Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 14
Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is RESTAURANT- BAR námskeið TAKK FYRIR FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Á TAPAS- OG VÍNSMÖKKUNAR- NÁMSKEIÐINU OKKAR Vegna fjölda fyrirspurna höfum við bætt við fleiri námskeiðum í apríl og maí Námskeiðin eru haldin á fimmtudögum milli klukkan 16 og 18 og kosta 6.900 kr. á mann. TAPAS VÍNSMÖKKUN& Vínsnillingar Tapasbarsins og Stefán Ingi Guðmundsson víngúrú sjá um fræðsluna. Smakkaðar eru 10 tegundir af sérvöldum vínum með 13 gómsætum tapasréttum. Námskeiðin eru tilvalin fyrir alla; einstaklinga og hópa. Aðaláherslan er að hafa gaman … saman. Skráning er á tapas@tapas.is Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 551 2344 DAGSETNINGAR 9. febrúar fullbókað 23. febrúar 2 sæti laus 9. mars fullbókað 23. mars fullbókað 6. apríl viðbótarnámskeið 27. apríl viðbótarnámskeið 11. maí viðbótarnámskeið 14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. janúar 2017 kalla mestan hávaða, fá mesta athygli.“ Jón Ólafsson telur að ástandið muni vissulega versna á þessu ári. Í Þýskalandi fái þjóðernissinnar, ef spár ganga eftir, fulltrúa á Sam- bandsþingið og öfgasinnaður hluti stjórnmálamanna verði fyrirferðar- meiri. „Það verður meiri æsingur og meira ofbeldi. Ég held hinsvegar að hófsamir borgarar séu sterkari. Svo ég vitni í Michael Moore: „Við erum enn í meirihluta.““ Hann segir að það hvíli þó mik- il ábyrgð á fjölmiðlum og öðrum stjórnmálamönnum, að láta ekki hrífast með. „Ég held að þau rísi undir ábyrgðinni að mestu leyti. Það er meiri almennur stuðningur við frjálslyndi og mannúð en virðist við fyrstu sýn. Í New York Times er talað um Donald Trump eins og fyr- irlitlegan hálfvita, á hverjum degi. Það er einsdæmi að stórblað tali þannig um forsetaembættið. En fá- vitastjórnvöld geta auðvitað valdið gríðarlegum skaða, til dæmis í lofts- lagsmálum. Og eftirlitskerfin og njósnastarfsemin fitna eins og púki á fjósbita í þessu ástandi. Við eigum eftir að súpa seyðið af því.“ Líkt við Thatcher Hægrimaðurinn Francois Fillon er enn sem komið er álitinn sig- urstranglegastur í aðdraganda for- setakosninganna í Frakklandi. En talið er að mjótt verði á mununum milli hans og Marine Le Pen í fyrri umferðinni en í seinni umferðinni muni hófsamari kjósendur flykkja sér um hann til að halda Marine Le Pen úti í kuldanum. Það sama hafi gerst þegar faðir hennar Jean-Marie Le Pen og stofnandi Front National, fór fram árið 2002 og margir kjós- endur studdu þá Chirac fyrrverandi Frakklandsforseta þrátt fyrir óbragð í munni. Fillon hefur verið duglegur við að laga sínar kosningaáherslur í inn- flytjendamálum að kjósendahópi Marine Le Pen og hann hefur mjög þröngsýna afstöðu ýmissa mála sem varða minnihlutahópa. Hann talar hinsvegar fyrir hreinni og klárri frjálshyggju í efnahagsmálum og hefur þar verið líkt við Margréti Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands. Það er óvíst hversu vel þessi kokteill gengur ofan í Frakka Um síðustu helgi fóru síðan fram forkosningar hjá franska Sósíalista- flokknum. Kosið verður að nýju milli forsætisráðherrans Manuel Valls sem hefur hingað til þótt líklegasti kandídatinn, en að sama skapi ekki vinsæll meðal almennra kjósenda og Benoît Hamon sem skaut honum ref fyrir rass í kosningunni og er tals- vert lengra til vinstri. Dauðhrædd við Marine Le Pen Jean-Marie Le Pen, stofnanda Front National, var vikið úr flokknum fyr- ir tvemur árum vegna ummæla um gyðinga og seinni heimsstyrjöldina. Þannig reyndi flokkurinn að fjar- lægja sig frá herskárri fortíð sinni og gerði sig gjaldgengan á miðum hefðbundinna stjórnmála, En mið- að við félagsskapinn sem dóttir Jean Marie heldur sig í, er flokkurinn bara búinn að skipta um föt, innrætið er hið sama. Ásamt því að lýsa yfir stríði við al- þjóðavæðingu og svokallaða elítu og afturhvarfi til kristinna gilda og íhaldssemi hefur Marine einnig látið ýmis rasísk og niðrandi ummæli falla um innflytjendur. Kristín Jónsdóttir, þýðandi í Par- ís, segist dauðhrædd við að Marine Le Pen verði næsti forseti Frakk- lands. Hún segir að innflytjendur séu margir hverjir uggandi um að Le Pen nái kjöri en hún hefur lofað að taka hart á innflytjendum og reka marga úr landi. „Það er hinsvegar sterk stjórnarskrá og ríkisráð sem verndar hana. Hún lofar alls konar hlutum eins og að losna við hæl- isleitendur og útlendinga, en getur svo auðvitað ekkert staðið við það. Eða vonandi.“ Kristín segir að margir Frakkar séu enn sem komið er í afneitun gegn því að eitthvað þessu líkt gæti gerst. „Líkt og Bandaríkjamenn voru gagnvart Trump. En kjör hennar gæti auðvitað kveikt bálið sem hefur kraumað árum saman,” segir hún. Og það er svo sannarlega ástæða til að hafa augum opin. Það kom mönnum í opna skjöldu þegar litlu munaði að Norbert Hofer. frambjóð- andi Frelsisflokksins í Austurríki yrði forseti landsins í fyrravor. Grundvöllur teboðsins „Í Bandaríkjunum má rekja þjóð- ernispopúlismann aftur til 1970 þegar það varð til einskonar banda- lag kristinna íhaldsmanna í Demó- krataflokknum og Rebúblikana- flokknum,“ segir Eiríkur Bergmann. „Þessir demókratar gengu í Re- búblikanaflokkinn og mynduðu þar ásamt íhaldssömum rebúblikönum einskonar bandalag kristinna gilda og hægri stefnu. Teboðshreyfingin á rætur að rekja þangað en hún lagði sitt af mörkum til að fleyta Donald Trump í Hvíta húsið.“ Eiríkur bendir á að bylgjur þjóð- ernisstefnu hafi risið og hnigið áður í Evrópu. Fyrsta bylgjan eftir seinna stríð, hafi risið í olíukrepp- unni 1972, og þar hafi komið fram á sjónarsviðið einstaklingar eins og Jean-Marie Le Pen í Frakklandi og Mogens Glistrup í Danmörku. Sú bylgja hafi liðið undir lok þótt flokk- arnir hafi starfað áfram. Næsta stóra bylgja var við fall Berlínarmúrsins en þar var drifkrafturinn andstaða við að hleypa fólki frá fyrrverandi austantjaldslöndum til Vestur- Evrópu. Sú bylgja hjaðnaði líka en spratt fram aftur af áður óþekktum krafti í efnahagsþrengingunum í kringum 2008. Breytti orðræðunni Eiríkur Bergmann segir að það sé of snemmt að segja til um hvort þessi bylgja hjaðni aftur eða hrífi okkur með sér. „Við erum í það minnsta á toppi þjóðernisbylgju núna og það gerðist hraðar en við gátum séð fyrir. Þessi stefna er ólík hefðbundnum fasisma að því leyti að hún leggst ekki í orði kveðnu gegn lýðræðinu en er alger- lega andsnúin vestrænu frjálslyndi.“ Þjóðernispopúlisminn hefur náð að breyta orðræðu stjórnmálanna og margir hefðbundir flokkar hafa farið á mjög vafasamar atkvæða- veiðar og aðlagað sig stefnumálum þeirra, til að mynda fjandskap við útlendinga og þjóðrembu. Meðan lönd eins og Pólland og Ungverja- land lúta beinlínis stjórn þjóðern- ispopúlista og hægri-öfgaflokka, eru þeir einnig orðnir áhrifamiklir á Norðurlöndum, til að mynda í Finn- landi, Svíþjóð og Danmörku. Í Þýskalandi hafa þjóðernissinnar ekki náð manni á þing þótt nýnas- istaflokkurinn NDA hafi náð manni á Evrópuþingið. Það kann að breyt- ast í þingkosningum í vor en hæ- gripopúlistaflokkurinn AFD, sem byrjaði upphaflega sem andófsflokk- ur gegn ESB, hefur átt verulegu fylgi að fagna að undanförnu undir for- ystu Frauke Petry, sem er alin upp í Austur-Þýskalandi eins og Angela Merkel. Flokkurinn er afar íhalds- samur þegar kemur að stöðu kvenna og samkynhneigðra, andsnúinn fjöl- menningu, rekur fjandsamlega inn- flytjendastefnu og vill loka landa- mærunum. AFD hefur vaxið mikið ásmegin undanfarið ár, enda hefur flokk- urinn keyrt kosningabaráttu sína nær algerlega á óvinsældum flótta- mannastefnu Angelu Merkel. Flokknum er spáð velgengni í þingkosningunum í vor og að þjóð- ernissinnar nái mönnum á þing. Þýsk stjórnvöld hafa reyndar haft af því áhyggjur að rússnesk stjórnvöld reyni að hlutast til um útkomuna með því að spinna upp neikvæðar fréttir um innflytjendur og planta þeim í fjölmiðla. „Varðstaðan um hina frjálslyndu Evrópu verður að vera afar einbeitt ef þau eiga ekki að ná að afnema þá skipun heimsmála sem við höfum alist upp við,“ segir Eiríkur. „Ég held að fólk sé almennt ekki meðvitað um hvað þetta hefur fengið að ganga langt. Stjórnmálaumræða sem fyrir nokkrum árum hefði þótt óboðleg og andstyggileg er orðin samþykkt og viðtekin.“ Jón Ólafsson prófessor segir að það hvíli mikil ábyrgð á fjölmiðlum og öðrum stjórn- málamönnum, að láta ekki hrífast með bylgju hægri öfgamanna og popúlista. „Ég held að þau rísi undir ábyrgðinni að mestu leyti. Það er meiri almennur stuðningur við frjálslyndi og mannúð en virðist við fyrstu sýn. Í New York Times er talað um Donald Trump eins og fyrirlitlegan hálfvita, á hverjum degi." Mynd | Getty Eiríkur Bergmann prófessor á Bifröst hefur fjallað mikið um uppgang þjóðernisspopúlista, meðal annars hér í Fréttatím- anum, en hann gaf nýverið út bókina Nordic National- ism and Right-Wing Popu- list Politics, sem kemur út hjá alþjóðlega forlaginu, Palgrave Macmillan og greinir þjóðernishyggju á Norðurlöndum og uppgang þjóðernis- popúlískra flokka í löndunum fimm. Kristín Jónsdóttir þýðandi segist óttast að Marine Le Pen gæti orðið forseti Frakklands. Hún segir að Frakkar séu enn í afneitun.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.