Fréttatíminn - 25.02.2017, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017
„Púlsinn hægist svo mikið
að hann getur farið niður
í 25 slög svo það er mjög
mikilvægt við þessar að-
stæður að panikka ekki.“
„Hver og einn hefur sínar forsendur til að stunda köfun,“ segir Sigríður, „en fyrir
mér snýst þetta um að gera eitthvað sem ég er ofsalega hrædd við.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Það er ákveðið ástand sem maður kemst í við fríköfun sem er heill-andi. Þetta er eins og með öll önnur öfgasport
þá snýst þetta fyrst og fremst um
að skora á sjálfan sig“ segir Sigríð-
ur Lárusdóttir sem prófaði fyrst
að kafa í sólarferð á Krít fyrir tíu
árum. Eftir að hafa upplifað dýpið
ákvað hún að læra köfun og síðan
hefur hún hægt og rólega skipt um
starfsvettang og starfar í dag sem
köfunarleiðsögumaður. Ástríða
hennar er þó fyrst og fremst
fríköfun. „Ég hef alla tíð heillast af
vatni og sem krakki var ég stöðugt
að sulla í vatni. Mig langaði alltaf
til að læra að kafa en svo gleymdist
það á leiðinni í gegnum lífið og ég
var komin á gamalsaldur þegar ég
prófaði þetta fyrst.“
Erfiðar aðstæður á Íslandi
„Eftir að ég kláraði kafaranám-
skeiðið skildi ég við manninn
minn og þá fór ég út í þetta af full-
um krafti. Ég skráði mig í Sport-
kafarafélagið og bætti við mig hell-
ing af viðbótarþekkingu og næsta
skref er að fara til Möltu og læra
að verða köfunarkennari því mig
langar ekki til að vinna við neitt
annað,“ segir Sigríður. Í Sport-
kafarafélaginu kynntist hún Birgi
Skúlasyni en hann er eini maður-
inn á Íslandi sem kennir og keppir
í fríköfun. Sigríður heillaðist al-
gjörlega af sportinu.
„Fríköfun snýst um að kafa án
nokkurs búnaðar og hefur auðvit-
að verið stunduð alla tíð, án þess
að kallast fríköfun. Þetta er frekar
Sigríður Lárusdóttir er ein fárra Íslendinga
sem stunda fríköfun. Hún kafar á 30 metra
sjávardýpi án nokkurs búnaðar, fyrst og fremst
til að sigrast á sínum eigin ótta.
Að yfirstíga
óttann er
mikilvægast
ungt sport en það er keppt í því út
um allan heim, bæði í laugum og
sjó, og þá er annaðhvort keppt í
að kafa djúpt á einum andardrætti
eða í tímalengd á kafi. Þegar það
er keppt í sjó þá er það gert á stöð-
um þar sem eru náttúrulega djúp-
ar holur, svokallaðar blue holes,
ein sú þekktasta og þar sem keppt
er á hverju ári er við Egyptaland,“
segir Sigríður sem sjálf hefur
lengst verið á kafi í 5,17 mínútur og
komist á 33,3 metra dýpi en það
var í sjónum við Tenerife. „Það er
aðeins erfiðara að kafa á Íslandi
því það er svo kalt. Ég hef lent í
því að vera með fólki í Silfru sem
hefur kafað niður á 60 metra dýpi
úti en kemst varla niður í Silfru
vegna kulda. Það eru mjög harðar
aðstæður hér á landi,“ segir Sig-
ríður sem ferðast mikið um landið
með félaginu. Þau fríkafa mikið í
ferskvötnum auk þess að fara í sjó-
inn við strendur Íslands. Síðasta
sumar köfuðu þau í þrjá daga við
Breiðafjarðareyjarnar sem Sigríð-
ur segir hafa verið stórkostlegt
ævintýri.
Betri í að takast á við erfiðleika
„Það er nauðsynlegt að undir-
búa sig vel áður en farið er á kaf,
fyrst og fremst með slökun og
hugleiðslu til að reyna að spara
alla orku. Þegar þú ert svona
lengi ofan í á þetta miklu dýpi þá
hægir á hjartslættinum og allri
líkamsstarfsemi. Blóðið byrjar
að dragast úr útlimunum og inn
í kjarnann til að hlífa líffærunum
og allra síðast rennur mest allt
blóð til höfuðsins en það gerist
ekki nema eftir langan tíma á kafi.
Púlsinn hægist svo mikið að hann
getur farið niður í 25 slög svo það
er mjög mikilvægt við þessar að-
stæður að panikka ekki. Maður
þarf að vera ofboðslega þjálfaður í
hugsun og hreyfingum og um það
snýst þjálfunin. Að yfirstíga óttann
er mikilvægast, að geta stjórnað
huganum þegar aðstæður valda
ótta. Það er heilmikið nám að læra
að hlusta á líkamann og vita sín
mörk.“
„Hver og einn hefur sínar
forsendur til að stunda köfun
en fyrir mér snýst þetta um að
gera eitthvað sem ég er ofsalega
hrædd við. Það fylgir þessu rosa-
leg hugarstjórn og ég finn hvað
ég er miklu betri í því að takast
á við erfiða hluti í lífinu eftir að
ég byrjaði í þessu,“ segir Sigríður
sem stefnir á að gera lítið annað
en að kafa í framtíðinni. „Það er
alls ekki óraunhæfur draumur því
ég er nú þegar komin með réttindi
til að leiðsegja og þegar ég get líka
kennt verður lítið mál að ferðast
um heiminn og kafa.“
Eftir að Sigríður Lárusdóttir
kláraði kafaranámskeiðið
skildi hún við mann sinn og
fór út í köfun af fullum krafti.
Myndir | Hari
Um tíu manns mæta reglulega á æfingar hjá Fríköfunarfélaginu sem kafar bæði
í ferskvatni og sjó. Félagarnir voru nýverið á Ítalíu að æfa sig í 40 metra djúpri
keppnislaug. Fjórir úr hópnum náðu að kafa niður á botn laugarinnar á einum
andardrætti þar sem þrýstingur er fjórfaldur miðaða við yfirborðið og hefur
gríðarleg áhrif á líkamann. Í sumar verður alþjóðlega köfunarmótið Nordic open
haldið á Íslandi í fyrsta sinn.
AUDI Q7 4,2 L QUATTRO PREMIUM
Árg. 2007 , ekinn 71 Þ.km,
bensín, sjálfskiptur, leður, glertoppur.
Einn eigandi!
TILBOÐSVERÐ 3.100.000 kr.
Raðnr. 255982
AUDI A5 SPORTBACK 2
0TDI 02/2011, ekinn 154 Þ.km,
dísel, sjálfskiptur.
TILBOÐSVERÐ 3.590.000 kr.
Raðnr. 255845
TOYOTA AVENSIS
S/D SOL 03/2012, ekinn 77 Þ.km,
bensín, sjálfskiptur.
TILBOÐSVERÐ 1.890.000 kr.
Raðnr. 256106
AUDI A3 SPORTBACK E-TRON 2016
ekinn 6 Þ.km,
bensín/rafmagn, sjálfskiptur.
Mjög vel búinn af aukahlutum!
Verð 4.970.000 kr.
Raðnr. 255653
CHEVROLET CAPTIVA 2
2TDI nýskr. 06/2013, ekinn 108 Þ.km,
diesel, sjálfskiptur, 7manna.
Verð 3.490.000 kr.
Raðnr. 256109