Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017 VÖNDUÐ JEPPADEKK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.com VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA. STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU. ÖLL ALMENN DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 Sinn eigin herra í seiðandi sveit Veitingamaðurinn Dóri sem margir þekkja úr Mjóddinni, nefnir eins og margir aðrir að börnin hans hafi gefið honum tilgang í lífinu. Hann segist lánsamur að hafa eignast tvær dæt- ur og fjögur barnabörn. „Ég held að það sem skipti mestu máli sé að sjá börnin sín komast vel á legg og að þeim vegni vel. Það hefur gengið vel og verið mér mjög mikilvægt að koma mínum vel fyrir til framtíðar. Senni- lega er það það skásta sem ég hef gert og mitt mikilvægasta hlutverk, að hjálpa þeim áfram í lífinu. Auð- vitað koma upp allskonar vandamál þegar börnin eru að vaxa úr grasi, þegar þau þurfa að eignast húsnæði og verða sjálfstæð. Mér finnst gott að vita til þess að maður hafi getað verið „Því er fljótsvarað hvað hefur gefið lífi mínu tilgang. Ég er svo lánsöm að hafa eignast fjögur heilbrigð og greind börn. Þegar uppi er staðið þá eru það þau og barnabörnin sem ég hef lifað fyrir. Ég fékk að halda öllum mínum börnum og hef reynt að gera allt sem ég gat til að þeim liði vel. Það er fullnæging í lífinu að sjá börnin sín komast á legg, vaxa og dafna og fjarlægjast mann á eðlilegan hátt þegar þau verða sjálfbjarga. Sá sem á heilbrigða fjölskyldu getur ekki leyft sér að kvarta. Þegar börnin eru heil- brigð kemur hamingjan að sjálfu sér. Fyrir mér var mikilvægast að styrkja og styðja börnin í því sem þau vildu gera. Ég reyndi að gera það þó að ég hafi nú ekki verið efnuð. Það gaf lífi mínu tilgang. Mér fannst þungbært að missa maka minn til 45 ára, en ég hefði ekki afborið að missa frá mér barn. Ég hef getað notið lífsins af því að allir af- komendur mínir voru heilbrigðir. Svo finnst mér það ekki lítils virði að sjá sólina koma upp á daginn, nú þegar ég er orðin 83 ára gömul. Draga frá og finna birtuna gægjast inn. Það er heldur ekki sjálfgefið að maður hafi þrek í að mæta daglega í vinnuna og standi hér og þrífi glugga við Halldór Þórhallsson matreiðslumaður hjá Dóra Þegar Bjarnheiður Júlía er spurð að því hvað hafi gefið lífi hennar tilgang og merkingu, stendur ekki á svari. „Mér detta auðvitað fyrst í hug börnin og barnabörnin. Þau eru það allra mikilvægasta. En þegar ég hugsa um það þá er það líka sveitin. Hún er svo friðsæl og mér hefur fundist yndislegt að geta verið sjálfs míns herra í þessu fallega umhverfi, að hafa getað haft börnin hérna hjá mér allan daginn og hafa ekki þurft að senda þau í burtu í leikskóla. Þau voru bara með manni í einu og öllu. Uppeldið á börnunum verður allt öðruvísi í svona aðstæðum. Nú eru sérfræðingarnir farnir að segja að börnin séu best geymd hjá manni, ef þau eru sem mest með manni. Ég á fimm börn og þó að þau hafi farið í skóla og svona, þá tengjast þau öll sveitinni sterkum böndum. Þau hafa öll spjarað sig vel og mér sýnist þau bara vera góðir samfélagsþegnar. Ég hefði ekki viljað annan stað til að ala mín börn upp. Fólkið í sveitinni og samheldnin hefur líka skipt mig miklu máli. Nágranni minn sem býr við hliðina á mér, hjálpaði manninum mínum að byrja að ganga og síðar stíga sín fyrstu skref í búskapnum. Maðurinn minn fór aldrei í neinn bændaskóla, hann lærði þetta allt af nágranna okkar. Svo hefur umhverfið, náttúran og fjöllin seiðandi áhrif og mér finnst þau passa okkur og vera okkar bestu og kærustu vinir.“ Ef börnin eru heilbrigð kemur hamingjan af sjálfu sér Bjarnheiður Júlía Fossdal bóndi á Melum í Árneshreppi Fjóla Magnúsdóttir í Antíkhúsinu. Gott að vera bakhjarl og með ánægt starfsfólk Hvers vegna er ég hér? Skólavörðustíginn, komin á þennan aldur.” einhverskonar bakhjarl og að hægt sé að treysta á mann. Konan mín, Stefanía Þóra Flosa- dóttir, hefur verið mín stoð og stytta í tæp fjörutíu ár. Við höfum átt farsælt hjónaband og höfum rekið fyrirtæk- ið saman. Hún hefur líka gefið mér ákveðinn tilgang. Svo hef ég verið heppinn að hafa getað unnið við það sem ég lærði, og það hefur gefið mér ákveðna fyllingu. Það hefur skipt mig gríðarlega miklu máli að hafa fólk í vinnu sem er ánægt og vita að maður geri vel við það. Ég reyni að haga mér þannig að öllum líði vel, að starfsfólk hafi gaman af því að koma í vinnuna og vera í vinnunni. Þau virð- ast vera glöð enda er starfsaldur hjá starfsmönnum okkar mjög langur eða um 8-13 ár.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.