Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017 ÞINN AÐGANGUR AÐ MENNINGARLÍFI BORGARINNAR UPPLIFUN, INNBLÁSTUR OG NÝ ÞEKKING ALLA DAGA ÁRSINS facebook.com/menningarkort #menningarkort @menningarkort menningarkort.is Á hrakhólum með tvö börn Silja Pálsdóttir er einstæð tveggja barna móðir sem missir leiguhús- næði sitt í Grafarvogi 1. júní. Þrátt fyrir að 150 manns séu búnir að deila húsnæðisauglýsingu hennar á Facebook, hefur henni ekki borist ein ábending um íbúð. „Leitin hefur engan árangur bor- ið,“ segir Silja sem biðlar til vina sinna á Facebook um að aðstoða sig við leit að þriggja herbergja íbúð fyrir sig og börnin sín tvö. Hún hefur verið á almennum leigumarkaði frá árinu 2012 þegar hún flutti út úr námsmannaíbúð. „Þá var ég einstæð með eitt barn og annað á leiðinni. Stöðu minn- ar vegna gat ég ekki annað gert en að þiggja það sem bauðst. Ég fékk á endaum íbúð í Grafarvogi, langt frá fjölskyldu og vinum sem bjuggu ýmist á Álftanesi, Kópavogi eða Hafnarfirði. En ég var heppin og fékk íbúð á leigu sem hentaði okkur vel. Hér hafa börnin mín því alist upp og þekkja ekkert annað. Sonur minn á að byrja í Rimaskóla í haust ásamt öllum vinum hans úr hverfinu. Svo kom skellurinn um helgina, íbúðin fer á sölu og við þurfum að flytja út.“ Silja er í hönnunarnámi og hef- ur ávallt unnið með skólanum. „Auðvitað hefur þetta stundum verið erfitt en ég hef alltaf látið þetta ganga. Ég veit hinsvegar ekki hvernig ég á að fara að því að láta hlutina ganga miðað við leigu- verðið í dag. Ódýrasta íbúðin sem ég hef fundið var 200 þúsund.“ Einstæð móðir er ráðþrota eftir að henni var sagt upp í núver- andi leiguhúsnæði. Hún datt út úr háskólanámi eftir að hún veiktist af krabbameini fyrir nokkru og í kjölfarið missti hún íbúðina. Konan á unglingsdóttur og hafa mæðgurnar búið í tveggja herbergja íbúð og deilt rúmi undanfarin ár. Konan er á miðjum aldri og á tvö börn. Annað er farið að heiman en yngra barnið sem er á ung- lingsaldri, býr hjá móður sinni. Móðirin vill ekki koma fram und- ir nafni, segist vera of vængbrotin og viðkvæm í svona erfiðri stöðu. Hún er heilbrigðismenntuð og var í háskólanámi þegar hún greindist með krabbamein. Því fylgdi kostnaðarsöm læknismeð- ferð, skurðaðgerðir og endurhæf- ing. Allt tók þetta sinn toll og gat konan því ekki lokið áföngunum í náminu sem hún var skráð í. Auk þess sagði leigusalinn henni upp og af því að hún hefur ekki fundið nýja íbúð er hún á þriðju undanþágu frá því að rýma íbúðina. Eftir örfáar vikur verða mæðgurnar húsnæðislausar. „Ég hef verið á biðlista hjá Félagsbú- stöðum í þrjú ár, frá því áður en ég byrjaði að kljást við veikindin. Enn eru um þúsund manns á undan mér í röðinni. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er byrjuð að pakka niður dótinu mínu en ég veit ekkert hvert ég á að fara með það.“ Konan hefur búið í tveggja herbergja íbúð með dóttur sinni undanfarin ár. „Það hefur auð- vitað verið erfitt að búa svona þröngt í veikindunum og deila rúmi með unglingsdóttur minni. Við höfum búið á sjö stöðum undanfarin fjögur ár. Barnið mitt þarf að fara að eignast heimili, fá að hengja upp myndir og skjóta rótum. Ég finn að eftir veikindin er ég að því komin að gefast upp. Mér líður ekki eins og ég búi í velferðarríki. Mér líður eins og ég sé ósjúkratryggð og bjargarlaus í Bandaríkjunum. Hvernig á ég að geta fundið mér íbúð og ráðið við afborganir á venjulegum leigu- markaði? Ég hef ekki nægilegt þrek til að vinna fulla vinnu og lifi því að örorkubótum sem duga skammt.” Líður eins og ósjúkratryggðri í Bandaríkjunum SKÓDAGAR Shiver GV Kr. 19.990.- Nú kr. 14.993.- Mikið úrval af vönduðum ítölskum gönguskóm. Komdu og gerðu góð kaup. Asolo Skódagar 99x150 Fréttabl.pdf 1 9.3.2017 09:36 Íslensk menning Þann 7. apríl Gauti Skúlason | gauti@frettatiminn.is Guðbjarni Traustason | gt@frettatiminn.is Tíu fermetrar á 96 þúsund Tómas Magnússon er einstæður faðir í fastri vinnu sem hefur leit- að að leiguíbúð miðsvæðis frá því fyrir jól. Eftir talsverða leit freist- ar hann þess nú að finna íbúð með bróður sínum. Það reynist enn erfiðara því margir leigusalar banna meðleigjendur. Tómas þarf brátt að flytja úr íbúð- inni sem hann hefur leigt undan- farið ár. Hann ákvað snemma að byrja að leita að nýrri íbúð en leitin hefur reynst honum þraut- inni þyngri. „Það er allt fáranlega dýrt og ég fæ engin svör þegar ég hef samband við þá sem auglýsa íbúðir. Fyrst var ég að leita að íbúð fyrir mig og son minn en svo ákváðum við bræðurnir að leigja saman. Þá kom í ljós að margir íbúðareigendur banna fólki að hafa meðleigjendur. Sumstaðar er tekið fram að aðeins kvenmenn komi til greina, og hvergi má vera með gæludýr. Ég er með kött og þarf þá að finna honum nýtt heim- ili.“ Tómas hefur keypt sér aðgang að leigulistanum og fylgist vel með framboðinu. Hann segist vera kominn með verulegar áhyggj- ur því hvar hann eigi að búa. „Ég er í fastri vinnu, með góð laun og meðmæli frá bæði leigusala og vinnuveitanda. En það er eins og íbúðareigendur ætli að halda sig við Airbnb leiguverð og halda að venjulegir leigjendur sætti sig við það. Ég fann eina þriggja herbergja íbúð og eigandinn sagðist tilbúinn að leigja mér hana á 350 þúsund. Í hverfinu sem sonur minn gengur í skóla er til dæmis tíu fermetra herbergi til leigu á 96 þúsund og 40 fermetra stúdíóíbúð á 145 þúsund. Verðið er svo fáránlega hátt. Maður er alveg farinn að svitna.“ Silja Pálsdóttir er örvæntingafull að leita að íbúð fyrir sig og börn sín tvö. Tómas Magnússon vill leigja íbúð með bróður sínum en það er ekki vel séð af leigusölum. Mynd | Hari Erlendir verkamenn, fá- tækt fólk og þeir sem ekki eru efstir á óskalista leigu- sala, búa í iðnaðarhúsnæði víða um höfuðborgina. Hér má sjá híbýli austur- -evrópskra verkamanna í byggingariðnaði. Þeir búa fjölmargir saman við hrör- legar aðstæður í atvinnu- húsnæði við Höfðahverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.