Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 40
Vegan Ef þú nennir ekki að elda og langar í eitthvað gott þá er kominn vegan hamborgari á Aktu Taktu, já þetta er ekki grín! Hamborgari, franskar og kók, hvað er betra? Árstíðarbundið Lifrarpylsa og flatkaka með hangikjöti er þorra- manns matur. Stappaðu kartöflumús með lifrar- pylsunni og fáðu þér stórt mjólkurglas með matnum og þú getur ímyndað þér að þú sért að borða kvöldmatinn þinn í moldar- kofa. Verði þér að góðu. GOTT Í MATINN Við seljum umhverfisvænan pappír af öllum gerðum, þar á meðal ljósritunarpappír. Bjóðum sérskurð í þær stærðir sem henta. Þér er velkomið að líta við og finna þinn rétta pappír. PAPPÍR Með eða á móti… Kaldi potturinn Ódýrt Frosin pizza úr frystin- um í Bónus, það getur ekki klikkað. Bættu við öllu sem þú átt í ísskápnum og leyfðu þér að kaupa einn pip- arost og þú ert með dýrindis veislu. Anna Einarsdóttir Ég er hlynnt því að kaldi potturinn sé í sundlaugum til að bæta heilsu þeirra sem kjósa. Sjálf þori ég ekki ofan í hann, vil frekar soðna í heita pottinum. Birna Guðmundsdóttir Ég var lengi vel aðdáandi kalda pottsins í sundlaugum lands- ins og naut þess ekki bara að dýfa mér ofan í ískalt vatnið sjálf heldur líka horfa á aðra sundlaugargesti gera það sama - enda getur athæfið oft verið einkar spaugilegt. Síðast þegar ég dýfði mér ofan í kald- an pott fékk ég hins vegar þá allra svæsnustu þvagfærasýkingu sem sögur fara af. Þannig ég er ekki lengur með, heldur á móti. Freyr Rögnvaldsson Kaldir pottar eru afleit hug- mynd. Til að þola við í köldu vatni þarf að vera hægt að hreyfa sig en flestir kaldir pottar sundlaug- anna eru svo þröngir að maður fær innilokunarkennd.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.