Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Sakamál „Mér finnst ógeðslega skítt að fórnarlambið flýi úr bænum en ofbeldismaðurinn valsi um eins og ekkert sé sjálfsagðara,” segir Heiðar Páll Halldórsson íbúi í Vestmanna- eyjum og vinur, Dagnýjar Bjartar Konráðsdóttur, 45 ára konu sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás í Vestmannaeyjum í aðfaranótt 17. september í fyrra, skammt frá veitingahúsinu Lundanum. Konan fór til Spánar í nóvember og hefur ekki snúið heim aftur en þetta hef- ur orðið til þess að dregist hefur að ljúka málinu en rannsókn er ekki formlega lokið. “ Árásin var mjög hrottaleg og kraftaverk að konan héldi lífi en líkamshiti hennar var 35,3 gráður þegar hún fannst nakin í húsagarði skammt frá veitingahúsinu. Hún var í miklu losti, beinbrotin og afmynd- uð í andliti eftir högg og spörk, og það blæddi úr kynfærum hennar. Það var dyravörður á Lundanum sem kallaði fyrst til lögreglu vegna átaka milli hennar og mannsins fyr- ir utan staðinn. Vitni hafa lýst því þannig að hann hafi verið að kvelja hana, haldið höndum hennar fyr- ir aftan bak og andliti hennar ofan í steyptum öskubakka. Lögreglan kom ekki fyrr en löngu seinna, þá hafði aftur verið hringt eftir að- stoð, nú af því nakin kona lá í húsa- garði skammt frá staðnum og sú sem hringdi inn hafði séð reykj- andi mann, sem virtist pollrólegur, ganga í burtu frá henni. Maðurinn sem vitni höfðu séð áreita og elta konuna skömmu áður en hún fannst, er 23 ára og hefur starfað við ferðaþjónustu í Eyjum. „Á föstudegi reif hún upp úti- dyrahurðina hjá mér og sagðist vilja leggja strax af stað. Hún hafði þá verið að koma út úr Landsbank- anum þegar hún mætti manninum á leið þangað inn,“ segir Heiðar Páll Halldórsson- ar vinur Dagnýj- ar en hér eru þau saman á mynd sem var tekin eftir árásina. Móðir konunnar segir að henni hafi liðið illa í Vestmannaeyjum eftir árásina. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra. Fórnarlambið flúið úr bænum Lögreglurannsókn á hrottalegri líkamsárás í Eyjum í nóvember þar sem fórnarlambið, Dagný Björt Konráðsdóttir, kona á fimmtugsaldri, hélt lífi svo að segja fyrir kraftaverk, hefur dregist á langinn en konan flúði bæinn og fór til Spánar. hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur Hann var handtekinn vegna gruns um líkamsárás og nauðgun, úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 28. september en kröfu lögreglu um frekara gæsluvarðhald með vísan til almannahagsmuna var hafnað. Dagný ákvað að fara um tíma til Spánar til að safna kröftum í nóv- ember, um tveimur mánuðum eft- ir árásina. „Sem betur fer var hún líkamlega hraust fyrir og það hefur hjálpað henni mikið,” segir móð- ir hennar, Ragnhildur Fjeldsted. „Þetta var hræðilegt, að hún skyldi liggja þarna í blóði sínu í þessum húsagarði og í raun bíða dauðans. Ef hún hefði ekki fundist fljótt þá væri hún ekki hér lengur.“ Ragnhildur segir að hún sé eyðilögð eftir árásina og hafi átt mjög erfitt í Vestmannaeyjum, enda niðurbrotin andlega. „Ég átti að skutla henni á flugvöllinn á sunnu- degi, segir Heiðar Páll. „Á föstu- ið mig lausan daginn eftir og ók henni til Keflavíkur. Þar ætlaði hún að vera hjá móður sinni þangað til vélin færi.“ „Hún ákvað fyrir stuttu að leigja sér íbúð á Spáni og snúa ekki aftur, allavega ekki fyrr en eftir langan tíma,“ segir móðir hennar. Hún hefur nú verið úti í þrjá til fjóra mánuði. Hún þarf að koma heim til að hægt sé að ljúka málinu en treystir sér ekki til þess. Það er ver- ið að vinna í því að fá hana heim en henni finnst það erfitt en það verð- ur að gerast, vonandi fljótlega.” „Ég er ekki sá eini hér í Vest- mannaeyjum sem setur stórt spurn- ingamerki við það að hún skuli vera flúin en hann sé hér áfram,” segir Heiðar Páll. Ég veit að hann hefur átt erfitt með að tolla í vinnu eftir þetta og kannski neyðist hann til að fara burt til að fá vinnu,“ segir hann. degi reif hún upp útidyrahurðina hjá mér og sagðist vilja leggja strax af stað. Hún hafði þá verið að koma út úr Landsbankanum þegar hún mætti manninum á leið þangað inn. Henni dauðbrá og hún hrækti á jörðina fyrir framan hann. Hann hrækti þá líka í áttina að henni. Hún kom til mín í miklu uppnámi og sagðist vilja leggja af stað strax. Það var ekki hægt en ég gat feng- Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna kemur fram að fjöldi gistirýma á Airbnb hafi tvö- faldast í fyrra, frá því sem var árið 2015. Fjölgunin hefur verið tals- vert meiri en það sem bætist við að nýjum íbúðum. Airbnb haldi þannig uppi húsnæðisverði og þriðjung af húsnæðis- þörfinni megi rekja þangað, Hann segir að borgin sé að endurmeta áætlanir um uppbyggingu til að mæta mikilli eftirspurn sem kalli á stórátak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Svæði fyrir 2500 íbúðir sé nú þegar í uppbygigngu eða á framkvæmda- stigi og svæði fyrir aðrar 2500 íbúðir séu tilbú- in á skipulagi. Dagur segir að Félagsbústað- ir séu einnig að kaupa íbúðir til að reyna að svara bráðasta vandanum. „Ég vonast líka til að ný ríkisstjórn leggi fram þær lóðir í Reykjavík sem ríkið hefur yfir að ráða og erfiðlega hef- ur gengið að fá til uppbyggingar. Og það myndi líka ganga tvöfalt hraðar að ná utan um vand- ann ef önnur sveitarfélög ætluðu einnig að fjölga félagslegum leiguíbúðum, leiguíbúðum í samvinnu við verkalýðshreyfingun, stúdentaíbúðir, íbúðir fyrir aldraða og búseturéttar- íbúðir, eins og Reykjavíkurborg ætlar að gera.” Áhrif Airbnb eru ofmetin Húsnæðismál Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri segir ljóst að Airbnb hafi nokkur áhrif á húsnæðismarkaðinn, þó að þau hafi reyndar verið mjög ofmetin í sumum fyrri greiningum. Margt bendir hins vegar til þess að meiri áhrif séu af fjölgun erlends starfsfólks í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Borgarstjóri vill að ríki og önnur sveitarfélög leggi meira af mörk- um til að leysa húsnæðisvandann. Hann segir að meiri áhrif séu af erlendu starfsfólki en Airbnb á húsnæðismarkaðinn. Samgöngumál Reynslan frá Svíþjóð sýnir að umræður og reynsla af vegatollum eykur stuðning íbúa við þá. Meirihluti Íslendinga er á móti upptöku vegatolla ef marka má viðhorfskönnun sem fyrirtækið Maskína hefur gert hjá 880 Ís- lendingum. 58 prósent eru á móti þeim en 42 prósent eru fylgjandi þeim. Jón Gunnarsson samgöngu- ráðherra reifaði nýlega hugmynd um upptöku vegatolla inn og út úr Reykjavík til að fjármagna vega- framkvæmdir. Miðað við reynsluna erlendis, til dæmis Stokkhólmi í Svíþjóð, þá er andstaða við vegatolla oft talsverð fyrst en svo skipta margir um skoðun eftir að þeir hafa verið ræddir og prófaðir um hríð. Þetta gerðist til dæmis í Stokkhólmi árið 2007 þar sem vegatollar voru mjög umdeildir en eftir nokkurra mánaða reynslutíma myndaðist breið sátt um vega- gjöldin þannig að nú er um 70 prósent íbúa fylgjandi þeim. | ifv Meirihluti á móti vegatollum Sakamál Annþór Kristján Karls- son og Börkur Birgisson voru sýknaðir í Hæstarétti í dag af ákæru um að hafa ráðist á Sigurð Hólm Sigurðsson á Litla Hrauni og orðið honum að bana. Dómur í málinu fellur fimm árum eftir að Sigurður fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni þann 17. maí árið 2012. Héraðsdómur hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Tveir dómarar í Hæstarétti skiluðu þó séráliti og vildu ómerkja dóm héraðsdóms. Helgi Magnús Gunnarsson, vara- ríkissaksóknari, fór fram á tólf ára fangelsisdómi yfir Annþóri og Berki. Hann fullyrti að þeir hefðu veitt samfanga sínum högg sem hefði orðið til þess að miltað í hon- um hefði rofnað með tilheyrandi innvortis blæðingu. Saga Sigurðar Hólm var sögð í Fréttatímanum í febrúar í fyrra en en hann varð fyrir skelfilegu ofbeldi í bernsku og náði aldrei að fóta sig í lífinu. Hann dvaldi á stofnunum mest allt sitt líf, fyrst á barnaheimilinu Kumbaravogi og síðan í fangelsi í samtals 25 ár. | þká Annþór og Börkur sýknaðir Fór fram á tólf ára fangelsisdóm yfir Annþóri og Berki. Ísland lagði Kína Eftir að núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar höfðu tek- ist á um styrkleika kínverskrar knattspyrnu, unnu þær íslensku frækilegan sigur á Kína í lokaleik á Algarve. Íslensku landsliðskonurnar unnu góðan sigur á Kínverjum í lokaleik Algarve-bikarsins í Portú- gal á miðvikudag. Leikurinn fór 2-1 og enduðu íslensku stelpurnar í 9. sæti mótsins. Fyrir mótið höfðu núverandi og fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins tekist á um kínverska knattspyrnu. Fyrrum þjálfarinn, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, hafði reynt að ráða íslenskar lands- liðskonur til kínverska liðs síns, Jiangsu Suning, en þær höfnuðu boðinu. Hann taldi það meðal annars vera vegna viðhorfs landsliðsþjálf- arans Freys Alexanderssonar, til kínverskrar knattspyrnu. Freyr taldi styrkleika kínversku deildar- innar afar óljósa og var ekki sér- lega spenntur fyrir því að lands- liðskonur spiluðu í Kína á meðan á undirbúningi fyrir EM stæði. Sigurður Ragnar benti á að kínverska landsliðið væri núm- er 13 á heimslista FIFA en það ís- lenska í 20. sæti, og heimsþekktar evrópskar landsliðskonur hefðu ráðið sig til kínverskra liða. Í viðureign landsliðanna á Al- garve höfðu íslensku stelpurnar hinsvegar betur. Spánverjar unnu mótið í fyrsta sinn í ár eftir sigur á kanadíska landsliðinu. | þt Íþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.