Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017 Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Hver er tilgangur okk-ar í lífinu? Þessari stóru spurningu er vandsvarað en Frétta-tíminn leitaði til lífs- reynds fólks úr ólíkum áttum og spurði það hvað því fyndist hafa veitt þeim tilgang og hlutverk í líf- inu. Svörin voru jafn ólík og við- mælendurnir margir en þó var skýr rauður þráður sem snerist um að afkvæmi og fjölskylda var alltaf það sem fyrst var nefnt. Óháð því hvernig lífi fólk hefur lifað og hvernig afkomendunum hefur vegnað, eru börnin það sem fólk nefnir skilyrðislaust sem það sem hefur gefið þeim hlutverk og ástæðu til að lifa. Samhljómurinn snýst einnig um að fólk nærist á því að hafa hlutverki að gegna gagnvart öðr- um og að tilheyri samfélagi, fjöl- skyldu eða umhverfi, vinnustað eða hverskyns hópi. Í forsíðugrein New Scientist í jan- Hvers vegna er ég hér? Þeir sem upplifa að þeir hafi tilgang og hlutverk í lífinu líður betur, sofa betur, njóta kynlífs betur og eiga auðveldara með að losna undan fíkn. Þeir geta meira að segja þénað betur en þeir sem finna ekki sinn tilgang í lífinu. Í meira en 70 ár hafa rannsóknir sýnt fram á að þeir sem hafa eitthvað að lifa fyrir, njóti heilsufarslegs ávinnings af því. „Tilgangur lífsins er mér hulinn, eins og flestum öðrum mönnum, en fyrir mér er kærleikurinn það afl sem ger- ir lífið gott og þess virði að lifa því. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Þegar árin færast yfir þá sér maður að margt sem maður hélt að væri svo mikilvægt í lífinu þegar maður var yngri, er það í raun og veru ekki þegar upp er staðið. Það er vissu- lega skemmtilegt að hafa haft tæki- færi til að mennta sig, gera það sem hugurinn stendur til og taka þátt í samfélag inu með góðu fólki. Það eru beinlínis forréttindi og ég er svo lánsöm að hafa notið þess. En þegar ævin líður finnst mér fjöl- skyldan og vinirnir verða mikilvægari og mikilvægari, eða ég skynja það kannski bara betur með meiri þroska. Barnabörnin og velferð þeirra skipta mig miklu máli. Það skiptast auðvit- að á skin og skúrir í lífinu. Ekkert er þungbærara en sorgir og áföll sem tengjast fjölskyldunni og börnunum manns. Að sama skapi er hamingjan mikil þegar vel gengur hjá öllum. Það er líka mjög dýrmætt að eiga góða vini, sem aldrei bregðast, sama hvað á dynur. Svo er það stöðug áskorun að reyna að verða betri manneskja, með kærleikann að leiðarljósi. Maður gerir eins vel og maður getur, en það má sjá það í heiminum í dag, hvað þetta gengur erfiðlega hjá mörgum.“ Er til fyrir maka, foreldra og bróður „Fólkið í kringum mig hefur gefið mér hlutverk í lífinu. Þeir sem standa mér næst og mér líður vel með. Ég upplifi að ég hafi hlutverki að gegna gagn- vart maka mínum, foreldrum mínum og bróður. Mér finnst það stórt hlut- verk. Mér hefur líka þótt mikilvægt að vera ánægður í því sem ég er að gera, því annars finnur maður fyrir til- gangsleysi. Ég hef verið svo heppinn í lífinu að hafa haft tök á að gera það sem mér finnst vera skemmtilegt. Ég hef starfað hjá Icelandair í 16 ár og þar finnst mér ég hafa fengið gott hlutverk líka. Ég hef fengið að taka þátt í skemmtilegum verkefnum, sem alls ekki öllum býðst á lífsleiðinni. Meðal annars hef ég fengið að fara tvisvar sinnum í heimsferðir og kom- ið á staði sem fólk fær ekki endilega tækifæri á að heimsækja. Áður starf- aði ég hjá Vidal Sassoon sem gaf mér kost á að búa í Þýskalandi og kynnast þar mörgu spennandi. Þetta eru allt hlutir sem ég er þakklátur fyrir og hafa veitt mér þá tilfinningu að hafa einhvern tilgang.“ Símon Ormarsson Flugþjónn hjá Icelandair Með þroskanum verður fólkið mikilvægara Erna Indriðadóttir framkvæmdastjóri Lifðu núna úar er fjallað um fjölmargar nýjar rannsóknir á mikilvægi hlutverks- ins. Niðurstöður þeirra benda til að fólki finnist mikilvægast af öllu að hafa eitthvað til að lifa fyrir. Því er haldið fram að það, að hafa til- gang og hlutverk, stuðli að lengra og betra lífi. Á ensku er orðið pur- pose notað yfir það sem sem hér er rætt um sem tilgangur eða hlut- verk. Sumir leita tilgangsins í trú, aðrir í starfi, peningum, fjölskyldu eða ævintýrum. Þó að það hljómi hástemmt að leita að hlutverki sínu í lífinu, sýna sífellt fleiri rannsóknir að það að hafa hlutverki að gegna, hafi marg- vísleg jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Þeir sem telja sig hafa fundið hlutverk sitt og tilgang í lífinu, sofa betur, njóta kynlífs betur og lifa lengur. Hlutverk og tilgangur dregur úr líkum á hjarta- áfalli og þunglyndi, það auðveldar fólki að losna undan fíkn og þeir sem þjást af sykursýki eiga auð- veldara með að stjórna blóðsykri sínum. „Sá lyfjaframleiðandi sem gæti framleitt lyf sem toppar slík- an ávinning, myndi græða á tá og fingri,“ segir í greininni. Rannsóknir á mikilvægi hlut- verksins, hófust með Austurríkis- manninum Viktor Frankl, sem lifði af fernar útrýmingarbúðir nasista. Hann tók eftir því að sumir með- fangar hans í búðunum voru marg- falt líklegri til að lifa af en aðrir. Þeir sem höfðu ekkert að lifa fyrir, féllu fyrstir. Lífsþrekið reyndist meira meðal þeirra sem höfðu tilgang og mikilvægu hlutverki að gegna. Í nýrri fræðigreinum um hlut- verkið er það skilgreint sem stefna í lífinu, langtímamarkmið sem hverfist um megingildi einstak- lingsins, það sem er honum kær- ast og gerir líf hans þess virði að lifa því. Rannsóknir Patrick Hill við Washington University í St. Lou- is, benda til að fólk sem upplifir að það hafi mikilvægu hlutverki að gegna, virðist meira að segja þéna betur en þeir sem finna fyrir til- gangsleysi. Margþættar rannsóknir Steven Cole við Kaliforníuháskóla í Los Angeles, hafa einnig styrkt nú- tímakenningar um mikilvægi og heilsufarslegan ávinning hlut- verksins. Með því að einbeita þér að einhverju jákvæðu og meiru en sjálfum þér, er líklegt að þú finnir líffræðilegan ávinning. Upplifunin af því að hafa tilgang og hlutverk, hafi margþætt og jákvæð áhrif á heilastarfsemina. „Það sem þér þykir mikilvægt getur meira að segja rutt úr vegi ótta þínum gagn- vart öðru,“ segir Cole. Hill fullyrðir að jafnvel þótt upp- lifunin af því hafa hlutverk geti minnkað og breyst milli æviskeiða og þá sérstaklega við eftirlaunaald- ur, sé hinn jákvæði ávinningur af hlutverkinu jafn mikill meðal þeirra sem eru tvítugir og sjötugir. „Með öðrum orðum, það er aldrei of seint að leita að tilgangi lífsins.“ Þó að það hljómi hástemmt að leita að hlut- verki sínu í lífinu, sýna sífellt fleiri rannsóknir að það að hafa hlutverki að gegna, hafi margvísleg já- kvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Þeir sem telja sig hafa fundið hlut- verk sitt og tilgang í lífinu, sofa betur, njóta kynlífs betur og lifa lengur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.