Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 20
Markmið Frjálsrar fjöl-miðlunar, samtaka til stuðnings frjálsrar og óháðrar blaðamennsku, verður fyrst um sinn að efla rit- stjórn Fréttatímans. Ef vel til tekst við uppbyggingu samtakanna munu þau í framtíðinni styðja við bakið á fleiri ritstjórnum og veita öðrum verkefnum brautargengi. Undanfarið ár hefur komið í ljós um öll Vesturlönd að fjárhags- legur styrkur fjölmiðla er ekki sá sami og áður var. Þeir geta ekki óstuddir staðið undir sambæri- legri almannaþjónustu og þeir gerðu á seinni hluta síðustu aldar. Ritstjórnir hafa veikst, reynsla tapast og geta minnkað. Fjölmiðlar sem ekki ná endum saman hafa í auknum mælið leitað til fjársterkra sérhagsmunaaðila sem sjá sér hag af því að hafa áhrif á umræðuna. Þeir geta borið tap af fjölmiðlum ef rekstur þeirra tryggir hagsmuni þeirra. Líklega er þetta ástand hvergi jafn augljóst og á Íslandi. Frá Hruni hafa sérhagsmunaaðilar fjárfest þúsundir milljóna í fjöl- miðlum á sama tíma og rekstur þeirra hefur sífellt gengið verr og nánast ómögulegt er orðið að sýna fram á að fjölmiðlar geti lifað sjálf- stæðu lifi á markaði. Að óbreyttu mun þessi þróun aðeins leiða til þess að svo til öll umræða í samfélaginu fari í gegnum fjölmiðla í eigi sérhags- munaaðila. Það er hættulegt lýð- ræðinu. Eitt einkenni samfélagsþróunar liðinna áratuga er að sífellt fleiri verkefni hafa verið flutt frá stjórn- völdum og út á markaðinn. Slíkt hefur stundum reynst vel, þegar markaðurinn er þroskaður, og fjöl- margir jafnstæðir aðilar keppa þar og jafn jafnstæðir einstaklingar velja sér vörur og þjónustu. Fáir markaðir eru hins vegar svona þroskaðir, og allra síst hér í fá- menninu. Tilfærsla ákvarðana frá stjórn- völdum til markaðar er því í mörg- um tilfellum tilfærsla frá vett- vangi þar sem hver maður er eitt atkvæði á vettvang þar sem hver króna er eitt atkvæði. Sá fyrri á að tryggja jafna aðkomu allra manna en hinn síðari tryggir best hag þess sem efnaðastur er. Á vett- vangi stjórnmála geta hinir verr settu nýtt sér samtakamáttinn en það er flóknara úti á markaðnum. Í stað þess að gengi krónunn- ar sé ákvarðað af stjórnvöldum er það látist ráðast af markaðs- aðstæðum þar sem hinn efnaði spákaupmaður hefur mest vald, ekki almenningur eða fyrirtæki sem eiga allt sitt undir gengissveifl- um. Í stað þess að stjórnvöld taki ákvörðun um að byggja upp ör- uggt og ódýrt húsnæði fyrir tekju- lægsta þriðjunginn, sem aldrei getur tryggt sér það á óheftum húsnæðismarkaði, er örfáum leig- ufélögum falið ægivald á íbúða- markaði og yfir lífi fólks. Svo dæmi séu tekin af því hvern- ig við höfum flutt samfélagslegar ákvarðanir frá vettvangi stjórn- málanna, þar sem hver maður er jafn, og út á markaðinn þar sem hinn sterkasti ræður mestu. Þótt þetta væri ekki ástandið væri sú þróun að fjölmiðlarnir hefðu færst í hendur sérhagsunaaðila nógu slæmt; en undir þessari þró- un er það skelfilegt. Við getum spurt okkur hversu mikil umræða hafi verið um það á liðnum árum hvernig skattar á fyr- irtæki og fjármagn voru lækkaðir á fyrstu árum þessarar aldar og fótunum kippt undan tekjuöflun ríkissjóðs svo velferðarkerfið hefur verið í vörn síðan. Við getum spurt hvort umræðan um húsnæðismál hafi verið út frá hagsmunum hinna stærstu á markaðnum eða út frá hagsmunum þeirra þúsunda fjöl- skyldna sem eru í húsnæðishrakn- ingum. Það eru efnahagslegar hamfarir þegar húsaleiga á lítilli íbúð tekjulágrar fjölskyldu hækkar um 30 þúsund krónur á mánuði. Það getur munað því hvort fjöl- skyldan eigi fyrir mat seinni hluta mánaðarins. Við getum spurt okkur hvers vegna rætt er um að ríkið selji banka en enginn getur rökstutt hvers vegna. Við getum spurt hvers vegna ríkisstjórnin vill auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu án þess að hafa sýnt fram á að það gagnist almenningi. Við getum spurt að svona hlutum, og þótt alltaf megi finna undantekningar, þá mun renna upp fyrir okkur að stór hluti samfélagsumræðunn- ar fer fram á forsendum sérhags- muna og hinna sterku. Fréttatíminn er fríblað, sem borið er út í hvert hús á höfuð- borgarsvæðinu tvisvar í viku og er aðgengilegt á Netinu og fjölförn- um stöðum víða um land. Efling útgáfu þess mun ekki umturna samfélaginu en samt hafa sín áhrif til þess að halda á lofti almanna- hag gegn sífellt öflugri málflutningi sérhagsmuna. Gunnar Smári FRJÁLS FJÖLMIÐLUN STYRKIST lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir 20 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017 551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 12/3 kl. 13:00 Sun 26/3 kl. 13:00 Sun 2/4 kl. 13:00 Sun 12/3 kl. 16:00 Sun 26/3 kl. 16:00 Sun 2/4 kl. 16:00 Sun 19/3 kl. 13:00 Lau 1/4 kl. 13:00 Sun 9/4 kl. 13:00 Sun 19/3 kl. 16:00 Lau 1/4 kl. 16:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Húsið (Stóra sviðið) Fös 10/3 kl. 19:30 Frums Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Fim 30/3 kl. 19:30 6.sýn Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Tímaþjófurinn (Kassinn) Fös 24/3 kl. 19:30 Frums Þri 4/4 kl. 19:30 6.sýn Fös 21/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 6/4 kl. 19:30 7.sýn Lau 22/4 kl. 19:30 Mið 29/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 7/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 27/4 kl. 19:30 Fim 30/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 9/4 kl. 19:30 9.sýn Fös 31/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 19/4 kl. 19:30 10.sýn Einstakt verk um ástina  um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 11/3 kl. 19:30 Lau 25/3 kl. 20:00 Varmahlíð Lau 18/3 kl. 20:00 Egilsstaðir Lau 1/4 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 11/3 kl. 19:30 aukasýn Allra síðasta sýning! Óþelló (Stóra sviðið) Fös 17/3 kl. 19:30 Sýningum lýkur í mars! Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 17/3 kl. 20:30 Fös 24/3 kl. 20:30 Fös 10/3 kl. 22:30 Fös 17/3 kl. 23:00 Fös 24/3 kl. 23:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Lau 18/3 kl. 20:00 Lau 25/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 22:30 Lau 18/3 kl. 22:30 Lau 25/3 kl. 22:30 Fim 16/3 kl. 20:00 Fim 23/3 kl. 20:30 Fim 30/3 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 15/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Lau 13/5 kl. 17:00 Sun 14/5 kl. 17:00 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Úti að aka (Stóra svið) Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Fös 24/3 kl. 20:00 aukas. Mið 5/4 kl. 20:00 aukas. Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn Fim 6/4 kl. 20:00 aukas. Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn. Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Þri 28/3 kl. 20:00 aukas. Fim 20/4 kl. 20:00 aukas. Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fös 21/4 kl. 20:00 aukas. Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas. Sun 23/4 kl. 20:00 aukas. Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Lau 1/4 kl. 20:00 aukas. Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir. Elly (Nýja sviðið) Mán 13/3 kl. 20:00 Fors. Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fös 28/4 kl. 20:00 16.sýn Þri 14/3 kl. 20:00 Fors. Fös 31/3 kl. 20:00 7. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 17.sýn Mið 15/3 kl. 13:00 Fors. Lau 1/4 kl. 20:00 8. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 18.sýn Fim 16/3 kl. 13:00 Fors. Þri 4/4 kl. 20:00 9. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Fös 17/3 kl. 20:00 Fors. Mið 5/4 kl. 20:00 10. sýn Lau 6/5 kl. 20:00 19.sýn Lau 18/3 kl. 20:00 Frums. Fim 6/4 kl. 20:00 11. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 20.sýn Sun 19/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Þri 21/3 kl. 20:00 3. sýn Lau 8/4 kl. 20:00 12. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 22.sýn Mið 22/3 kl. 20:00 aukas. Þri 11/4 kl. 20:00 aukas. Fös 12/5 kl. 20:00 23.sýn Fös 24/3 kl. 20:00 4. sýn Fös 21/4 kl. 20:00 13. sýn Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Lau 25/3 kl. 20:00 5 sýn Lau 22/4 kl. 20:00 14. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn Sun 26/3 kl. 20:00 6. sýn Sun 23/4 kl. 20:00 15 sýn Fös 19/5 kl. 20:00 31. sýn Þri 28/3 kl. 20:00 aukas. Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Samstarfsverkefni við Vesturport MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 8/4 kl. 20:00 Lau 6/5 kl. 20:00 Mið 24/5 kl. 20:00 aukas. Þri 11/4 kl. 20:00 Fös 12/5 kl. 20:00 Fim 25/5 kl. 20:00 167 s. Mið 19/4 kl. 20:00 Lau 13/5 kl. 13:00 aukas. Fös 26/5 kl. 20:00 176 s. Lau 22/4 kl. 20:00 Fös 19/5 kl. 20:00 112 s. Lau 27/5 kl. 20:00 157 s. Fös 28/4 kl. 20:00 Lau 20/5 kl. 13:00 57 s. Sun 28/5 kl. 20:00 aukas. Glimmerbomban heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 12/3 kl. 13:00 aukas. Lau 1/4 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 97 s. Sun 19/3 kl. 13:00 aukas. Lau 8/4 kl. 13:00 86 s. Sun 7/5 kl. 13:00 85 s. Sun 26/3 kl. 13:00 aukas. Sun 23/4 kl. 13:00 102 s. Sun 14/5 kl. 13:00 123 s. Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Sun 12/3 kl. 13:00 11. sýn Sun 26/3 kl. 13:00 aukas. Lau 8/4 kl. 13:00 aukas. Sun 19/3 kl. 13:00 Táknmáls. Lau 1/4 kl. 13:00 aukas. Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Illska (Litla sviðið) Fös 10/3 kl. 20:00 Lau 18/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Lau 1/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar - Aðeins þessar sýningar Fórn (Allt húsið) Fim 16/3 kl. 19:00 Frums. Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn Fim 23/3 kl. 19:00 2. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Þri 21/3 kl. 10:00 Mið 22/3 kl. 11:30 Fim 23/3 kl. 13:00 Þri 21/3 kl. 11:30 Mið 22/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 10:00 Þri 21/3 kl. 13:00 Fim 23/3 kl. 10:00 Fös 24/3 kl. 11:30 Mið 22/3 kl. 10:00 Fim 23/3 kl. 11:30 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.