Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017 VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Kosningar VR eru hafnar Nú er komið að því að félagsmenn VR velji formann og stjórn fyrir kjörtímabilið 2017 til 2019. Hægt er að kjósa til hádegis þriðjudaginn 14. mars á vr.is. Nýttu rétt þinn og hafðu áhrif! Aldrei séð það svartara Oktavía Guðmundsdóttir hjá Félagi einstæðra foreldra segir ástandið á húsnæðismarkaði sérlega erfitt fyrir þá sem eru einir með börn. „Þetta er gífurlegur vandi og ég hef aldrei séð það svartara. Það er skelfilegt að geta ekki boðið þeim sem leita til okkar upp á neitt húsnæði. Við átt- um neyðarhúsnæði sem var alltaf fullt þó það stæðist ekki nútímakröfur. Við seldum það því það þarfnaðist gífurlegs viðhalds. Nú er staðan þannig að það er svo lítið framboð af húsnæði á markaðnum og leiguverðið er svo hátt að margir einstæðir foreldrar sem til okkar leita, ráða ekki við þetta og eru á hrakhólum. Ein- stæðir foreldrar eru ekki endi- lega valdir fyrstir úr bunkanum þegar íbúðir eru auglýstar til leigu. Ég hef stundum ráðlagt fólki að finna sér einhverja fleiri til að leigja með og deila kostnaði, bara eins og í komm- únunum í gamla daga. Þó að það sé ekki óskastaða neins, þá er betra að deila kostnaði með öðrum. Samkeppnin á mark- aðnum er sérlega erfið fyrir einstæða foreldra.“ Þorsteinn Víglundsson félags- málaráðherra segir ábyrgð sveitarfélaganna langmesta. Hvað vilt þú segja við fólkið sem finnur ekki húsnæði í dag? „Það er alveg ljóst að grund- vallarvandi húsnæðismarkaðar- ins í heild, hvort sem horft er til leigu eða kaupa, er framboðs- skortur á nýju húsnæði. Það er sorglegt að sjá því þessi staða var algjörlega fyrirsjáanleg. Þetta er einmitt ástæða þess að ríkisstjórn- in setti sérstakan ráðherrahóp af stað um þetta neyðarástand. Hópurinn á að skila hugmyndum að tíu vel skilgreindum aðgerð- um til að bæta stöðuna eins hratt og við mögulega getum. En vandi húsnæðismarkaðarins er að þegar framboðsvandi er fyrir hendi þá tekur alltaf tíma að vinna úr því.“ En hvað vilt þú segja við fólk sem hefur fengið nóg af því að heyra um starfshópa og nefndir? „Númer eitt, tvö og þrjú er að svara þessum framboðsvanda sem er á markaðinum, og þar er ábyrgð sveitarfélaganna langsamlega mest. Það eru þau sem á endanum halda á skipulagsvaldinu. Þau eiga að tryggja nægt framboð lóða inn á fasteignamarkaðinn á hverjum tíma. Og því miður þá hefur orðið verulegur misbrestur þar á. Þetta er ástand sem við erum að reyna að ná utan um, í góðu samstarfi við sveitarfélögin. Við miðum að því að vera komin með aðgerð- aráætlun innan fjögurra vikna og hrinda svo aðgerðum beint í fram- kvæmd til að létta á þessu krísuá- standi eins hratt og kostur er.“ Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri í Reykjavík skorar á önnur sveitarfélög að ráðast á húsnæð- isvandann af sama krafti og Reykjavík. Hann segist átta sig á alvarleika vandans. Hvað vilt þú segja við fólkið sem finnur ekki húsnæði í dag? „Ég átta mig á alvarleika hús- næðisvandans og þess vegna er það og verður forgangsmál. Þetta verður ekki leyst nema með því að fjölga íbúðum. Við vitum að það eru margir í brýnni þörf. Við forgangsröðum í þágu þeirra sem standa verst og það eru mjög margir. Mér finnst mikilvægt að önnur sveitarfélög geri það líka því Reykjavík virðist vera eina sveitarfélagið sem er að fjölga félagslegu húsnæði fyrir þá sem standa verst. Við myndum ráða niðurlögum húsnæðisvandans ef önnur sveitarfélög tæki á hon- um af sama krafti og við erum að gera. Við erum að fjölga félagsleg- um íbúðum, búsetaúrræðum fyrir fatlaða, fjölga leiguíbúðum í sam- vinnu við verkalýðshreyfinguna fyrir þá sem eru með lægri og milliháar tekjur, stúdentaíbúðum og búseturéttaríbúðum í sam- vinnu við Búseta. Svo erum við í átaki við að skipuleggja ný svæði í Reykjavík, þannig að nægilega mikið byggist upp. Það er þörf Neyðarástand hjá þeim sem verst standa vegna þess að það er þörf fyrir húsnæði af öllu.” Eru fleiri aðgerðir væntanlegar? „Já, ég á von á því og hef rætt við nýjan húsnæðisráðherra um það. Ríkið á töluvert af lóðum í borg- arlandinu sem við höfum falast eftir í nokkur ár, svo sem Land- helgisgæslureitinn við Ánanaust, reitinn við Stýrimannaskólann, við Borgarspítalann, á Veður- stofuhæð og svæði í kringum listaháskólann í Lauganesi sem myndu vera mjög góðir til að þróa litlar stúdentaíbúðir og íbúðir fyr- ir ungt fólk.“ „Við myndum ráða niðurlögum húsnæðisvandans ef önnur sveitarfélög tækju á honum af sama krafti og við erum að gera.“ Mynd | Hari RÁÐAMENN SVARA: Aðgerðaráætlun innan fjögurra vikna „Þessi staða var algjörlega fyrirsjáanleg.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.