Fréttatíminn - 10.02.2017, Blaðsíða 38
6 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2017NETVERSLANIR
Tuttugu ár í
próteinbransanum
Ókeypis glaðningur með hverri sendingu
Unnið í samstarfi við Fitnesssport
Við höfum verið með net-verslunina fitnesssport.is í gangi 5 ár og hún hefur stækkað með hverjum deg-
inum. Okkar viðskiptavinir kunna
vel að meta að geta skoðað vörurn-
ar á netinu og svo fengið vörurnar
sendar til sín,“ segir Svavar Jó-
hannsson, eigandi Fitness Sport.
Allt fyrir heimaræktina
Á fitnesssport.is er breitt úrval
fæðubótarefna, próteina, kreatína
og orkudrykkja sem henta jafnt hin-
um almenna heilsuræktariðkanda
og þeim sem lengra eru komnir í.
„Svo höfum við líka verið að auka
úrvalið af heilsutengdum matvæl-
um og bjóðum nú upp á hnetusmjör,
krydd, kaloríusnauðar sósur og
próteinbættan hafragraut svo eitt-
hvað sé nefnt. Fjölmargir aðhyllast
líka Vegan lífsstílinn og við erum
með orkustykki sem henta því
mataræði mjög vel. Svo höfum við
boðið upp á mikið úrval af vörum
fyrir ræktina eins og t.d. úln-
liðsvafninga, grifflur og belti og að
sjálfsgöðu alls konar vatnsbrúsa,
hristibrúsa og þess háttar vörur,“
segir Svavar og bætir við að einnig
sé hægt að fá lyftingabekki, jóga-
dýnur og lítil handlóð ef ætlunin er
að koma sér upp æfingaaðstöðu
heima.
Kaupauki með
hverri sendingu
Fitness Sport hefur lagt mikið upp
úr því að setja prufur af nýjum vör-
um með í sendingarnar. „Við eigum
oft alls kyns sýnishornaskammta
af nýjum vörum og við setjum alltaf
4-5 skammta með í hvern pakka,
vörur sem við viljum kynna fyrir
fólki. Okkar viðskiptavinir hafa
verið virkilega ánægðir með þenn-
an kaupauka, enda eru þeir að fá
kannski 2.000 króna virði af vörum
frítt með hverri pöntun,“ segir Svav-
ar og leggur áherslu að þetta sé
alltaf í gangi.
Prótein sem hentar öllum
Ein af vinsælustu vörunum hjá
Fitness Sport er mysupróteinið
Nectar sem hefur verið vinsælasta
próteinið á Íslandi undanfarin ár.
„Ástæðan fyrir því að það er svona
vinsælt er að það er eina próteinið
sem er algerlega kolvetna- og fitu-
laust, glútenfrítt og laktósafrítt.
Það er líka laust við aspartam og er
yfirhöfuð eitt besta prótein sem völ
er á. Við erum með fjölmargar gerð-
ir af próteini og þetta er það eina
sem hentar öllum og líka þeim sem
eru með einhvers konar fæðuóþol,“
segir Svavar.
Hollt og gott próteinstykki
Mörgum finnst ákaflega þægilegt
að grípa sér próteinstykki þegar
þeir eru á ferðinni en því miður eru
þau sum uppfull af sykri eða öðr-
um óæskilegum efnum.
Fitness Sport flytur inn og dreifir
One próteinstykkjunum sem er
vinsælasta einstaka fæðubót-
arefnið á Íslandi í dag. Þetta eru
lágkolvetnapróteinstykki sem eru
sykurlaus og ákaflega bragðgóð.
„Þetta er raunar fyrsta stykkið
sem er bæði hollt og bragðgott en
það fer yfirleitt ekki saman,“ segir
Svavar og hlær.
„Pre-workout“ virkar
Fólk sem hreyfir sig reglulega fær
sér í flestum tilfellum eitthvað fyrir
æfingu, svokallað „pre-workout“
sem inniheldur koffein, kreatín og
fleiri innihaldsefni sem gera það
að verkum að þú ert orkumeiri
og öflugri á æfingunni. „Við erum
með margar tegundir en vinsælu-
stu vörurnar í þeim flokki heita C4
og Assault. Þessi Pre Workout efni
eru þau vinælustu í heiminum í dag
vegna þess að þau henta öllum.
Jafnt þeim sem lyfta lóðum og þeim
sem spila fótbolta og allt þar á milli.
Íslendingar vinna myrkranna á milli
og flestir eru að reyna fara fyrir eða
eftir vinnu á æfingar og þá vantar
oft eitthvert spark í rassinn til að
koma sér af stað. Þessi efni gefa
þessa aukaorku sem marga vantar
til gera æfingarnar árangursríkar.“
Reynslan er dýrmæt
En úrvalið hverfist síður en svo
einungis um þá sem stunda lyft-
ingar eða boltaíþróttir! Nýlega
fékk Fitness Sport umboð fyrir
merki sem heitir High5 sem er
stærsta merki í Evrópu með
fæðubótarefni fyrir hlaupa- og
hjólreiðafólk og einnig fyrir þá
sem stunda fjallgöngur og aðra
útivist. Reynslan sem Fitness
Sport hefur öðlast í gegnum tíð-
ina skilar sér í því gæðaúrvali
sem raun ber vitni. „Við erum
með þeim reynslumestu í þess-
um bransa hér á Íslandi og eigum
einmitt 20 ára afmæli í ár.“
ONE próteinstykkin eru vinsælasta einstaka fæðubótarefnið á Íslandi.
Þau eru kolvetnasnauð en bragðgóð sem er sjaldgæf blanda.
C4 er öflugt Pre-Workout fæðubótarefni
Nectar próteinið er vinsælasta
prótein landsins. Það er laust við
kolvetni, fitu, glúten og laktósa.
Svavar Jóhannsson, eigandi Fitness Sport sem á 20 ára afmæli í ár.