Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 21. janúar 2017 Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. H eim sfe rð ir á ski lja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra. SKÍÐI 4. febrúar í 7 nætur Netverð á mann frá kr. 124.830 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb. Netverð á mann frá kr. 134.995 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Skihotel Speiereck Frá kr. 124.830 m/hálfu fæði Allt að 34.000 kr. afsláttur á mann í Austurríki Menning Að minnsta kosti einn þáttur í þáttaröðinni Black Mirr- or verður tekinn upp hér á landi. Þetta staðfestir framleiðslufyrir- tækið True North. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Þættirnir, sem eru hugarsmíði breska sjónvarpsmannsins Charlie Brooker, slógu óvænt í gegn fyrir nokkrum árum, skömmu eftir að þeir höfðu verið sýndir í bresku sjónvarpi. Netflix tók þættina upp á sína arma og framleiddi síðast sex þátta seríu þar sem varpað er ljósi á samspil manna og tækni í ná- lægri framtíð. Skemmst er frá því að segja að þættirnir hafa vakið gífurlega athygli og hlotið fjölmörg verðlaun. Til stendur að taka upp nýja þáttaröð á þessu ári en þegar hefur verið greint frá því að bandaríska leikkonan Jodie Foster muni leik- stýra einum þætti, þó ekki endilega þeim sem tekinn verður upp á Ís- landi. Þá hefur nafn leikkonunnar Rosemarie DeWitt verið nefnt, en hún lék síðast í kvikmyndinni La La Land. Hver þáttur segir sjálfstæða sögu og má í raun líkja þeim við stuttar kvikmyndir, en síðasti þátturinn í þriðju þáttaröðinni var þó einn og hálfur tími að lengd. Eins og fyrr segir er ekki ljóst hvaða þáttur verður tekinn upp hér á landi. Miklar getgátur hafa verið uppi um fjórðu þáttaröðina, meðal annars vangaveltur um að framhald verði gert á þættinum San Juniper sem fjallar um tvær kon- ur sem kynnast í nokkurskonar sýndarveruleika og verða ástfangn- ar, en þættirnir voru teknir upp í Höfðaborg í Suður-Afríku. Það er ljóst að af nógu er að taka þegar kemur að samspili manna og tækni. Handritshöfundurinn Brooker hefur þó sýnt að hann fer ekki hefðbundnar leiðir í frásögn sinni. Samkvæmt heimildum verða upptökur á þáttunum ekki bara úti á landi, eins og oftast, þeir verða einnig teknir upp í Reykjavík. Charlie Brooker stendur fyrir miðju ásamt hópnum sem leikur í þriðju þáttaröð Black Mirror. Black Mirror tekinn upp á Íslandi Skólamál Einkaskólinn Nú í Hafnarfirði uppfyllir ekki kröfur um fjölda klósetta í skólahúsnæð- inu og er því rekinn á undan- þágu. 32 nemendur skólans hafa eitt klósett til umráða en hafa fengið að nota annað á hæðinni fyrir neðan þar sem er rekin starfsendurhæfing. Hörður Svavarson formaður heilbrigðisnefndar Hafnar- fjarðar, Kópavogs og Garða- bæjar segir að þetta standi allt til bóta en undanþágu- beiðni hefur verið send til umhverfisráðuneytisins. „Þetta er ekkert stórmál sko, það er enginn að fara að pissa í buxurnar. Um- hverfisráðuneytið þarf bara tíma til að vinna málið því svona getur skapað fordæmi.“ Hann segir að skólahaldið gangi vel og málið skipti engu máli í stóra samhenginu þótt það sé broslegt. „Það er svona þegar menn eru uppfullir af góðum hug- myndum og hugsjónum um að reka skóla, en gleyma því að fólk þarf að nota klósett,” segir hann. | tka Nýja skólann vantar klósett til að standa undir kröfum yfirvalda. Enginn að pissa í sig Hörður Svavarsson er formaður heilbrigðis- nefndar. Frá Hruni hafa íslenskir fjölmiðl- ar verið fjármagnaðir af sérhags- munaaðilum og aðilum sem hafa ríkan hag af því að hafa áhrif á umræðuna. Viðskiptamódel fjölmiðla sem starfa á markaði en veita almannaþjónustu virðist brotið. Af þessum sökum mun Fréttatíminn hlutast til um stofnun Frjálsrar fjölmiðlunar, félags sem leitar til almennings um stuðning við frjálsa og óháða blaðamennsku. „Hefðbundnir fjölmiðlar um allan heim standa frammi fyrir þeirri staðreynd að viðskiptamódel þeirra er brostið,“ segir Gunnar Smári Eg- ilsson, útgefandi Fréttatímans. „Eft- ir niðurskurð kostnaðar á undan- förnum árum hafa þeir miðlar sem vilja stunda almannaþjónustu því margir gripið til þess ráðs að leita til almennings um stuðning til að stunda áfram frjálsa og óháða blaða- mennsku, nú síðast The Guardian í Bretlandi. Við viljum freista þess að fara þessa sömu leið.“ Óháð blaðamennska mikilvæg Gunnar Smári segir að núverandi útgefendur Fréttatímans hafi þreif- að fyrir sér um útgáfuform það ár sem liðið er frá því að þeir komu að verkefninu: „Við efldum vefsvæðið og fjölguðum útgáfudögum, bætt- um við laugardagsblaði í maí á síð- asta ári og gáfum út blað á fimmtu- dögum tímabundið fyrir jól. Við sjáum að auglýsingamarkaðurinn stendur undir útgáfu í þetta stóru upplagi sem dreift er til rúmlega 75 þúsund heimila, en ekki undir öfl- ugri ritstjórn. Við getum því haldið áfram að dreifa auglýsingum innan um sæmilegt efni eða leitað til al- menning um stuðning til að nýta slagkraft mikillar útbreiðslu til stunda öfluga blaðamennsku sem hefði víðtæk áhrif á samfélagið.“ Gunnar Smári bendir á að sú tegund blaðamennsku, sem flest- ir telja mikilvæga fyrir virkt lýð- ræðislegt samfélag, hafi byggst upp af efnahags- og tæknilegum ástæð- um. Vegna fákeppni og/eða einok- unar á dreifileiðum hafi byggst upp í fjölmiðlafyrirtækjum í einkaeigu fjárhagslegur styrkur til að halda uppi almannaþjónustu. Með staf- rænni dreifingu og Internetinu hafi tæknilegar forsendur þessa brostið og afleiðingar þess hafi orðið sú að efnahagslegar stoðir hinna hefð- bundnu miðla hafi brostið. Markmið að bæta samfélagið „Þegar fólk dáist að blaðamönnum The Boston Globe í bíómyndinni Spotlight er vert að hafa í huga að þegar sagan gerðist voru starfs- menn blaðsins meira en helm- ingi fleiri en í dag. Efnahagslegar forsendur fyrir þessari tegund blaðamennsku eru í raun brostnar. Ef við viljum viðhalda henni verð- um við að gera eitthvað nýtt,“ segir Gunnar Smári. Hann segir að samfélagið hafi í stórum dráttum um tvo kosti að velja. „Annað hvort látum við sér- hagsmunina éta upp gömlu fjöl- miðlana og nota þá til að verja stöðu sína í samfélaginu. Eða við finnum leið fyrir almenning til að styrkja óháða og frjálsa blaðamennsku sem gætir að almannahagsmunum.“ Gunnar Smári segir að í sjálfu sér sé engin ástæða til að gráta lengi yfir hrörnun þess viðskiptamódels sem var að baki sterkra fjölmiðla á seinni hluta síðustu aldar. Hann segir að þetta tímabil sé einfald- lega liðið. „Það má segja að við séum aftur komin á upphafsreit, til þess tíma á nítjándu öldinni að blöð spruttu upp af vilja fólks til að bæta samfélagið. Við viljum nýta útbreiðslu Fréttatímans og slag- kraft, sem auglýsingamarkaðurinn skaffar, til að byggja upp öflugan fjölmiðil í almannaþjónustu. Mark- miðið er að bæta samfélagið, það er ekkert launungarmál. Samfélag þar sem allir sterkir fjölmiðlar fyrir utan Ríkisútvarpið eru í eigu sér- hagsmunaaðila mun halda áfram að ganga á almannahagsmuni.“ Einn kaffibolli á mánuði Þeir sem áhuga hafa á að styðja Fréttatímann geta farið inn á vef Frjálsrar fjölmiðlunar, frjals- fjolmidlun.is, og gerst stofnfélagar í Frjálsri fjölmiðlun, félagi sem ætl- að er að efla frjálsa og óháða blaða- mennsku á Íslandi, í fyrstu með því að efla Fréttatímann. Fólki getur bæði greitt andvirði eins kaffibolla á mánuði til stuðn- ings Fréttatímanum og tryggt þar með áframhaldandi útbreiðslu hans og áherslur á óháða blaðamennsku, eða valið aðrar upphæðir eða fyrir- komulag. Stefnt er að því að halda stofnfund félagsins eftir fáeinar vik- ur. „Á sama tíma munum við styrkja bakland útgáfufélagsins og tryggja með því áframhaldandi útgáfu,“ segir Gunnar Smári. „Framlög al- mennings fara ekki til venjulegs rekstrar Fréttatímans heldur aðeins til að styrkja ritstjórnina.“ Að undanförnu hefur lestur Fréttatímans vaxið og kannanir sýna að traust á blaðinu hefur vax- ið. Óskar stuðnings við frjálsa blaðamennsku „Það má segja að við séum aftur komin á upphafsreit, til þess tíma á nítjándu öldinni að blöð spruttu upp af vilja fólks til að bæta samfélagið.“ Gunnar Smári Egilsson útgefandi. Fréttatíminn er gefinn út í 80 þúsund eintökum tvisvar í viku. Markmiðið með stofnun Frjálsrar fjölmiðlunar er að halda úti öflugri óháðri blaðamennsku á grunni mikillar útbreiðslu og mikils lesturs. Eigendur hestanna voru á þorrrablóti ásamt öðrum bændum í sveitinni þegar eldinga- veðrið gekk yfir. Mynd | þká Eldingu sló niður í hross Dýr Hestur drapst þegar hann varð fyrir eldingu í Gnúpverja- hreppi á föstudagskvöld í síðustu viku. Eigendur hrossanna voru á Þorrablóti í Árnesi en skepnurnar voru á túni skammt frá bæjarhús- ununum. Um það leyti sem gest- ir voru að týnast inn á þorrablótið brast á gríðarmikið þrumuveður og í kjölfarið fylgdu eldingar. Daginn eftir þegar bóndinn mætti til gegninga lá einn hesturinn dauð- ur á túninu og annar var slasaður á fæti. „Þetta getur komið fyrir, ég man eftir slíku máli í Austur-Skaftafells- sýslu fyrir um áratug, þar sló eldingu niður og hún drap 10 holda- beljur,“ segir Gunnar Þorkelsson héraðsdýralæknir á Suðurlandi. „Þetta er þó ekki algengt á Íslandi en kemur stundum fyrir á hinum Norðurlöndum, þar verður fólk líka stundum fyrir eldingum þegar það leitar skjóls undir trjám í eldinga- veðri.“ | þká

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.