Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 46
Daniel Wellington WD Margeir Gunnar Sigurðsson margeir@frettatiminn.is Þessum unga dreng er greinilega margt til lista lagt. Hann var aðeins átta ára gamall þegar hann steig fyrst á svið í Þjóðleikhúsinu í D ýrunum í Hálsa- skógi. Hvað skyldi Gunnari Hrafni finnast skemmtilegast að gera þegar hann stendur ekki á sviðinu? „Mér finnst mjög gaman að fara út með vinunum í fót- bolta og þá sérstaklega á sumrin. Ég hef líka mjög gaman af því að hjóla. Svo finnst mér náttúrlega svakalega gaman að leika, syngja og dansa. Það eru eiginlega svona aðaláhugamálin mín.“ Hvað eru þetta orðnar margar leiksýningar sem Gunnar Hrafn hefur komið að? „Ég byrjaði í Dýrunum í Hálsa- skógi í Þjóðleikhúsinu árið 2012. Árið eftir tók ég þátt í uppfærslu Þjóðleikhússins á Latabæ. Næsta verkefni var svo uppfærsla á Kuggi sem var mjög skemmtilegt. Síðan fór ég í Borgarleikhúsið og tók þátt í uppfærslunni á Billy Elliot þar sem ég lék tvö mismunandi hlutverk. Nú er ég svo að leika í Borgarleikhúsinu í Bláa hnettinum Erfitt að gera upp á milli leiklistarinnar og söngsins Gunnar Hrafn Kristjánsson er ungur strákur úr Kópavoginum sem fermist í Lindakirkju í Kópavogi í vor. Gunnar Hrafn er í Salaskóla í Kópavoginum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gunnar Hrafn komið víða við í leikhúsinu auk þess sem hann var jólastjarna Björgvins Halldórs- sonar árið 2014. Gunnar Hrafn Kristjánsson fermist í Linda- kirkju í vor. Hann leikur í Bláa hnettinum og spilar fótbolta í frístundum. Mynd | Hari þar sem ég er í einu af að- alhlutverkunum. Það hefur verið alveg ótrúlega skemmtileg og góð reynsla. Það er líka mjög skemmti- legt af því að litli bróðir minn, Gabríel Máni, er einnig að leika í sýningunni.“ Hvernig var það að taka þátt í upp- færslunni á Bláa hnettinum? „Það var alveg svakalega skemmti- legt, sýningin er eiginlega bara borin uppi af okkur krökkunum. Það eru bara þrír fullorðnir í sýn- ingunni og svo 23 börn, þannig að það er mjög mikill félagsskapur í því og við krakkaranir náum mjög vel saman.“ Er Gunnar Hrafn búinn að gera upp við sig hvort hann vilji leggja fyrir sig leiklistina eða sönginn? „Nei, eiginlega ekki, ég hef ekki ákveðið mig ennþá. Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli leik- listarinnar og söngsins. Mér finnst það eiginlega alveg nákvæmlega jafn skemmtilegt. Þannig líður mér allavega núna en svo getur vel verið að það breytist þegar ég verð eldri.“ Gunnari Hrafni virðist vera leik- listin í blóð borinn en hefur hann einhverja tengingu inn í leikhúsin? „Nei, ég get ekki sagt það. Mamma og pabbi voru samt að leika eitt- hvað þegar þau voru yngri. Pabbi lék Mikka ref á Sauðárkróki ein- hvern tímann. Mamma var eitt- hvað að leika líka, svo léku þau saman í leikriti sem hét Sumar- ið fyrir stríð. Þannig að ég hef örugglega fengið áhuga á þessu í gegnum þau. Pabbi er líka at- vinnusöngvari og mamma mín er í kór. Þannig að leiklist og söngur hefur verið mikið á heimilinu,“ segir Gunnar en mamma hans heitir Elín Greta Stefánsdóttir og pabbi hans er Kristján Gíslason, Eurovisionfari með meiru. Talið berst að fermingunni. Af hverju lætur Gunnar Hrafn ferma sig? „Ég læt ferma mig vegna þess að ég trúi á Guð. Ég trúi því að það sé einhver æðri máttur, einhvers staðar, sem að hjálpar manni í gegnum allt. Það er ástæðan fyrir því að ég læt ferma mig. Mér finnst þetta flott hugsun að vera góður við náungann og svo lærir maður mikið af þessu. Ef manni líður illa eða eitthvað þá er hægt að leita í eitthvað annað og stærra en mað- ur sjálfur.“ Finnst þér þú hafa lært mikið af fermingarfræðslunni? „Já, ekki spurning, ég hef lært heil- mikið af henni, fullt af hlutum sem ég vissi ekki áður og mér finnst þetta hafa hjálpað mér heilmikið.“ Skipta gjafirnar miklu máli? „Nei ég myndi ekki segja það. Það er samt alltaf gaman að fá gjafir. Ég myndi alveg geta verið án þessara gjafa. Gjafirnar eru ekki ástæðan fyrir því að ég læt ferma mig.“ Pabbi lék Mikka ref á Sauðárkróki einhvern tímann. Mamma var eitthvað að leika líka, svo léku þau saman í leikriti sem hét Sumarið fyrir stríð. Þannig að ég hef örugglega fengið áhuga á þessu í gegnum þau. 10 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017FERMINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.