spas­ skí háðu einvígi sitt árið 1970. Omar ferðast mikið vegna vinnu sinnar sem dómari en vinnur auk þess við þýðingar, kennir arabísku í Háskóla Íslands, les bækur á arabísku fyrir Hljóðbókasafnið og er leikskóla­ kennari á Laufásborg. „Ég hef líka verið að vinna óformlega með önn­ ur landslið, eins og í Tógó, Namib­ íu og Úganda. En það eru alltaf stuttar vinnuferðir, núna vinn ég aðallega við að dæma og á Laufás­ borg. Og svo á ég líka tvö börn sem ég vil eyða öllum mínum tíma með. Það er nóg að gera,“ segir hann og hlær. „Ég byrjaði að kenna skák fyrir Hjallastefnuna árið 2008 en er í fullu starfi á Laufásborg í dag. Þetta er rosalega skemmtilegt starf. Árið 2015 fengum við hvatningar­ verðalun Reykjavíkurborgar fyrir skákkennslu í leikskólum sem ég er stoltur af. Það er rosalega gaman að kenna ungum krökkum skák og sjá hvernig færnin og áhuginn þróast, þetta er eins og að byggja hús og því fyrr sem þau byrja að læra því betra.“ Omar ferðast mikið vegna vinnu sinnar sem dómari en vinnur auk þess við þýðingar, kennir arabísku í Háskóla Íslands, les bækur á arabísku fyrir Hljóðbókasafnið og er leikskólakennari á Laufásborg. Omar varð hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur árið 2016. Mynd | Hari 16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. febrúar 2017

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.