Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017 Ástandið á leigumarkaðinum er svakalegt en það er ekkert nýtt,“ segir Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Jóhann var í hópi þeirra sem stofnuðu Samtök leigjenda árið 2013 til að kalla eftir að- gerðum fyrir hagsmunahóp sem stjórnvöld hafa lítið sinnt. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Þegar við stofnuðum samtökin fannst okkur ástandið aldrei hafa ver-ið verra. Þá voru hagnað-ardrifnu leigufélögin að kaupa upp allar lausar eignir og ef það var leigjandi fyrir í eigninni þá var honum boðið að leigja áfram, en á 30% hærra verði. Við kölluðum eftir því að komið væri upp leigu- miðlun og leiguvakt sem gæti fylgst almennilega með markaðinum. Og við kölluðum líka eftir breyttum reglum, einhverskonar aðhaldi á verðhækkunum eins og gert hefur verið í nágrannalöndum. En fyrst og fremst beittum við okkur fyrir því að stofnun óhagnaðardrifinna leigufélaga yrði auðvelduð, með stuðningi stjórnvalda.“ Ekki mikið gerst á fjórum árum Jóhann Már segir samtökunum í raun ekkert hafa orðið ágengt á þeim fjórum árum sem þau hafi ver- ið starfandi. Fyrst og fremst vegna þess að þau hafi treyst of mikið á vinnu fyrrverandi húsnæðismála- ráðherra, Eyglóar Harðardóttur. „Hefði einhverju þessara mála sem við settum á dagskrá verið ýtt af stað þá hefðum við væntanlega meira byggingarmagn fyrir þennan hóp í dag. Við tókum þátt í nefnd á vegum Eyglóar sem vann ágæt- is verk og það kom ágætis skýrsla út úr því en svo þegar frumvörp- in komu var ekki tekinn nema lítill hluti úr skýrslunum. Á endanum gáfumst við upp á sinnuleysinu og getuleysinu. Það er búið að draga samtökin okkar á asnaeyrum í mörg ár. Hegðun stjórnvalda í þessum málum er forkastanleg. Eygló lof- aði öllu fögru en það tók hana þrjú og hálft ár að koma fram með frum- vörp sem gera því miður ekki mikið gagn. Eitt þessara frumvarpa henn- Jóhann Már Sigurbjörnsson hafði hugsað sér að vera áfram á leigumarkaði en eftir að hafa ítrekað misst íbúðir og hrakist á milli hverfa með fjölskylduna ákváðu þau hjónin að fjárfesta í lítilli íbúð í Árbænum fyrir skömmu. Hann er því að hætta sem formaður Samtaka leigjenda. Mynd | Hari Þurfum neyðarlög um húsnæðismál Tæki Ryksugur Orkuflokkur A. Útblástur B. Parkett og flísar, flokkur A. Teppi, flokkur D. Fullt verð: 20.900 kr. Tækifærisverð (vínrauð): BGL 25MON6 14.900 kr.Blandari 350 W mótor. „ThermoSafe“-hágæða gler sem þolir heita og kalda drykki. Flöskur fylgja með („2Go“). Fullt verð: 19.900 kr. Tækifærisverð: MMBM 7G3M 15.900 kr. Hrærivél Hrærir, hnoðar og þeytir. Fyrir- ferðarlítil og öflug. 500 W. Fjögur hraðastig. Fullt verð: 17.900 kr. Tækifærisverð: MUM 4405 12.900 kr. Tækifæri Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is NEYÐARÁSTAND Í HÚSNÆÐISMÁLUM Eftirspurn eftir leiguíbúðum er margfalt meiri en framboðið og leiguverð hefur hækkað svo mikið að fólk í fullri vinnu ræður ekki við það. Enn erfiðari eru aðstæður einstæðra foreldra, þeirra sem eru með skertar tekjur eða í námi. Fréttatíminn hefur á undanförnum mánuðum rætt við fjölmarga sem fá ekki íbúðir á leigu, eru uppá aðra komnir og vita ekki hvar þeir eiga að búa. Hér birtast viðtöl við nokkra þeirra og viðbrögð ráðmanna við aðstæðum þeirra. ar, Bjarg, er nýfarið af stað en það er hugsað fyrir tekjulága á vinnu- markaði. Vandamálið er að það búa fleiri við slæman húsnæðiskost en tekjulágir. Annað hefur ekki komið úr allri þessari vinnu. Stóru hagn- aðardrifnu leigufélögin halda áfram að kaupa allt upp, á síðasta ári voru það um 1300 íbúðir á höfuðborgar- svæðinu.“ Lausnirnar eru til Jóhann Már segir þá staðreynd að stór hópur fólks finni sér ekki þak yfir höfuðið, hvorki til leigu né kaups, sé staða sem hafi verið auð- velt að sjá fyrir, líkt og aðrir hafi bent á. „Við erum búin að vara við þessu frá stofnun félagsins. Það er slegist um allar lausar íbúðir og allir tala um að það verði að byggja meira. En stóru leigufélögin kaupa enn upp allar íbúðir. Það er auðvitað ekkert sem bannar þeim það, alla- vega ekki á meðan ekkert er gert í því. Við hjá Samtökum leigjenda teljum nauðsynlegt að koma á neyðarlögum þar sem fjársterkum félögum er einfaldlega ekki heimilt að kaupa á markaði á meðan fram- boðið á honum er í sögulegu lág- marki.“ „Það er furðulegt að hér geti stjórnvöld ekki gert neitt því lausn- irnar eru til. Það er svo langt síðan að nágrannalöndin lentu í þessu að þau hafa löngu gert ráðstafan- ir. Holland er gott dæmi því þar er mjög heilbrigður leigu-og séreigna- markaður. Hátt í 50% íbúða eru á leigumarkaði og um 30% þeirra eru í óhagnaðardrifnum leigufé- lögum, og það er einmitt það sem við höfum verið að kalla eftir síðan við stofnuðum félagið.“ Sjálfur nýbúinn að kaupa íbúð Jóhann hafði hugsað sér að vera áfram á leigumarkaði en eftir að hafa ítrekað misst íbúðir og hrak- ist á milli hverfa með fjölskylduna ákváðu þau hjónin að fjárfesta í lítilli íbúð í Árbænum fyrir skömmu. Hann er því að hætta sem formaður samtakanna. „Fyrir utan að framboðið er ekk- ert þá þarf núna í flestum tilfellum að afhenda leigusala launaseðla og sakavottorð. Leigusalinn get- ur verið hver sem er og mér finnst bara ekkert þægilegt að gefa þessar upplýsingar upp til hvers sem er. Og svo velja leigusalarnir þá sem þeir telja líklegasta til að standa skil á leigu og ganga vel um íbúðina og barnafólk er ekkert ofarlega á lista. Ég man eftir einni auglýsingu á þriggja herbergja íbúð í Garðabæ þar sem stóð: Vinsamlegast ekk- ert barnafólk,“ segir Jóhann Már en Samtök leigjenda hafa einmitt bent umboðsmanni barna á er- lendar rannsóknir sem sýna slæm áhrif tíðra flutninga á börn. Jóhann segir hag sinna eigin barna í raun hafa gert útslagið þegar ákvörðun- in um kaup voru tekin. Þau hjónin hafi flutt allt of oft á of fáum árum en nú séu börnin orðin of stór til að þola ástandið. „Við byrjuðum á að búa í Bryggjuhverfinu í Grafar- vogi, fórum svo í Bólstaðarhlíð, svo í Ártúnið, svo í Hraunbæ og þaðan í Mosfellsbæ og nú erum við komin aftur í Hraunbæinn. Þetta er bara á sex árum svo yngsta barnið mitt er búið að vera í skólum í fjórum hverfum. Yfirleitt hafa leigusalarn- ir gefið það í skyn að leigan sé til langtíma og að húsnæðið sé alls ekki á leið í sölu, en svo hefur það alltaf verið sett á sölu. Það voru mikil slagsmál að fá þessa íbúð en það hófst sem betur fer. En það eru ekki allir svo heppnir.“ „Við erum búin að vara við þessu frá stofnun fé- lagsins. Það er slegist um allar lausar íbúðir og allir tala um að það verði að byggja meira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.