Fréttatíminn - 10.02.2017, Side 22

Fréttatíminn - 10.02.2017, Side 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. febrúar 2017 Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Ég hugsaði með mér, guð minn góður, af hverju get ég ekki bara verið með mynd á vegg eins og aðrir. Af hverju þarf ég alltaf að vera með eitthvað svona ógeðslega skrýtið,“ segir Elma Karen Sigþórsdóttir sem var að útskrifast úr Ljósmyndaskólan­ um og ákvað að fara nokkuð hefð­ bunda leið í lokaverkefninu sínu en sýning á verkum útskriftar­ nemanna stendur nú yfir í Lækn­ ingaminjasafninu á Seltjarnarnesi. Elma, sem er fertug þriggja barna móðir, segir sína eigin sögu í verkinu. Sögu af þrúgandi upp­ eldi og djúpstæðum áföllum sem hafa mótað allt líf hennar. Meðal annars er um að ræða ágengar ljós­ myndir og brot úr læknaskýrslum þar sem fram koma mjög persónu­ legar upplýsingar um andleg og lík­ amleg veikindi hennar. Markmið hennar með verkinu er að sýna hvernig hægt er að nota ljósmyndaformið á mismunandi hátt til að skapa list. En hún er ekki spennt fyrir hefbundum uppstillt­ Elma Karen fór óhefðbunda leið í lokaverkefni sínu í Ljósmynda- skólanum, en hún ákvað að segja sína eigin sögu. Segja frá áföllum sem hún hefur orðið fyrir, andlegum og líkamlegum veikindum og kynferðisofbeldi. Í verkið notar hún meðal annars ágengar ljósmyndir og brot úr læknaskýrslum. Hún óttaðist að upplifa sig sem annars flokks með því að opna sig með þessum hætti, en sá ótti var óþarfur. um ljósmyndum sem teknar eru upp í stúdíói. Hún er skapandi og fer gjarnan ótroðnar slóðir. Það er ekki endi­ lega ásetningur hennar, það ger­ ist bara. Endurgerði áverka eftir nauðgun Ein ljósmyndin í verkinu sýnir ber kvenmannsbrjóst alsett bitsár­ um en konan á myndinni hefur augljóslega orðið fyrir einhvers konar ofbeldi. Þó að myndin sé sviðsett er hún byggð á raunveru­ legri reynslu Elmu af nauðgun sem hún varð fyrir þegar hún var 23 ára. „Þetta er eitt af því sem gerist þegar konur verða fyrir kynferðis­ ofbeldi,“ segir hún hreinskilin en örlítið varfærnislega. „Ég endur­ gerði áverkana sem ég varð fyrir, eins og þeir eru í minningunni. Ég er ekki með nein gögn um þetta í höndunum lengur, því ég eyðilagði þau. Þetta voru einu gögnin sem ég gat ekki haldið upp á. Mér fannst þetta svo ömurleg lesning.“ Það var kunningi hennar sem beitti hana ofbeldinu. Elma kærði manninn til lögreglu, en málið var fellt niður. Að hennar sögn var umræddur maður vel tengdur inn í rannsóknarlögregluna, án þess þó að hafa verið lögreglumaður. „Ég upplifði það rosalega fljótt að ég hefði aldrei átt að kæra nauðg un. Ég hefði átt að kæra lík­ amsárás. Ég hugsa að það hefði verið tekið miklu harðar á því. Ég upplifði mig bara sem enn eitt nauðgunarmálið. Enn eitt fórn­ arlambið. En það er langt síðan og ég veit að þetta er ekki svona í dag. Ef þetta hefði gerst í dag hefði mál­ ið líklega ekki verið látið falla nið­ ur, enda var það mjög borðleggj­ andi og sönnunargögnin skýr. Þetta er eitt af því sem gerist þegar kona verður fyrir kynferðisofbeldi Elma varð fyrir kynferðisofbeldi þegar hún var 23 ára og endurgerði áverkana fyrir lokaverkefnið. Elma var með fordóma gagnvart fólki eins og sér og hefur þurft að yfirstíga þá með ýmsum hætti. Mynd | Atli Már Hafsteinsson Sögurnar sem Elma segir eru ekki bara sögurnar henn- ar, heldur sögur margra annarra. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á wwww.serlyfjaskra.is Fyrir þig í Lyfju Verð: 1.506 kr. Verð áður: 1.883 kr. Verð: 537 kr. Verð áður: 671 kr. Naso-ratiopharm Nefúði við nefstíflu, t.d. vegna kvefs. Nasofan Bólgueyðandi steri í nefúða, - við ofnæmi. fluticasonprópíónat 50 µg/sk – 60 skammtar xylometazolinhýdróklóríð. 0,5 og 1 mg/ml – 10 ml Nefstífla Nefrennsli Kláði í nefi Hnerri afsláttur Gildir út f ebrúar 20 %

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.