Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 45
9 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017 FERMINGAR Fylltu krukkur með niðurskornum ávöxtum, mintublöðum, sítrón- usneiðum, gúrkubitum, berjum og fleira og láttu standa á veislu- borðinu. Hafðu könnu af vatni og sódavatni á borðinu svo gestirnir geti valið sér krukku og hellt vatni yfir til að búa til ferskan og hollan drykk. Hafðu lok á krukkunum til að viðhalda ferskleika. Það er líka hægt að búa til ísmola með berjum til að setja út í drykkina. Ein hug- mynd er fylla skál eða bala með ísmolum með frosnum blómum til að stinga drykkjum í kæli. Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 Sparaðu og við hvetjum þig áfram Landsbankinn greiðir 6.000 kr. mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verðbréfasjóð. Ef báðir kostir eru nýttir leggur Landsbankinn því til 12.000 kr. í mótframlag. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn JÓ N S S O N & L E ’M A C K S • j l. is • S ÍA Ávaxtabar Blandaðu eigin drykk í veislunni. Settu vatn, ber og blóm í ísmolabox og frystu yfir nótt. Notaðu klakana í drykki eða til að skreyta með. Krukk- ur með ávöxtum og fleira til að búa til eigin drykki. Eða til að grípa sem hollt snarl. FERMINGARDAGURINN MINN Fermdist í fánalitum Dansarinn Katrín Gunnarsdóttir fékk sígilda fermingagreiðslu, glimmerhreiður! Hvar og hvenær fermdist þú? í Dómkirkjunni, 30. apríl árid 2000. Hvað fékkstu í fermingargjöf? Skartgripi og bækur, seðla í um- slagi frá frændum og frænkum, svo fékk ég klarinett í fermingar- gjöf frá fjölskyldunni, fallegt hljóð- færi sem ég á ennþá. Í hverju varstu á fermingardaginn? Þad var ansi skrautlegt, rautt kálfasítt nælonpils og blár sanser- aður þríhyrningatoppur sem var galopinn í bakid. Toppurinn þótti sýna heldur mikid hold, svo ég samþykkti ad fara í hvíta skyrtu yfir. Þannig ad ég fermdist í ís- lensku fánalitunum ?? Er eitthvað sérstaklega eftirminni- legt við ferminguna þína? „Ég man aðallega eftir því að ég fór í fermingagreiðslu og fékk glimmerhreiður á hausinn. Það og hvíti eyelinerinn fullkomnaði lúkkið.“ Þorsteinn Guðmunds- son grínisti og þúsundþjalasmiður Fékk trompet, ritvél og blekpenna í fermingargjöf Hvar og hvenær fermdist þú? Ég fermdist árið 1980 í Bústaða- kirkju. Veislan var haldin heima í Undralandi 4. Hvað fékkstu í fermingargjöf? Trompet, ritvél, blekpenna sem ég á ennþá og nota stundum, bæk- ur og apastyttu sem var vinsæl á þessum tíma og var eftirmynd af Hugsuði Auguste Rodins. Í hverju varstu á fermingardaginn? Ég var spariklæddur í nýjum jakka og í sérkennilegum skóm sem voru með drapplitaðri tá. Ég hef aldrei séð svona skó síðan. Er eitthvað sérstaklega eftirminni- legt við ferminguna þína? Þetta var sérstaklega skemmti- legur dagur og ég man hann vel vegna þess að ég skrifaði dagbók á ritvélina sem ég á einhvers stað- ar ennþá. Það var eftirminnilegt þegar móðurafi minn og frændur mínir stilltu sér upp í einu horni stofunnar og sungu ættjarðar- söngva (enda komnir aðeins í glas, eins og var ekki óalgengt í ferm- ingarveislum á þessum árum). FERMINGARDAGURINN MINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.