Fréttatíminn - 25.02.2017, Qupperneq 31

Fréttatíminn - 25.02.2017, Qupperneq 31
| 31FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 85 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið • Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina • Þvottahúsið • Sérverslunina Svartími við útlönd Á síðustu áratugum hafa leiðir okkar Íslendinga út í heim sem betur fer orðið fjölbreyttari en áður var. Þetta hefur áhrif á listir. Til að einfalda málið má horfa til myndlistar. Seint á nítjándu öld og í upphafi þeirrar tuttugustu var línan í veikburða myndlistarlífi landsins að mestu tekin í gegnum Danmörku. Síðar varð París „um- skipunarhöfn hugmyndanna“ sem hingað streymdu til lands í list- greininni, á meðan minna var um að andblær bærist frá Bandaríkj- unum. Loks tók Holland við nær- ingarhlutverkinu, því að alltaf þarf þessi menningarþjóð sína næringu að utan, það hefur ekkert breyst og mun ekki breytast. Þjóðerni listamannsins er dá- lítið eins og fæðingarblettur sem einkennir hann og hans verk. Það er listamanninum síðan í sjálfsvald sett hvað hann flíkar fæðingar- blettinum mikið. Eflaust eru þeir til listamennirnir íslensku sem nýta sér þjóðernið með beinum eða óbeinum hætti, en líklega er áhuginn yfirleitt kominn frá þeim sem spyrja þá út í verkin þeirra. Ísland er í sviðsljósinu, en sviðs- ljósin eru yfirleitt hreyfanleg. Á síðustu árum hafa síðan gengið yfir Ísland langmestu menningarlegu breytingar í sögu landsins, líklega meiri breytingar en það þegar erlendir herir komu til landsins í seinna stríði með tyggigúmmí og nýja tón- list í farteskinu. Netið hefur stytt svartíma Íslands við útlönd, gert íslenskar listir og hugmyndir að- gengilegar heiminum og öfugt. Hugmyndir ferðast hraðar en nokkru sinni fyrr. Í listum skiptir menntun máli, það er ekki þannig að listin verði bara til vegna þjáningar lista- mannsins í þakherbergi, eins og rómantíska hugmyndin sagði fyrir um. Aðbúnaður í Listaháskóla Ís- lands er skammarlegur fyrir okk- ur öll og starf skólans mikilvægt í landi sem vill fjölga tækifærum og auka víðsýni ungs fólks. En aðgengi að lánsfé og möguleikar á menntun erlendis fyrir allar okkar starfsstéttir, líka listamenn, eru einnig mikilvæg atriði. Hugmynd- irnar verða að koma víða að og fjölbreytileiki þeirra gerir það að verkum að hér á landi þrífst jafn fjölbreytt listalíf og raun ber vitni. Enginn er nefnilega eyland, ekki einu sinni eyjarskeggjar. Að gera „Við þurfum að gera hlutina á Ís- landi,“ segir myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson í nýlegu við- tali við Bloomberg sjónvarpsstöð- ina. Ragnar er orðinn einn þeirra listamanna sem stendur fyrir sköpunarkraftinn sem einkennir íslenskar listir. Þetta er ekki flókin hugmynd hjá honum, maður þarf að fá hugmynd og framkvæma hana. Er hægt að ímynda sér eða óska sér frjálsari listsköpun en það? Þjóðríki eru flokkunartæki og ef það er eitthvað sem fræðimönn- um og áhugamönnum um listir finnst skemmtilegt þá er það að flokka. Enn skiptir upprunaland listarinnar því einhverju máli, í al- þjóðavæddum heimi þar sem hug- myndir flæða þvert á landamæri. Stundum er hægt að lesa sögu þjóðar, áhrifamátt náttúrunnar eða eitthvað álíka inn í þá hluti sem íslenskir listamenn gera. Samt er fátt sem gerist algjör- Tungumál er það sem nátengdast er íslensku þjóðerni, fyrir utan kannski landið sjálft. Tónlistarmenn á Íslandi sækja út í heim og syngja á ýmsum tungumálum, íslensku, ensku og jafnvel tilbúna tungumálinu vonlensku, í tilviki Sigur Rósar. Byggingarlist er ein þeirra listgreina þar sem þjóðleg einkenni hafa að miklu leyti horfið í samtímanum. Framtíðarmynd af Hafnartorgi í Reykjavík er ekkert sérlega íslensk. Þjóðerni listamannsins er dálítið eins og fæðingar- blettur sem einkennir hann og hans verk. Það er listamanninum síðan í sjálfsvald sett hvað hann flíkar fæðingarblettinum mikið. lega af sjálfu sér. Hugmynd- ir listamanna þurfa að nærast í opnum og áhugaverðum sam- skiptum, heima og heiman. Áhugi umheimsins á menningarlífi Ís- lendinga kemur heldur ekki til af sjálfu sér. Sá áhugi er tilkominn út af hugmyndaflugi, hæfileikum og dugnaði íslenskra listamanna. Afurðir menningarinnar búa þennan áhuga til og hann verður ekki til í tómarúmi. Það er okkar allra, stjórnvalda og almennings í landinu, að næra þær rætur sem gróðurinn sprettur af.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.