Fréttatíminn - 25.02.2017, Síða 6

Fréttatíminn - 25.02.2017, Síða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Kjararáð hefur hafnað beiðni þingflokks Pírata um gögn er varða ákvörðun ráðsins um tæp- lega 45% launahækkun kjörinna fulltrúa enda telur ráðið þing- menn ekki aðila að málinu. Þetta kemur fram í svari kjararáðs við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Æv- arsdóttur, þingkonu Pírata, sem óskaði upplýsinga sem aðili máls með vísan til stjórnsýslulaga. Atli Þór Fanndal ritstjorn@frettatiminn.is Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ætlar að leita til umboðsmanns Alþingis vegna málsins og segir vinnubrögð kjararáðs sýna að það telji sig í engu þurfa að svara þingi eða þjóð vegna starfa sinna. Viðhorf kjara- ráðs til umleitanar Pírata sýni að ráðsmenn telji stjórnsýslulög ekki gilda um þeirra störf. Þórhildur Sunna sendi beiðn- ina í lok nóvember síðastliðins. Ákvæði stjórnsýslulaga kveða á um upplýsingarétt til handa þeim sem ákvarðanir stjórnvalds hafa bein áhrif á. Sérfræðingar í upp- lýsingarétti sem Fréttatíminn ræddi við undrast mjög þá túlkun kjararáðs að þingmenn séu aðilar að eigin launum. Kjararáð hefur aldrei hækkað laun jafn mikið á einu bretti líkt og gert var á kjör- dag í október. „Afstaða kjararáðs til beiðni um aðgengi að göngum sýnir nauðsyn þess að hafa feng- ið í gegn breytingartillögu við lög um kjararáð í desember þar sem kveðið er á um að ráðinu beri að fylgja stjórnsýslu- og upplýsinga- lögum við störf sín,“ segir Þór- hildur Sunna. „Þessi neitun sýn- ir nauðsyn þess að fá skýrari svör við því hvaða reglur kjararáð telur gilda um störf sín.“ „Það er álit kjararáðs að einstak- ir þingmenn geti ekki samkvæmt ákvæðum laga um kjararáð talist eiga aðild að umræddu máli kjara- ráðs, hvorki hver fyrir sig né nokkrir saman,“ segir í svarbréfi til Pírata. Þessi túlkun ráðsins virðist þó í beinni andstöðu við kjararáð sjálft sem í úrskurði sínum vísar til samskipta við forseta Alþingis, fjár- mála- og efnahagsráðuneytið og forsætisráðuneytið. Þar sem leit- að er álits þeirra aðila enda varði ákvörðun ráðsins þá beint. Píratar óskuðu eftir fundargerð- um kjararáðs, fundargögnum og fundarboðum ráðsins. Þá óskaði þingflokkurinn afrita af bréfum og gögnum sem kjararáði bárust vegna athugunar á kjörum þing- manna. „Sérstaklega er óskað af- rita af bréfi sem kjararáði barst frá forsætisráðherra fyrir hönd ráð- herra ríkisstjórnar Íslands, dag- sett 16. október 2015; bréfi frá for- seta Alþingis, dagsett 16. október 2015 og bréfi frá fjármála- og efna- hagsráðuneytinu dagsettu 3. des- ember,“ segir í beiðni Pírata. Þór- hildur Sunna óskaði aðgangs að gögnum sem ráðið notaði til að meta „sérstaklega greiðslur“ til alþingismanna fyrir vinnu utan dagvinnutíma og hlutfall þeirra af heildarhækkun launa. Þingkonan óskar eftir gögnum sem sýna að ráðið hafi farið eftir eigin starfs- reglum sem kveða á um samráð við aðila máls. Sú beiðni er lögð fram með sérstakri vísan til þess að ákvörðun ráðsins var tekin á kjör- dag og því ljóst að ekki var hægt að gera nýjum þingmönnum né ráð- herrum kunnugt um væntanlega ákvörðun. Hún óskar þeirra gagna sem kjararáð nýtti til að tryggja að ákvörðun ráðsins gengi ekki í ber- högg við lög um kjararáð þess efnis að: „Kjararáð skuli ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“ Að lokum er ósk- að úrskurðar sem kjararáð vísar í að liggi til grundvallar ákvörðun- ar ráðsins að laun alþingismanna skuli vera sambærileg launum hér- aðsdómara. Þessu hafnar kjararáð að öllu leyti á þeim forsendum að þingmenn séu ekki aðilar að eigin launum. Á þriðjudag kynnti þingflokk- ur Pírata frumvarp til breytinga á lögum um kjararáð þar lögfest er skylda á ráðið að fella fyrri ákvörðun úr gildi og kveða upp nýjan úrskurð er feli í sér launa- lækkun alþingismanna og ráðherra svo laun þeirra fylgi almennri launaþróun frá 11. júní 2013. Ákvörðun kjararáðs hefur vakið talsverða óánægju. ASÍ hefur sagt að kjarasamningar séu í uppnámi og að forsendunefnd kjarasamn- inga muni ákveða þann 28. febrúar hvort samningar standi enn. Sam- tök atvinnulífsins og Viðskiptaráð segja ákvörðunina stuðla að „upp- lausn á vinnumarkaði“. VR hefur krafist þess að launahækkunin verði „tafarlaust dregin til baka“. Aðalsteinn Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar, sagði úrskurð kjararáðs brot á lögum um störf þess og krafðist afsagn- ar ráðsins. Hjördís Þóra Sigþórs- dóttir, formaður AFLs, sagði „allt vitlaust“ vegna málsins og að sím- ar á skrifstofu félagsins hefðu ekki stoppað „þar sem óánægðir félags- menn hafi hringt inn og krafist að- gerða.“ Dagskrártillaga Pírata um að málið fengi umræðu var felld á fimmtudag með atkvæðum þing- manna Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks, Viðreisnar og Bjartr- ar framtíðar. Umræða um áfengi í matvöruverslanir hófst skömmu síðar. Þingfararkaup hefur hækkað um 905 þúsund krónur á mánuði síðan 1996. Það samsvarar 464% hækk- un, úr 244 þúsund í 1101 þúsund. Samhliða hefur lægsti launataxti verkafólks hækkað úr 60 þúsund- um á mánuði í 195 þúsund. Það er hækkun sem nemur um 300% í óverðtryggðum krónum. Þetta kemur fram í útreikningum sem Verkalýðsfélag Akraness lét vinna fyrir sig í kjölfar úrskurðar kjara- ráðs á kjördag. Árið 1996 var þing- fararkaup fjórfalt lægsti taxti en árið 2017 er þingfararkaupið orðið tæplega sexfalt lægstu grunntaxt- ar. Í minnisblaði sem dreift var á skyndifundi ASÍ, sem fór fram 2. nóvember í kjölfar þess að tilkynnt var um hækkun kjararáðs, kemur fram að þingfararkaup hefur frá árinu 2013 hækkað um 471.000 krónur á mánuði sem eru 75%, laun forsætisráðherra hafa hækk- að um 790.733 krónur sem eru 64% og laun ráðherra hafa hækkað um 713.667 krónur, það er 64 prósenta hækkun. Píratar klaga kjararáð til umboðsmanns Tryggvi Gunnarsson þarf að taka af- stöðu til þess hvort kjararáð hafi mátt hafna erindi Pírata, á þeim forsend- um að þingmenn séu ekki aðilar að málinu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir ætlar að leita til umboðsmanns Alþingis vegna málsins og segir vinnubrögð kjara- ráðs sýna að það telji sig í engu þurfa að svara þingi eða þjóð vegna starfa sinna. Viðhorf kjararáðs til umleitanar Pírata sýni að ráðsmenn telji stjórn- sýslulög ekki gilda um störf þess. „Það er álit kjararáðs að einstakir þingmenn geti ekki samkvæmt ákvæðum laga um kjararáð talist eiga að- ild að umræddu máli kjararáðs, hvorki hver fyrir sig né nokkrir saman,“ segir í svarbréfi til Pírata. Knattspyrna Freyr Alexanders- son, A-landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, segist aldrei hafa gert landsliðskonum að velja milli landsliðsins og atvinnumennsku í Kína. Sigurður Ragnar Eyjólfs- son, fyrrum landsliðsþjálfari, vildi fá landsliðskonur til Kína og gagnrýndi Frey fyrir að segja að atvinnumennska þeirra í Kína myndi hafa áhrif á landsliðsval sitt. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Sig u rðu r R ag na r E y jól f s - son er þjálfari eins ríkasta kvennaknattspyrnuliðs í heimi, Jiangsu Suning í Kína, og hefur boðið íslenskum landsliðskonum atvinnumannasamninga við liðið. Í Fréttatímanum í gær gagnrýndi hann Frey Alexandersson fyrir að tala niður kínversku deildina og fyrir að segja að það hefði áhrif á val sitt í landsliðið ef leikmenn kysu að spila í Kína. Sigurður Ragn- ar sakaði Frey um fordóma fyrir kínverskum fótbolta en sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið og sagðist hafa hlaupið á sig. Hann bað Frey afsökunar á þessu orðalagi. „Ég upplifði orð hans á dap- urlegan hátt. Hann hefur reyndar beðist afsökunar á gildishlöðnum orðum eins og að ég sé með for- dóma. Slíkt á ekki við í umræðu um kvennalandsliðið. Hann má hafa sína skoðun á styrkleika kín- versku deildarinnar en við erum bara ekki sammála þar.“ –Telur þú kínversku ofurdeildina vera óheppilegan stað fyrir lands- liðskonur í fremstu röð? „Það mun reyna á það í framtíðinni, því þetta er nýfarið af stað og er enn á til- raunastigi. Mjög fáir evrópskir leik- menn hafa spilað þarna og styrk- leikinn er óljós. Upphæðirnar sem um ræðir í kínverska kvennabolt- anum eru ekki nálægt upphæðun- um sem um ræðir í karlaboltanum þar.“ –Þú sagðir það myndi hafa áhrif á val þitt í landsliðið, ef leikmenn kysu að spila í Kína. Hvaða áhrif? „Samtöl okkar leikmannanna um Kína, snerust um framkvæmd- ina. Við höfum yfirleitt þrjá daga til að undirbúa hvern landsleik og það er stuttur tími fyrir þann sem þarf að ferðast lengi og snúa sólar- hringnum við. Það þýðir ekki að leikmaðurinn geti ekki spilað fyr- ir landsliðið, en hann gæti orðið undir í samkeppni. Auk þess voru leikmennirnir búnir að gera upp hug sinn um tilboð frá Kína, áður en þær töluðu við mig.“ Stillti landsliðskonum ekki upp við vegg Freyr Alexandersson landsliðsþjálf- ari vísar gagnrýni Sigurðar Ragnars, forvera síns í starfi, á bug. Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is • Redasin bætir vellíðan hjarta- og æðakerfis og stuðlar að lægra kólesteróli. • Redasin Strong inniheldur Q10, rauð hrísgrjónager, Fólínsýru, B12 og B6. • Daglegur skammtur af Redasin Strong er tvær töflur á dag. Strong www.birkiaska.is Redasin www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.