Fréttatíminn - 10.03.2017, Síða 45

Fréttatíminn - 10.03.2017, Síða 45
9 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017 FERMINGAR Fylltu krukkur með niðurskornum ávöxtum, mintublöðum, sítrón- usneiðum, gúrkubitum, berjum og fleira og láttu standa á veislu- borðinu. Hafðu könnu af vatni og sódavatni á borðinu svo gestirnir geti valið sér krukku og hellt vatni yfir til að búa til ferskan og hollan drykk. Hafðu lok á krukkunum til að viðhalda ferskleika. Það er líka hægt að búa til ísmola með berjum til að setja út í drykkina. Ein hug- mynd er fylla skál eða bala með ísmolum með frosnum blómum til að stinga drykkjum í kæli. Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 Sparaðu og við hvetjum þig áfram Landsbankinn greiðir 6.000 kr. mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verðbréfasjóð. Ef báðir kostir eru nýttir leggur Landsbankinn því til 12.000 kr. í mótframlag. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn JÓ N S S O N & L E ’M A C K S • j l. is • S ÍA Ávaxtabar Blandaðu eigin drykk í veislunni. Settu vatn, ber og blóm í ísmolabox og frystu yfir nótt. Notaðu klakana í drykki eða til að skreyta með. Krukk- ur með ávöxtum og fleira til að búa til eigin drykki. Eða til að grípa sem hollt snarl. FERMINGARDAGURINN MINN Fermdist í fánalitum Dansarinn Katrín Gunnarsdóttir fékk sígilda fermingagreiðslu, glimmerhreiður! Hvar og hvenær fermdist þú? í Dómkirkjunni, 30. apríl árid 2000. Hvað fékkstu í fermingargjöf? Skartgripi og bækur, seðla í um- slagi frá frændum og frænkum, svo fékk ég klarinett í fermingar- gjöf frá fjölskyldunni, fallegt hljóð- færi sem ég á ennþá. Í hverju varstu á fermingardaginn? Þad var ansi skrautlegt, rautt kálfasítt nælonpils og blár sanser- aður þríhyrningatoppur sem var galopinn í bakid. Toppurinn þótti sýna heldur mikid hold, svo ég samþykkti ad fara í hvíta skyrtu yfir. Þannig ad ég fermdist í ís- lensku fánalitunum ?? Er eitthvað sérstaklega eftirminni- legt við ferminguna þína? „Ég man aðallega eftir því að ég fór í fermingagreiðslu og fékk glimmerhreiður á hausinn. Það og hvíti eyelinerinn fullkomnaði lúkkið.“ Þorsteinn Guðmunds- son grínisti og þúsundþjalasmiður Fékk trompet, ritvél og blekpenna í fermingargjöf Hvar og hvenær fermdist þú? Ég fermdist árið 1980 í Bústaða- kirkju. Veislan var haldin heima í Undralandi 4. Hvað fékkstu í fermingargjöf? Trompet, ritvél, blekpenna sem ég á ennþá og nota stundum, bæk- ur og apastyttu sem var vinsæl á þessum tíma og var eftirmynd af Hugsuði Auguste Rodins. Í hverju varstu á fermingardaginn? Ég var spariklæddur í nýjum jakka og í sérkennilegum skóm sem voru með drapplitaðri tá. Ég hef aldrei séð svona skó síðan. Er eitthvað sérstaklega eftirminni- legt við ferminguna þína? Þetta var sérstaklega skemmti- legur dagur og ég man hann vel vegna þess að ég skrifaði dagbók á ritvélina sem ég á einhvers stað- ar ennþá. Það var eftirminnilegt þegar móðurafi minn og frændur mínir stilltu sér upp í einu horni stofunnar og sungu ættjarðar- söngva (enda komnir aðeins í glas, eins og var ekki óalgengt í ferm- ingarveislum á þessum árum). FERMINGARDAGURINN MINN

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.