Fréttatíminn - 10.02.2017, Síða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. febrúar 2017
Guðlaug Fríða og Ragnheiður María eru bestu vinkonur og skipa
jafnframt hljómsveitina RuGl. Þær stöllur hafa á einu ári sankað að
sér töluverðri reynslu í tónlistarbransanum með dyggri aðstoð helstu
aðdáendanna, foreldra sinna.
Vináttan:
Nafnið varð til í
heimilisfræðitíma
Bryndís Silja Pálmadóttir
bryndis@frettatiminn.is
Foreldar okkar beggja eru með puttana í öllu sem við gerum en þau fá bara bjór-miðana okkar í staðinn fyr-ir allt skutlið,“ segja hinar
15 ára Guðlaug Fríða Helgadóttir
Folkmann og Ragnheiður María
Benediktsdóttir sem skipa hljóm-
sveitina RuGl. Þær stöllur urðu að
eigin sögn bestu vinkonur eftir að
hafa kynnst í 7. bekk. „Við höfðum
báðar verið að spila og semja tón-
list. Þegar Fríða flutti til Íslands
urðum við strax óaðskiljanlegar og
áttum saman í gegnum tónlistina,“
segir Ragnheiður um upphaf vin-
áttu þeirrar Fríðu, eins og Guðlaug
Fríða er gjarnan kölluð. Hljóm-
sveitin RuGl var þó ekki stofnuð
fyrr en stelpurnar voru í 9. bekk,
þegar þær kepptu í söngvakeppni
Hagaskóla og síðar í Músíktilraun-
um. „Fríðu langaði að taka þátt
og spurði hvort ég vildi gera þetta
með henni. Við lentum í öðru sæti
og ákváðum að taka þátt í Músíkt-
ilraunum. Við vorum langyngstar,
vorum ekkert að búast við neinu
en við komumst áfram.“
Nafnið varð til í heimilisfræði
Nafn hljómsveitarinnar, RuGl,
varð til í leiðinlegum heimilis-
fræðitíma í Vesturbæjarskóla.
„Nafnið var þá frekar í tengslum
við vináttuna þar sem við fórum
að rugla saman stöfum. Ef við tók-
um fyrsta stafinn í mínu nafni og
annan í Fríðu, G úr mínu nafni og
fjórða úr Fríðu þá kom upp RuGl,“
segir Ragnheiður. „Það var samt
ekki fyrr en nóttina sem við sótt-
um um Músík tilraunir sem við
ákváðum að festa þetta vináttu-
nafn við hljómsveitina okkar.“ Að
sögn Fríðu snýst vinátta þeirra nú
að miklu leyti um hljómsveitina.
„Vináttan verður eiginlega meira
vinnuverkefni af því að við erum
„buisness partners.“ Nú tölum við
ekki um mikið annað en hljóm-
sveitina.“
Semja um Skam
Ragnheiður og Fríða segjast ekk-
ert endilega vera að skilgreina
tónlistina sem þær semja. „Okkur
finnst tónlistin mótast eftir tilfinn-
ingu og veðri. Hún er til dæm-
is mun glaðværari yfir sumarið
heldur en á veturna.“ Hljómsveitin
RuGl semur texta sína gjarnan
á ensku en hefur gert eitt lag á
dönsku, en Fríða er hálf-dönsk og
Ragnheiður elskar að eigin sögn
dönsku. „Við vildum ekki vera
gagnrýndar fyrir að semja bara á
ensku. Bubbi var til dæmis geð-
veikt pirraður út í okkur á Airwa-
ves fyrir að semja alltaf bara á
ensku,“ segja stelpurnar og skella
upp úr. „Öll lög sem ég hlusta á
eru á ensku, ég kann eiginlega
ekki að semja á íslensku,“ útskýrir
Fríða. Lagið sem RuGl hefur samið
á dönsku fjallar um norska sjón-
varpsþáttinn Skam, en stúlkurnar
eru að eigin sögn miklir aðdáend-
ur. „Versin fjalla um persónurnar í
þáttunum en viðlagið er um Osló.“
Spila á Airwaves í annað sinn
Fríða og Ragnheiður útskrifast úr
Hagaskóla í vor og Fríða ætlar að
halda í svokallaðan „efterskole“’
í Danmörku. Ragnheiður hef-
ur hinsvegar ekki enn ákveðið
hvaða stefnu hún tekur. Hljóm-
sveitin RuGl mun samt sem áður
stíga á stokk á tónlistarhátíðinni
Airwaves í haust. „Það er búið að
kaupa miðann handa mér og ég
kem þremur dögum fyrir hátíð-
ina,“ segir Fríða. Hljómsveitin er í
augnablikinu að vinna að svokall-
aðri IP-plötu sem er væntanleg á
næstu mánuðum. „Við erum að
klára upptökur í lok febrúar en
vitum ekki hvað tekur langan tíma
að mixa og svona, foreldrar okkar
eru að sjá um allt aukalega og við
spilum bara.
Foreldrar helstu bakhjarlar
Að sögn stúlknanna eru foreldrar
þeirra í rauninni umboðsmenn,
rótarar, bakraddir, ritarar og allt
þar á milli. „Foreldrar okkar verða
að vera í góðum samskiptum og
þau hittast alltaf á Kaffi Vest og
ræða málin. Stundum komum
við með en þegar það eru fundir
um peningamálin þá megum við
ekki koma.“ Það getur verið flókið
að vera 15 ára tónlistarmaður en
þeim stöllum hefur til dæmis verið
meinaður aðgangur að skemmti-
staðnum Húrra þegar þær áttu að
spila. Málið leystist þó um leið og
þær útskýrðu mál sitt. „Við meg-
um vera áfram á öðrum tónleik-
um eftir að við spilum ef foreldrar
okkar eru þar og vinir okkar hafa
stundum fengið að koma og hlusta
á boðsmiðum þrátt fyrir að hafa
ekki aldur til þess.“
Fríða og
Ragnheiður
skipa hljóm-
sveitina
RuGl.
Mynd | Hari
Zootopia
Teikni-
myndin kom
út í fyrra
og féll svo
sannarlega í
kramið hjá
bæði börnum og fullorðnum.
Þetta er klárlega teiknimynd
sem gaman er að horfa á með
afkvæminu. Myndin gerist í
útópíu þar sem dýrin búa í sátt og
samlyndi.
Teiknimyndir eru fyrir alla
Teiknimyndir þurfa ekki eingöngu að vera efni fyrir yngri
kynslóð ina. Til eru ótal teiknimyndir sem geta skemmt bæði börn-
um og fullorðnum á sama tíma. Svo eru líka til teiknimyndir sem
einungis eru fyrir þá fullorðnu.
Bryndís Silja Pálmadóttir
bryndis@frettatiminn.is
Rick og Morty
Þættirnir eru virkilega góð
skemmtun fyrir fullorðið fólk
með dökkan húmor. Þessir óvið-
eigandi þættir fjalla um
hinn sí-ropandi
vísindamann
Rick og barna-
barnið hans Morty
sem ferðast milli
ólíkra heima.
Howl’s Moving Castle
Falleg og hugljúf mynd úr smiðju
Hayao Miyazaki um unga konu
sem festist í líkama gamallar
kerlingar. Þar koma fyrir fljúgandi
kastalar og galdranornir í ævintýra-
legum heimi.
The Wanted 18
Teiknimyndin er
palestínskt - kanadískt
samstarf. Myndin er
byggð á sönnum at-
burðum og því einung-
is teiknuð að hluta.
Myndin fjallar um Palestínumenn
á 8. áratugnum sem verða sér úti
um 18 kýr og vandræði þeirra
vegna hernámsins.