Fréttatíminn - 25.02.2017, Síða 30

Fréttatíminn - 25.02.2017, Síða 30
ingarlegt sjálfstæði þjóðarinnar. Stjórnmálamenn nefndu þetta aftur og aftur í ræðu og riti. Dæmi má taka af Gylfa Þ. Gíslasyni sem var menntamálaráðherra á löngu tímabili (1956-1971) og flutti fjöl- margar ræður um íslenska lista- menn. Aftur og aftur setti Gylfi verk íslenskra listamanna fram sem sönnun þess að hin smæstu ríki, eins og litla Ísland, ættu sjálf- sagðan rétt á frelsi og sjálfstæði. Margbrotinn heimur Í dag hefur eitthvað slaknað á þessari hugmynd, að listirnar vitni til um menningarlegt eða almennt sjálfstæði þjóðarinnar. Hugmyndin þykir ekki ganga vel upp í alþjóðavæddum samtíma. Samt virðumst við ekki alveg hafa komið okkur upp nýjum orðaforða um þessi mál. Það eimir enn eftir af þessu gamla sjónarmiði þegar Íslendingar ræða íslenskar listir og gerjun í þeim við útlendinga. Útlendingurinn kann að vera forvitinn um gerjun í íslensku listalífi, sem er vissulega mikil og við tökum undir, förum að hljóma eins og „agentar“ frá Íslandsstofu sem vilja selja landið út á sköp- unarkraftinn til jafns á við þann kraft sem býr í iðrum jarðar. Eins glittir enn í þetta í ræðum stjórnmálamanna á hátíðarstund- um þegar flagga á íslenskum list- um. Í opinberri stefnumótun, til dæmis á sviði menningartengdr- ar ferðaþjónustu, hefur líka verið farið fram á það, leynt og ljóst, að listamenn styði við ímynd þjóðar- innar út á við. En það hlutverk getur aldrei orðið eitthvað sem listamaðurinn á að taka á sér, hans skyldur eru við sjálfan sig og áhorfendur/lesendur/hlustendur – og enga aðra. 30 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is RJÓMABOLLUÞRENNA Þrjár míní rjómabollur; hindberja, Nóa kropp og dulche de leche 690 kr. BOLLUDAGURINN Á MÁNUDAGINN! GASTROPUB Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Það var boðið upp á ís-lenska tónlist í Ham-borg í Þýskalandi á dögunum, í glænýju tónlistarhúsi sem opn- að var nýlega þar í borg. Í þessu tilviki skipti miklu máli að tón- listin væri einmitt íslensk, því hún var sett undir þann þjóðern- ishatt á tónlistarhátíðinni sem hét Into Iceland. Íslensk tónlist naut þannig góðs af sviðsljósinu sem fylgdi opnun hússins en þar á bæ þótti tengingin liggja beint við því að Þjóðverjar kunna vel að meta Ísland. Landið er vinsæll áfanga- staður ungra Þjóðverja og þessari stóru evrópska menningarþjóð lík- ar margt það sem íslenskt er. Þetta íslenska? Í viðtali vegna hátíðarinnar í sjón- varpinu var finnski hljómsveit- arstjórinn Esa Pekka Salonen, sem stjórnaði flutningi nokkurra íslenskra tónverka á hátíðinni, spurður út í íslenska tónlist og hvað gerði hana svo spennandi. Salonen, ein af skærustu stjörn- um samtímans í sígildri tónlist, tók hins vegar fram að hann merkti engan ákveðinn stíl sem sameinaði tónlist íslenskrar tónskálda. Hann gat, með öðrum orðum, ekki fundið með sínum næmu eyr- um neinn ákveðinn íslenskan tón. Þess í stað nefndi Salonen það sem hann skynjaði sem frelsi íslenskra lista- manna, tónlistin væri ekki kredduföst og tilheyrði ekki neinum sérstökum skóla. Hann sagðist skynja að Ísland væri klárlega á milli Evrópu og Bandaríkj- anna, ekki bara í landfræði- legu tilliti heldur líka menn- ingarlegu. Og hann sagði bjart framundan í íslenskri tónlist. Nokkrum dögum síðar var annar heimsfrægur tónlist- armaður, af nokkuð öðru Það séríslenska er ekki til Íslenskar listamenn vekja athygli á þessari litlu þjóð hér norður í hafi, ekki bara náttúra landsins. Samt er oft erfitt að festa fingur á einhverju sérstaklega íslensku í list þeirra og kannski skiptir upprunalandið alltaf minna og minna máli. sauðahúsi, í viðtali í sama miðli. Það var breski raftónlist- armaðurinn Fat Boy Slim og eins og lög gera nánast ráð fyrir var hann spurður út í það hve vel hann þekkti til íslenskrar tónlistar. Hann sagðist alla vega þekkja hana betur en lettneska tón- list en treysti sér illa til að bera fram nafn hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Listamaðurinn sagð- ist hrifinn að myndrænni og íhugulli tónlist sveitarinnar þrátt fyrir að hún sé gjörólík hans eigin töktum. Þetta taldi Fat Boy Slim nóg til að álíta sjálfan sig aðdáenda íslenskr- ar tónlistar. Upprunalandið Á vörum sem við kaupum úti í búð kíkjum við stundum á upp- runalandið. „Made in China“ er þar algengur merkimiði jafnvel þó að fyrirtækin sem bjóða fram vöruna séu vestræn og hönnun og markaðssetning hennar fari fram í okkar heimshluta. Listir lúta oft dálítið öðrum lögmálum því að við viljum trúa því að þær séu frjálsari undan markaðsvæðingu síðustu ára en gengur og gerist um aðrar vörur á markaði. Þetta er auðvitað ekki algilt en listir eiga samkvæmt gamalli trú okkar að koma frá hjartanu. Eins og á við ýmsar vörur skiptir upprunalandið því oft nokkru máli í listum. En er til eitthvað sem er fyllilega „íslensk list“ í samtímanum? Og skipt- ir það yfir höfuð einhverju máli hvaðan listin kemur? Ekki þurfum við að fara mjög mörg ár aftur í tímann í sögu ís- lenskra lista til að finna mýmörg dæmi um það að listir hafi átt að styðja við sjálfstæðiskröfu þjóðarinnar og leggja sitt af mörkum til að ýta undir hana. Verk listamanna voru því skoðuð sem vitnisburður um menn- Ragnar Kjartansson er „forsíðu- drengur“ íslenskrar myndlistar í dag. Sérlega „íslenska þræði“ er ekki endilega auðvelt að greina í verkum hans. Allur heimurinn liggur undir. Björk er forystusauðurinn í íslensk- um listum. Hún hefur gefið kynslóð- um íslenskra listamanna kjark til að stækka sjónsvið sitt og leitast við að koma list sinni á framfæri við stóran heim. Kannski gat Björk hvergi komið fram nema á Íslandi. Það er ólíklegt en hver veit? Landslagið íslenska er oft rækilega nýtt í íslenskum bíómyndum sem vekja athygli víða. Hjartasteinn er dæmi um það. Kannski eru kvikmynd- irnar oft „íslenskastar“ í eðli sínu í samanburði við aðrar listgreinar.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.