Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 10.03.2017, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 10. MARS 2017 FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 T E M P U R ® O R I G I N A L | T E M P U R ® C L O U D | T E M P U R ® S E N S A T I O N V I Ð R Ý M U M F Y R I R N Ý J U M G E R Ð U M A F T E M P U R D Ý N U M O G S E L J U M E L D R I G E R Ð I R Þ V Í M E Ð 30–50% A F S L Æ T T I R ÝM I N G A R S A L A Umhverfismál Orri Vigfússon framkvæmdastjóri NASF, Verndar- sjóðs villtra laxastofna undrast að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skuli ekki taka afstöðu til kæru samtakanna á úr- skurði Skipulagsstofnunar um að ekki þurfi að gera nýtt umhverfis- mat vegna áhrifa Hvammsvirkj- unar í Þjórsá á vatnalíf og vatnafar í ánni. „Við gerðum mjög ítarlega grein fyrir röksemdum að baki kærunni og það eru liðnir 13 til 14 mánuðir án þess að ég sé virtur svars,“ segir hann. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Nanna Magnadóttir formaður úr- skurðarnefndarinnar segir að mörg mál þurfi að bíða og biðin geti orðið allt að átján mánuðir. „Hann fékk ekki tilkynningu um að málið tefð- ist vegna anna hjá nefndinni. Það eru bara mannleg mistök. Ég veit að þetta er erfitt en hér eru mörg mál sem þarf að leysa og fátt fólk að vinna. Þetta er stórt og viða- mikið mál og gæti tekið nokkura mánuði í viðbót. Hvammsvirkjun er þó að hluta í matsferli eftir úr- skurð Skipulagsstofnunar og það er því ekki verið að gefa leyfi til fram- kvæmda á meðan.“ Enn er deilt um þrjár virkjanir í neðrihluta Þjórsár, Hvammsvirkjun við mynni Þjórsárdals, Holtavirkj- un og Urriðafossvirkjun. Orri seg- ir að raunverulegt umhverfismat á áhrifum virkjananna hafi aldrei far- ið fram Samantektin frá 2001-2003 sé löngu úrelt. „Hvammsvirkjun er komin lengst á veg, hún er komin í nýtingarflokk og það hefur verið gefið grænt ljós á framkvæmdir þar Orri Vigfússon er ósáttur við málshraðann hjá umhverf- is- og auð- lindanefnd. Orri segist ekki virtur svars Nanna Magnadótt­ ir segir að vegna mannlegra mistaka hafi Verndarsjóði villtra laxastofna ekki verið greint frá því að málið myndi tefjast. Ásta Pétursdóttir fjölskyldumeðferðar­ fræðingnur treysti sér ekki til að starfa lengur þar sem ekki fengust svör um framtíð fjölskyldu­ ráðgjafarinnar. þótt ljóst sé að laxastofnar í ánni verði fyrir óbætanlegum skaða,“ segir Orri. Orri bendir á að á loftslagsráð- stefnunni í París í desember hafi mjög verið haldið á lofti nýlegum upplýsingum um þann mikla skaða sem vatnsaflsstíflur valdi lífríkinu. Skipulagsstofnun hafi í úrskurði sínum látið blekkjast af málatilbún- aði og rangfærslum þeirra sem hafi hagsmuni af því að reisa virkjanir á svæðinu en ekki haldið sig við þá ótvíræðu niðurstöðu sem sérstak- ur faghópur verkefnastjórnar um rammaáætlun komst að um að engri óvissu um afdrif laxa í Þjórsá hafi verið eytt. Sú niðurstaða sem hefði með réttu átt að liggja til grundvall- ar úrskurði Skipulagsstofnunar. Heilbrigðismál „Ég hef mikið verið spurð um framtíð fjölskylduráðgjaf- arinnar eftir að það fór að fréttast að ég væri að láta af störfum en hef ekki getað svarað því þar sem engin svör er að fá frá yfirmönnum. Ég skrif- aði bréf til framkvæmdastjórnar og bað um svör um hvort það stæði til að leggja fjölskylduráðgjöfina niður, ég fékk eitt svar, þar sem stóð, „takk fyrir bréfið.“ Ég leyfi mér samt að vona að það þessi þjónusta haldi áfram,“ segir Ásta Pétursdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur. Hún segir að fjölskylduráðgjöf- inni sé smám saman skipt út fyrir sálfræðiþjónustu, það hafi verið ráð- inn yfirsálfræðingur sem hafi verið settur yfir fjölskylduráðgjöfina. „Það var afar sérstakt því nálgunin er ger- ólík. Þetta lítur út eins og bæta eigi þjónustu við einn hóp en draga úr þjónustu við annan. „Það var mikið tilhlökkunarefni að fá sálfræðiþjón- ustu á stöðina en það kemur ekki í staðinn fyrir þessa þjónustu.“ Karólína Stefánsdóttir félagsráð- gjafi var í forsvari fyrir þjónustuna sem yfirfjölskylduráðgjafi frá upp- hafi, ásamt Hjálmari Freysteinssyni yfirlækni. Hún segir að ljósmæður, hjúkrunarfræðingar, læknar, sál- fræðingar og félagsráðgjafar hafi komið að því að móta starfsemina frá upphafi og áherslan hafi verið á gagnkvæma virðingu milli ólíkra fag- stétta. Áherslan hafi verið á tengsla- myndun í frumbernsku og gripið hafði verið inn í fyrr en ella ef bera fór á fæðingarþunglyndi. Starfið hafi þó verið á breiðum grunni og í raun tekið til vandamála sem koma upp í fjölskyldum grunn- og leikskóla- barna. Einstæðir foreldrar hafi samt verið í forgrunni. Karólína lét hinsvegar af störfum fyrir tæpu ári vegna veikinda. Ásta Pétursdóttir tók þá við sem staðgeng- ill hennar en hún starfaði áður við tengslamyndun hjá fjölskylduráð- gjöfinni. Auglýsa átti stöðuna fyrir áramót en það var ekki gert. „Þetta byrjaði allt með nýjum yfirlækni sem kom árið 2013, þá fór að anda köldu gagnvart þessari þjónustu,“ seg- ir Karólína. „Það er í raun og veru verið að leggja þetta niður hægt og hljóðlega.“ „Ekkert forvarnarstarf getur komið í staðinn fyrir tengsl í frum- bernsku. Það er hræðilegt að horfa á þetta starf lagt í rúst vegna hroka og yfirgangs nokkurra karla sem vilja spara peninga með því að innleiða hugræna atferlismeðferð sem trúar- brögð og ætla nú að útrýma öllum öðrum aðferðum þótt þær hafi gef- ist vel..“ Í þjónustukönnun sem Háskólinn á Akureyri birti árið 2013 kom fram að 78 prósent skjólstæðinga Fjöl- skylduráðgjafarinnar og Nýja barns- ins, höfðu haft gagn af þjónustunni. 75 prósent voru ánægðir. Óánægjan var helst með langa bið eftir viðtölum við ráðgjafa. Fjölskylduráðgjöfin hefur haft tveimur stöðugildum á að skipa en skömmu fyrir hrun var ákveðið að fjölga þeim í þrjár. Það dróst hins- vegar vegna efnahagsástandsins. Karólína bendir á að fjölskylduráð- gjöfin hafi misst mikilvægan bakhjarl þegar heilsugæslan fór alfarið und- ir ríkið haustið 2014. Hún sé núna hluti af stórri stofnun sem heyri beint undir ráðherra. „Ég sendi ákall fyr- ir hönd samráðshóps um starfsem- ina til bæjarstjórans, landlæknis og ráðherra heilbrigðismála árið 2013 þegar það var farið að fjara undan okkur. Við fengum engin svör þá en bæjarstjórinn bað mig síðar afsökun- ar haustið 2014 á að ekki hefði verið brugðist við. Hann sagðist þá vilja fá að vita strax ef það væri ekki hlúð að fjölskylduráðgjöfinni. Ég hef því beðið hann um aðstoð núna.“ 30 ára uppbyggingarstarf á Akureyri í uppnámi Heilbrigðismál Starfsemi fjölskylduráðgjafar Heilsugæslunnar á Akureyri er í mikilli óvissu eftir að yfirmaður hennar hætti störfum. Ástæðan er deilur um framtíð starfseminnar sem er 30 ára gamalt þjónustverkefni sem gengur út á þverfaglega aðstoð við fjölskyldur í vanda og hjálp við tengslamyndun í fjölskyldum kornabarna. Verkefnið hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og fékk sérstaka viðurkenningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni árið 1997. „Ekkert forvarnarstarf getur komið í staðinn fyrir tengsl í frumbernsku. Það er hræðilegt að horfa á þetta starf lagt í rúst vegna hroka og yfirgangs nokkurra karla sem vilja spara peninga með því að innleiða hugræna atferl- ismeðferð sem trúarbrögð og ætla nú að útrýma öll- um öðrum aðferðum þótt þær hafi gefist vel..“ Karólína Stefánsdóttir félagsráðgjafi sem er lengst til hægri á myndinni seg- ir hræðilegt ef hroki nokkurra karla leggi starfsemina í rúst. Á myndinni er Sigurbjörg Haraldsdóttir ritari og fulltrúi Fjölskylduráðgjafarinnar og Jiri Berger, fjölskylduráðgjafi og sálfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.