Fréttatíminn - 10.03.2017, Síða 34

Fréttatíminn - 10.03.2017, Síða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017 hollur kostur á 5 mín. Plokkfiskur „Það kemur mér skemmtilega á óvart hvað fólk er að biðja mig um að spila japanskt. Fólk hefur ekki heyrt þetta og vill heyra meira,“ segir plötusnúðurinn Sakana sem heitir réttu nafni Sunna Axelsdótt- ir og er með BA gráðu í japönsku. „Það er svolítið fyndið afhverju ég fór að dj-a. Í menntaskóla báðu vinkonur mínar mig alltaf að gera playlista fyrir partí.“ Sunna þeytti því fyrst skífum fyrir vinkonu sína á skemmtistaðnum Harlem og fékk fyrir ómakið nokkra bjóra. Sunna fór sem skiptinemi til Jap- an árið 2015 og bjó þar í ár. Eftir það segist hún hafa þorað að spila meira japanskt. Nafnið Sakana kom til áður en Sunna fór út, rétt þegar hún var að byrja í japönsku- deild HÍ. „Sakana þýðir fiskur, sem er svolítið asnalegt en af því að það er á japönsku er það frekar kúl,“ segir Sunna og hlær. Sunnu finnst best að spila á mið- vikudögum. Henni finnst líka allt í fína ef að fólk biður um óskalög en finnst óþolandi þegar að fólk er að furða sig yfir því að hún sé stelpa. „Mér finnst svo leiðinlegt þegar fólk er að hrósa mér eins og „Vá þú ert mjög flott, þó að þú sért stelpa.“ og furðar sig á því að ég sé dj-inn.“ Sunna segir samt stelpur vera forvitnar um hvernig mað- ur verði plötusnúður og spyrji hana hvort þetta sé erfitt eða hún geti kennt þeim. „Ég segi bara að þetta sé æfing, enda er þetta bara æfing eins og allt annað.“ Sunna spilar undir nafninu Sakana. Mynd | Hari Plötusnúðurinn Sakana Áhersla á japanska tónlist Sunna Axelsdóttir spilar undir nafninu Sakana, sem þýðir fiskur á japönsku. Lagalisti sem Sakana myndi spila á ljúfu miðvikudagskvöldi 細野晴臣 - レゲ・エーゲ・ウーマン (Haruomi Hosono - Rege Aege Woman) (1979) Yellow Magic Orchestra - Tong Poo (1978) Chiemi Manabe - 不思議・少女 (Fushiki shojo / Myster ious Girl) (1982) エボニー・ウェッブ ‎– ディスコお富さん = Disco Otomisan (1978) Tom Tom Club - Genius of Love (1981) Kraftwerk - Computerwelt (1981) The Knife - Pass This On (2003) Planningtorock - Let’s Talk About Gender Baby og Hu man Drama (2014) Soft Hair - Lying Has To Stop (2016) Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is Systurnar Díana Sjöfn og Sólrún Ösp Jó-hannsdætur fluttu heim á æskuheimilið á síðasta ári eftir að móðir þeirra, Gunnhildur, lést eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Æskuheimilið er snoturt, raðhús í Smáíbúða- hverfinu þar sem þær systur búa ásamt föður sínum og eigin- manni Sólrúnar, hinum danska Jeppe. Díana og Sólrún hafa kynnst leigumarkaðnum af eigin raun og búið á ýmsum stöðum. „Við fjölskyldan höfum talað um það að okkur finnst gott að búa ná- lægt hvert öðru en hvernig eig- um við að finna íbúðir nálægt hvert öðru?“ segir Sólrún, enda er ástandið á leigumarkaðn- um snúið og erfitt að vera með tilteknar kröfur, sérstaklega ef maður er háskólanemi, eins og Díana og Sólrún. Sólrún bjó um tíma í Danmörku, en að hennar mati er kerfið í Danmörku mun betra. Hún fékk greitt fyrir að vera í skóla og hafði örugga leiguíbúð á vegum borgarinnar. Þar hafði eiginmaður hennar nefnilega verið á biðlista eftir leiguíbúð frá fæðingu í úthverfi Kaupmannahafnar. „Foreldr- ar hans hefðu samt alveg mátt setja hann á lista í Kaupmanna- höfn,’’ segir Sólrún og þær systur flissa kátar. „Það hefur verið gott að vera hérna heima árið eftir að mamma deyr. Nú höfum við náð að vera meira saman,’’ segir Díana og Sólrún tekur í sama streng. „Mamma var kletturinn í fjölskyldunni þannig það er svolítið öðruvísi að búa hérna núna. En þetta er líka hluti af sorgarferlinu að fara í hluti sem hún gerði á hverjum degi. Mér finnst mjög gott að vera hérna núna.“ Díana flutti að heiman haustið 2015 og leigði með vinkonum sínum. Hún er nú á biðlista eftir íbúð á Stúdenta- görðunum en einstaklingsíbúðir kosta frá tæpum 80 þúsundum upp í rúm 91 þúsund. „Það er náttúrlega ógeðslega erfitt fyrir mig að vera á leigumarkaðn- um, ein og einhleyp. Þannig ég ákvað að spara og vera heima, en ég veit samt ekki fyrir hverju ég er að spara. Ég held alltaf að ég sé að spara fyrir íbúð, en er maður að ná að spara fyrir íbúð einn?“ veltir hún fyrir sér. Systurnar eru sammála um að bjóða ætti upp á betri lausnir fyrir ungt fólk, enda vilji ungt fólk síður búa í stórum íbúðum eða einbýlishúsum. Tengda- foreldrar Sólrúnar í Danmörku búa t.d. í leigufyrirkomulagi þar sem þau hafa öruggan búsetu- rétt og hafa búið í sama hús- næðinu í 25 ár. „Ég er mjög hrifin af svona pælingum. Þau eru svolítið öðruvísi heldur en foreldrar mínir sem vildu eignast hús og bíl og voru í staðin ekkert mikið að ferðast. Foreldrar Jeppe vildu ferðast og fóru með fjölskylduna út um allt,“ segir Sólrún. „Mað- ur vill samt hafa þetta öryggi að maður sé ekki að fara að missa leiguíbúðirnar,’’ segir Díana. Þær ætla þó að vera um tíma áfram á æskuheimilinu, enda finnst þeim gott að búa saman, deila bíl og eru búnar að skipu- leggja frí í Belgíu í maí. Fullorðin í Foreldrahúsum Með hækkandi leiguverði og minnkandi framboði á húsnæði sem hentar ungu fólki, fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Talið er að nærri helmingur ungs fólks á aldrinum 18-30 ára í Evrópu búi enn í for- eldrahúsum. Ísland er þar ekki undanskilið. Eru þetta ósjálstæðir eilífðarunglingar eða er þetta bara það sem koma skal ef leigumark- aðurinn breytist ekki? Sambúðin góð í sorgarferlinu Systurnar Díana og Sólrún fluttu aftur í foreldrahús á síðasta ári. Mynd | Hari Klæddu þig í korselett Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla á búningasýningu á Rocky Horror. Nú er heldur betur tækifæri fyr- ir aðdáendur kvikmyndarinnar Rocky Horror Picture Show til að bregða undir sig betri fætinum og dressa sig upp í gervi söguhetj- anna. Í kvöld klukkan 20 verður nefnilega boðið upp á búningasýn- ingu á myndinni í Bíó Paradís. Fyrir þá sem eru ekki alveg með það á hreinu hvernig best er að klæða sig, eru hér nokkrar hug- myndir. | slr Tim Curry í gervi Frank-N-Furter. Ef þú ert feimna týpan geturðu að minnsta kosti skellt á þig rauðum varalit og farið í hælaskó. Korselett er eiginlega alveg nauðsynlegt. Þeir allra hörðustu ættu ekki að hika við að draga það fram. Svipa er skemmtilegur fylgihlutur sem flestir ættu að geta reddað.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.