Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 24
vinna í Baðhúsinu sem þá var eina stöðin sem var sérstaklega fyrir konur. Þar tók ég eftir því að margar mæður voru með unga- börnin í barnabílstólnum á meðan þær æfðu. Ég benti þeim á að við þyrftum að bæta úr þessu, börnin yrðu að fá að vera með því það er fullkomin örvun fyrir barn að vera lyft af foreldrinu á meðan foreldr- ið æfir,“ segir Krizstina sem var með sérstaka mæðratíma í Bað- húsinu í mörg ár. Hana dreymdi þó alltaf um að stofna sína eigin stöð sem væri sérstaklega fyrir mæður og börn. Alltaf útlendingur án tungumálsins „Það var dáldið erfitt fyrir mig að venjast lífinu hér því þegar maður er vinsæll á heimaslóðunum þá áttar maður sig ekki á því hvað það er erfitt að byrja alveg frá grunni, og auðvitað án allra gömlu sambandanna. Ég var ánægð í Baðhúsinu en eftir nokkur ár var orðið erfitt fyrir mig að búa hér og mig langaði aftur til baka. En þetta snerist líka að miklu leyti um tungumálið. Ég talaði enga ís- lensku og ég vildi ekki læra hana, líklega vegna þess að innst inni ætlaði ég aftur heim. Þegar mað- urinn minn spurði mig svo hvað hann gæti gert til að gera mig ham- ingjusama á Íslandi þá sagði ég honum að ég yrði að framkvæma drauminn um að stofna mína eigin líkamsræktarstöð, ég gæti ekki verið hér án þess að byggja eitthvað upp sjálf,“ segir Krizstina. Það varð úr að hjónin ákváðu að fjárfesta í nokkrum áhöldum og stofnuðu svo Hreyfiland, heilsu- rækt fyrir mæður og börn, árið 2003. Um leið og Krizstina hafði tekið ákvörðun, um að vera hér og byggja upp sitt eigið fyrirtæki, fór henni að líða betur. „Þegar mér fór að líða betur ákvað ég að læra íslensku og eftir að ég lærði tungu- málið er ég allt önnur manneskja. Þú verður alltaf útlendingur ef þú lærir ekki tungumálið, en í dag slær hjarta mitt á íslensku og því finnst mér ég vera íslensk. Maður kemst ekkert inn í kerfið án tungu- málsins en það þarf að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, annars gengur ekkert upp.“ Gott að vera á Seltjarnarnesi Auk þess að vera með tíma fyr- ir mæður og börn og fitkid fyrir krakka í Hreyfilandi, þá leggur Krizstina sérstaka áherslu á lík- amsrækt fyrir tvítyngd börn. „Ég var hrædd um að það gæti orðið erfitt að ala börnin upp við mörg tungumál en veit í dag að því fleiri tungumál sem þau læra því betra, og ég veit að hreyfing hjálpar börn- um með fleiri en eitt tungumál mikið,“ segir Krizstina en á heimili hennar eru töluð fjögur tungumál. Hún talar ungversku við börnin, Juan José talar spænsku við þau, þau hjónin tala ensku sín á milli og börnin íslensku sín á milli. „Þegar ég lærði til íþróttaþjálf- ara í Ungverjalandi kynntist ég kenningu sem ég hef mikla trú á. Hún er sú að hreyfingar sem tengja saman hægra og vinstra heilahvelið henti sérstaklega vel fyrir málþroska tvítyngdra barna. Þetta hefur virkað mjög vel fyrir börnin mín og ég er fegin í dag að hafa verið svona ákveðin við þau að tala öll þessi tungumál. Þegar við erum með matargesti heima snúast samræðurnar oftast um öll tungumálin sem hljóma í bland við hvort annað,“ segir Krizstina sem hefur nú búið á Seltjarnarnesi í nær tuttugu ár. „Við keyptum okkur hús á Nesinu stuttu eftir að ég flutti hingað og árið 2013 flutti ég Hreyfiland líka til Sel- tjarnarness. Hér er gott að vera en við erum líka duglega að ferðast. Þó að hjarta mitt slái á íslensku og móðurmál barna minna sé ís- lenska þá vil ég að börnin mín viti hvaðan þau eru.“ Krizstina ferðaðist um allan heim og keppni í fitnessi, hér er hún á móti árið 1995. Líkamsræktarstöð Krisztinu í Ungverjalandi var fyrir konur og börn. SVÍNVIRKAR FYRIR HÓPA SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is KJALLARINN á Sæta svíninu er skemmtilegur staður fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. KJALLARINN er frábær fyrir alls konar tilefni; árshátíðir, hádegis- eða kvöldverð, veislur, vinnufundi, kokteilboð, bjórkvöld eða fyrir „Happy Hour“ eftir vinnu. FYRSTA FLOKKS AÐSTAÐA Í NOTALEGUM SAL • Sæti fyrir allt 50 manns – hægt er að taka á móti fleirum í standandi veislu • Skjávarpi og tjald • Tilvalið er að koma með eigin tónlist og/eða skemmtiatriði • Bar • Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur Í boði eru fjölbreyttar veitingar; girnilegir hópmatseðlar, spennandi veitingar fyrir standandi veislur og auðvitað fljótandi veigar. Við hlökkum til að taka á móti þínum hóp! GASTROPUB ELDHÚSIÐ ER OPIÐ 11.30–23.30 Þegar ég lærði til íþrótta- þjálfara í Ungverjalandi kynntist ég kenningu sem ég hef mikla trú á. Hún er sú að hreyfingar sem tengja saman hægra og vinstra heilahvelið henti sérstaklega vel fyr- ir málþroska tvítyngdra barna. Þetta hefur virk- að mjög vel fyrir börnin mín og ég er fegin í dag að hafa verið svona ákveðin við þau að tala öll þessi tungumál. 24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. janúar 2017

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.