Fréttatíminn - 25.02.2017, Page 16
16 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017
skref. Við stoppum allavega ekki
hér,“ segir Natalía, og af því málið
er enn í farvegi vilja þau ekki geta
skólans.
„Krakkarnir hafa sumir lýst
áhyggjum sínum af þessu við
kennara og skólastarfsfólk, sérstak-
lega stelpurnar. Ég veit að strák-
arnir hafa verið skammaðir en svo
ganga þeir bara á hann og spyrja af
hverju hann sé alltaf að klaga. Það
vita því allir af þessu en það vantar
meira aðhald.“
Natalíu finnst ömurlegt að son-
ur hennar geti ekki bara fengið að
vera hann sjálfur. Hún biður ekki
um neitt annað. „Þar sem hann er
með þroskaröskun þá ættu þau líka
að sinna honum sérstaklega vel og
aðstoða hann.“
Stuðningur af Samtökunum
Þegar Máni kom út úr skápnum leit-
uðu þau mæðginin til Samtakanna
78 og fengu aðstoð og ráðgjöf. Máni
ræddi meðal annars við sálfræðing
sem kom svo og talaði við krakk-
ana í bekknum. Að sögn Natalíu
vöru þau flest mjög áhugasöm en
það dugði ekki til. Bæði lofsama þau
þó Samtökin fyrir sitt starf. „Það
er mjög gott og öflugt ungliðastarf
hjá Samtökunum og það hefur gert
heilan helling fyrir hann.“
Máni kom út úr skápnum sem
tvíkynhneigður en hann er ennþá
að finna sig á réttum stað. „Hann
er auðvitað ungur og óreyndur og
það kemur bara í ljós þegar hann
finnur manneskju sem hann elskar.
Það liggur ekkert á,“ segir Natalía
og lítur brosandi á son sinn. „Ég er
alveg viss um að hann finnur sinn
sálufélaga, af hvaða kyni sem er.“
Þrátt fyrir að það hafi verið erfitt
fyrir ungan dreng að koma út úr
skápnum þá styrkti það hann líka
heilmikið. „Ég var mjög niðurdreg-
inn og þungur, en þegar ég kom
út þá varð ég jákvæðari og fór að
blómstra,“ segir Máni og móðir
hans tekur undir þetta. Breytingar
á syninum hafa verið töluverðar
síðasta árið. „Hann varð strax all-
ur hressari og síðasta sumar var
mjög gott, en það kom dálítið högg
í skólanum í haust og þá dalaði það
aðeins.“
Máni á rúm tvö ár eftir af grunn-
skólagöngunni og Natalía segir þau
einfaldlega vera að þrauka, það sé
gott að sjá fyrir endann á þessu.
„Það hefur komið til tals að hann
skipti um skóla en okkur finnst það
ekki vera lausnin. Hann á góðan
vin í skólanum og kunningja. Ef við
flytjum hann í annan skóla þá finnst
mér eins og við séum að refsa hon-
um fyrir það sem hann er að ganga
í gegnum.“
Talaði um að vilja fara
Natalía viðurkennir að það taki á
heimilislífið að búa við stöðugan
ótta um hvað gerist næst. En á
hverjum morgni krossar hún fingur
og vonar að sonur hennar verði lát-
inn í friði þann daginn. Hún þekkir
nefnilega eineltið af eigin raun og
veit hvað hann er að ganga í gegn-
um. „Ég varð fyrir daglegu ofbeldi
og áreiti sem barn og á tímabili
hugsaði ég með mér að það væri
best fyrir mig að láta mig hverfa út
í sjó. En fyrir vikið er ég kannski
betur í stakk búin til að hjálpa syni
mínum og skilja hann. Það á enginn
skilið að heyra það að hann sé
einskis verður og eigi helst að drepa
sig,“ segir Natalía en hún þjáist af
áfallastreituröskun eftir ofbeldið í
æsku og hefur leitað sér aðstoðar
vegna þess. „Þetta skilur eftir djúpt
ör á sálinni,“ bætir hún við.
„Á tímabili var ég sjálfur að hugsa
um að taka mig af lífi,“ segir Máni
hreinskilinn og móðir hans grípur
orðið. „Hann var kominn á þann
stað. Hann vildi bara vera inni í
herbergi og ekki gera neitt. Hann
var hættur að læra heima og hættur
að hirða um sjálfan sig. Hann talaði
oft um að hann vildi fara.“ Hann
er sem betur fer ekki jafn þungur
í dag, enda fór honum að líða ör-
lítið betur eftir að hann kom út úr
skápnum.
En þó Máni hafi átt erfitt er hann
duglegur að láta drauma sína ræt-
ast. Hann tók til að mynda þátt í Ís-
land Got Talent á síðasta ári og vakti
töluverða athygli. Hann syngur og
spilar sína eigin tónlist á gítar og
þykir mjög hæfileikaríkur. „Hann
stóð sig eins og hetja og það var ekki
til feilnóta hjá honum,“ segir Natal-
ía stolt. Þá hefur hann einnig tekið
þátt í keppni ungra tónskálda.
„Ég fylgi draumum mínum og vil
lifa venjulegu lífi. Ég vil ekki þurfa
að upplifa hindranir út af þessu
áreiti,“ segir Máni ákveðinn. „Hann
vill bara fá að vera til. Fá að vera í
friði. Hann hefur sinn tilvistarrétt,
eins og allir aðrir,“ bætir Natalía
við.
„Krakkarnir hafa sumir
lýst áhyggjum sínum af
þessu við kennara og
skólastarfsfólk, sérstak-
lega stelpurnar. Ég veit
að strákarnir hafa verið
skammaðir en svo ganga
þeir bara á hann og spyrja
af hverju hann sé alltaf að
klaga. Það vita því allir af
þessu en það vantar meira
aðhald.“
6.999 kr.
STOKKHÓLMUR f rá
T í m a b i l : m a rs - j ú n í 2 0 1 7
9.999 kr.
BARCELONA f rá
T í m a b i l : m a í - j ú n í 2 0 1 7
9.999 kr.
MÍLANÓ f rá
T í m a b i l : j ú n í - j ú l í 2 0 1 7
8.499 kr.
DÜSSELDORF f rá
T í m a b i l : m a í - j ú l í 2 0 1 7
5.999 kr.
EDINBORG f rá
T í m a b i l : m a rs - m a í 2 0 1 7
16.999 kr.
TENERIFE f rá
T í m a b i l : a p r í l - m a í 2 0 1 7
Hæ,
kíktu út!
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
*
*
*
*
*
*
X
X
X
X
X
X