Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 44
8 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017FERMINGAR Rúmin fyrir fermingarbörnin fara stækkandi Rekkjan er sérverslun staðsett á horni Ármúla og Grensásvegar við Ármúla 44. Verslunin sérhæfir sig í heilsurúmum og öllu sem viðkemur svefni og svefnherberginu. Unnið í samstarfi við Rekkjuna. Í Rekkjunni er lögð rík áhersla á frábæra þjónustu á góðu verði. Kristján Þór Jónsson afgreiðslumaður hjá Rekkj-unni er vanur að ráðleggja fólki um hvaða rúm henti hverj- um og einum. Þegar hann var spurður að því hvort hann merkti einhverjar breytingar á því hvaða rúm fólk kaupi fyrir fermingar- börnin segir Kristján. „Við finnum fyrir því í ár að fermingarbörnin vilja fara í svo- lítið stærri rúm. Jafnvel alveg upp í 150 cm á breidd. Hér áður fyrr voru það 90 cm eða 120 cm sem eru þessi klassísku ferm- ingarrúm. Fólk er að átta sig á því hvað rúmið er mikilvægt og hvað krakkarnir eyða miklum tíma í rúminu.“ Börn eru sem sagt ekki bara að sofa í rúminu? „Nei langt því frá. Krakkarnir eru mikið uppí rúmi með fartölv- una eða ipadinn eða hvað sem það er. Skrifborðið er svolítið að detta út eða á að minnsta kosti undir högg að sækja, enda eru þau aðallega notuð til að geyma föt núorðið og því hefur skrif- borðið farið út og rúmið fengið að vera stærra. Krakkarnir hafa sem sagt aðallega verið að nota skrifborðið til þess að geyma föt- in, því eru þau að detta út úr her- berginu og stærri rúm að koma í staðinn. Unglingarnir eru því með stærri rúm og fötin inni í skáp,“ segir Kristján. Meðalmaður eyðir að jafnaði þriðjungi ævi sinnar í rúminu sínu. Þess vegna er svo mikil- vægt að velja rúmið sitt vel og vita að hverju maður þarf að huga? „Það er rosalega mikilvægt að rétt rúm sé valið. Þetta eru í raun engin geimvísindi, þetta snýst um það að rassinn fái að fara ofan í dýnuna og að bak- ið elti ekki og að dýnan veiti góðan stuðning við mjóbakið. Í hliðarlegu er mikilvægt að öxl- in og mjöðmin nái að fara ofan í dýnuna þannig að það komi ekki sveigur á hrygginn. Einnig er mikilvægt að þegar maður liggur á bakinu að dýnan fylgi upp und- ir hnésbæturnar ef það gerir það ekki þá stoppar það blóðrásina niður í bak,“ segir Kristján. Þarf maður að hafa eitthvað sérstakt í huga þegar kemur að því að velja rúm fyrir fermingar- barnið? „Þau þola yfirleitt stífari dýn- ur heldur en við fullorðna fólkið. Mín tilfinning er sú að strákar taki stífari dýn- ur heldur er stelpurnar án þess að ég ætli að alhæfa um það mál.“ Eruð þið með einhverjar aðrar vörur en rúmin sem eru vinsælar ferm- ingagjafir? Sængurfötin eru alltaf svakalega vinsæl, fólk er farið að átta sig á því að gott lak skiptir rosalega miklu máli. Góð dúnnsæng er líka frábær fermingargjöf, eins eru heilsukoddarnir mikið teknir fyrir fermingarbörnin.“ segir Kristján. Það þarf vart að taka það fram að Rekkjan verður með mikið af frábærum fermingartilboðum. Kristján hvetur fólk til þess að kíkja við í versluninni í Ármúlan- um og kynna sér úrvalið og ferm- ingartilboðin. Allar nánari upplýsingar má nálgast á www.rekkjan.is „Fólk er að átta sig á því hvað rúmið er mikilvægt og hvað krakkarnir eyð a miklum tíma í rúminu.“ Veislan Oft er búið að bóka sal fyrir veisluhöld með löngum fyrirvara. Aðrir kjósa að halda veisluna heima í stofu. Ef veislan er fjölmenn getur verið kostur að leita til nákominna um aðstoð eða kaupa tilbúinn mat. Búðu til tímaáætlun svo allt verði örugglega tilbúið þegar fyrsta gestinn ber að garði. Fatnaður Huga þarf að sparifötum fyrir fermingarbarnið og myndatökuna. Hárgreiðsla Það getur verið gott að tryggja sér tíma með góðum fyrirvara fyrir fermingardaginn. Gjafir Hvers óskar fermingarbarnið sér í gjöf? Gott að út- búa lista fyrir ættingja og vini. Algengt er að gestir séu óöruggir um hvað fermingarbarnið vill svo allar upplýsingar eru gagnlegar. Skreytingar Á að skreyta hlaðborðið með blómum eða borðum? Blómaverslanir og föndurbúðir eru með úrval af hug- myndum af fylgihlutum fyrir skreytingar. Skart Verður fermingarbarnið með sérstakt hálsmen á fermingardaginn? Boðskort Prent- og ljósmyndaverslanir bjóða upp á þægilega þjónustu þegar að kemur að hönnun boðskorta. Sálmabók Margir láta skrautrita nafn fermingarbarnsins ásamt dagsetningu. Servíettur Langar þig að prenta texta á servíetturnar? Prent- verslanir og blómabúðir bjóða upp á slíka þjónustu. Fermingartertan Það er gott að gefa sér tíma til að skoða úrval og verð á fermingartertum. Myndataka Margir pússa upp fjölskylduna og skella sér í mynda- töku í tilefni fermingarinnar. Kerti Fermingarkertið er oft skreytt með skrautskrift. Hægt er að föndra eigið eða kaupa tilbúið. Ekki gleyma neinu! Við undirbúning fermingarveislunnar er gott að vera með allt sitt á tæru og passa að ekkert gleymist. Hér er einfaldur tékklisti yfir það sem algengt er að huga að fyrir fermingarveislur. NÝJAR SUMAR VÖRUR Dæmi um 2x160 auglýsingu Lógó er helmingurinn af breid in i miðjusett - tagline ekki minna n 6 pt Lógó svart með hvítu eða hvítt með svörtu Litaður flötur (80% transparent) kemur yfir neðri helming m ndar en hæð æðs af mynd og magni af texta. Skálína í öfuga átt miðað við lógó (sami halli) Fyrirsögn í sama lit og litaflötur (litur dreginn úr myndinni) Letur: Cooper Hewitt Light hástafir (áhersluorð mega vera í Medium) Ef bakrunnur er hvítur þá á að vera svartur rammi, 0,5 pt. Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.