Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017 Hvað vill Óttar? Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir í samtali við Fréttatímann, aðspurð- ur um hvaða ráðleggingar stofn- unin veiti heilbrigðisráðuneytinu í málinu, að hann hafi sínar skoðanir á málinu sem hann kjósi að halda fyrir sig: „SÍ hefur sínar skoðanir á málinu, heldur betur. Við bend- um að sjálfsögðu á þau sjónarmið sem við teljum að taka þurfi tillit til í málinu. […] Ég hef ekkert frekar um málið að segja í raun fyrr en ráðherra hefur samband og segir hvað hann vill,“ segir Steingrímur Ari en heilbrigðisráðherra hefur bæði fundað með SÍ, Embætti land- læknis, Klíníkinni og fulltrúum frá Landspítala-háskólasjúkrahúsi um málið. Almennt um stöðuna í mál- inu segir Steingrímur Ari: „Það eru læknar sem starfa á Klíníkinni sem eru með samninga við okkur. Ráð- herra [Óttarr Proppé] er með málið til skoðunar og hann hefur bent á þessa staðreynd og hann hefur jafn- framt sagt að annað væri ekki á dag- skrá en að byggja á gildandi samn- ingi við sjálfstætt starfandi lækna. Lengra er málið ekki komið.“ Erfitt er að skilja þessi orð Stein- gríms með öðrum hætti en svo að hann meti afstöðu Óttarrs í mál- inu sem svo að hann muni sam- þykkja að Sjúkratryggingar Íslands geri umræddar aðgerðir á Klíník- inni. Á einum stað í samtalinu við Fréttatímann segir Steingrímur Ari: „Skoðun Sjúkratrygginga er ekkert annað en skoðun ráðherra.“ Óttar Proppé heilbrigðisráð- herra segir í svari sínu við orðum Steingríms Ara að læknar á Klíník- inni séu hluti af þeim sérgreina- læknum sem eru með ramma- samning við Sjúkratryggingar Íslands um að vinna tiltekin verk. Hann svarar engu um hvort þessi orð Steingríms þýði að hann ætli sér að láta Sjúkratryggingar Íslands semja við Klíníkina. Í óundirbún- Skilgreining heilbrigðis- ráðuneytisins á þjónustu Klíníkurinnar sem þjónustu læknastofu en ekki sjúkrahúss breytir miklu ef marka má orð Steingríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkratrygginga. Þá má líta á starfsemina eins og hvern annan einka- rekstur hjá sérfræði- læknum. Á myndinni sjást Ásdís Halla Braga- dóttir og Ásta Þórar- insdóttir, stofnendur Klíníkurinnar. um fyrirspurnartíma á Alþingi á mánudaginn gaf Óttarr ekki upp hvaða ákvörðun hann muni taka í málinu. Sumt á heima á Landspítalanum Í svörum starfandi forstjóra Landspítalans, Sigríðar Gunnars- dóttur, við fyrirspurn Fréttatím- ans um Klíníkurmálið og saman- burðinn á þeim rekstri og rekstri Stoðkerfa ehf. kemur fram að spítalinn hafi ekki einhverja hug- myndafræðilega afstöðu gegn einkarekstri og að ýmsa þjónustu spítalans væri hugsanlega betra að veita utan hans. Þetta á hins vegar ekki við um þá þjónustu sem Klíníkin ætlar að veita í tengsl- um við opnun legudeildar sinnar. „Yrði af þessum tilteknu áform- um þá mun það ekki einfalda eða létta undir með rekstri Landspít- ala, eins og fram er haldið, held- ur þvert á móti trufla hann. Einka- sjúkrahús sem sinnir einföldum liðskiptaaðgerðum myndi grafa hratt undan sérgrein sem sinn- ir sérhæfðum hópi sjúklinga á Landspítala. Flóknari aðgerðir og öll bráðaþjónusta þyrftu áfram að vera á Landspítala en sjúklingar sem á slíkum aðgerðum þurfa að halda myndu fljótt líða fyrir það að bæklunarsérgreinin væri orðin veikari á spítalanum.“ Sigríður segir að Landspítalinn hafi tjáð heilbrigðisráðherra þetta mat forsvarsmanna spítalans. Óttarr væri því að fara gegn mati og áliti forsvarsmanna Landspít- alans ef hann heimilar Klíníkinni að opna legudeildina og gera um- ræddar aðgerðir með kostnaðar- þáttöku ríkisins. Samningar Sjúkratrygginga um þá þjónustu sem Stoðkerfi ehf. veita hafa aftur á móti ekki ver- ið umdeildir í gegnum árin. Árið 2015 sagði Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, til dæmis í samtali við Stundina að almenn ánægja væri með sam- vinnuna við fyrirtækið. „SÍ annast kaup á heilbrigðisþjónustu og hef- ur stofnunin m.a. það hlutverk að skilgreina þjónustuna sem keypt er og að verðleggja hana, líkt og gert er í samningum SÍ og þjónustuveit- enda. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem velferðarráðuneytið hefur frá SÍ benda athuganir stofnunar- innar til þess að þjónustan sem hér um ræðir [þjónusta Stoðkerfa ehf.] sé bæði góð og hagkvæm fyrir sjúk- linga og fyrir sjúkratryggingar.“ Út frá því sem Sigríður Gunnars- dóttir segir þá er sú hætta hins vegar fyrir hendi að sömu forsend- ur eigi ekki við um starfsemi Klíníkurinnar og Stoðkerfa og að opnun sjúkrahúss með kostnað- arþáttöku íslenska ríkisins myndi grafa undan starfsemi Landspít- alans en þetta hefur ekki gerst í tilfelli Stoðkerfa ehf. miðað við hvernig ráðherra talaði um það fyr- irtæki. „Ég hef ekkert frekar um málið að segja í raun fyrr en ráðherra hefur sam- band og segir hvað hann vill. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.