Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 42
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Söngkonan Hildur Krist-ín Stefánsdóttir var mikið fyrir skyndibita og óhollar kökur, en ákvað að gera dramat- ískar breytingar á mataræði sínu í ágúst á síðasta ári. Hún hafði reyndar ekki mikla trú á sér í þessum efnum og það kom henni á óvart hvernig þessi nýi lífsstíll vatt upp á sig. Hún hefur nú opn- að opnað bloggsíðuna hipaleo. com þar sem hún birtir hollar og girnilegar uppskriftir og ýmsar vangaveltur og upplýsingar um bæði paleo og whole30 mataræði. En slíkt matarræði snýst um að borða sem hreinasta fæðu. Um er að ræða svipaða hugmyndafræði en á whole30 mataræðinu gilda þó aðeins strangari reglur. Breyttur hugsunarháttur „Mér finnst alltaf gaman að taka áskorunum. Ég borðaði mjög mik- ið af skyndibita og var löt við að elda. Ég hugsaði mikið um hollan mat og að ég ætti nú að fara að borða hann einhvern tíma, en það var aldrei alveg tími til þess. Svo kynntist ég Whole30 mataræðinu og fannst það spennandi leið til að prófa þetta almennilega. Um leið og maður tekur ákvörðun um að gera eitthvað sem er bannað að svindla á er maður líklegri til að halda sig efnið.“ Hildur segir að þessar breytingar hafi vissulega verið erf- iðari í fyrstu, enda þurfti hún að breyta hugsunarhætti sínum gagn- vart mat. „En þetta vakti áhuga minn á því að elda hollan og góðan mat. Mér hefur alltaf þótt gaman að elda, en samt meira að baka óhollar kökur. Það leiðinlega við að baka risastóra óholla köku er að maður fær oft samviskubit þegar maður borðar hana. Hins vegar áttaði ég mig á því að ef ég gerði hollari mat og sætindi þá væri bæði gaman að elda og mér liði vel þegar ég borðaði.“ Ekki heilög í mataræðinu Eftir að Hildur kláraði mánuð á Whole30 þá ákvað hún að halda sig við hreint mataræði, en skipti yfir í paleo mataræði þar sem að- eins fleiri fæðutegundir eru leyfi- legar. „Heilt yfir er ég þó alls ekki heilög hvað varðar mataræðið. Ég get alveg verið heilög í mánuð en til lengri tíma þá er fínt að hafa það viðmið að elda svona heima hjá sér en þegar maður fer í veislu að borða það sem er í boði. Annars verður þetta mjög erfitt til lengdar.“ Hún ákvað svo að prófa að taka annan whole30 mánuð í janúar, nú með meiri þekkingu en síðast og breiða út boðskapinn. „Það hafði blundað í mér frá því ég breytti mataræðinu að mig langaði að opna blogg, því fólk í kringum mig var svo áhugasamt. Ég hafði tekið myndir og sett á instagram þannig það var ekki mikið viðbót- arvesen að henda í blogg. Það er heldur ekki mikið um paleo upp- skriftir á íslensku, þannig það var þörf fyrir þetta.“ Kom sjálfri sér á óvart Hildur fær innblástur af upp- skriftunum víða og hefur prófað sig áfram með ýmis hráefni. Sum- ar uppskriftirnar á síðunni eru alveg hennar á frá grunni á meðan hún breytir öðrum lítillega frá upprunalegri útgáfu. Hún segist í raun hafa komið sjálfri sér mikið á óvart að hafa haldið þetta mataræði út í svona langan tíma. Og það sem var enn óvæntara; hana langar nú mjög sjaldan í óhollan mat. „Þegar ég prófaði þetta fyrst þá bjóst ég ekki við því að klára 30 daga. Mér finnst skyndibiti svo geðveikt góður og borðaði mjög óhollt. Ég var ótrúlega hissa þegar þrítugasti dagurinn rann upp. Ég var í fyrsta lagi hissa á að mér hefði tekist þetta og í öðru lagi að mig langaði ekki að fara beint út að fá mér hamborgara. Mér leið það vel og tilhugsunin um að fá mér eitthvað óhollt var ekkert spennandi.“ Varð mjög slæm í húðinni Hildur fann fljótt mikinn mun á sjálfri sér bæði líkamlega og and- lega þegar hún byrjaði að borða hollari fæðu. Og þegar hún ákvað að leyfa sér allskonar óhollustu um jólin þá varð hún mjög slæm í húðinni og meltingin fór úr skorð- um. „Ég var með höndina ofan í konfektkassanum og leið illa í maganum öll jólin. Ég held að ástæðan hafi verið tvíþætt. Bæði var ég orðin meðvitaðri um hvern- ig mér líður í tengslum við mat og líkaminn var orðinn vanur öðru. Eitt af því sem gerist þegar mað- ur breytir mataræðinu þá verður maður meðvitaðri um hvernig maturinn hefur áhrif á líkamann. Fólk sem hefur ekki prófað hreint mataræði þekkir ekki muninn og veit ekki hvernig óhollur matur hefur áhrif á það.“ Dreymir um Eurovision Annars er nóg að gera hjá Hildi um þessar mundir og hún er með- al annars að undirbúa sig fyrir þátttöku í Söngvakeppni Sjón- varpsins með lagið Bambaramm. Hún semur bæði lag og texta og flytur lagið. Hildur er sjálf mikill aðdáandi Eurovision-keppninnar og dreymir um að fá að standa á stóra sviðinu. „Þessi keppni var heilög stund þegar ég var barn. Mér fannst þetta geðveikt og það var fjarlægur draumur að fá að standa á þessu sviði. Mér finnst þessi heimur svo spennandi og klikkaður og ég held að það sé ólýsanleg tilfinning að vera hluti af þessu samfélagi.“ Úr skyndibitanum í hreint mataræði Hildur Kristín söngkona kom sjálfri sér á óvart þegar henni tókst að klára whole30 áskorunina í ágúst síðastliðnum. Síðan þá hefur hún að mestu leyti verið á hreinu fæði og opnaði nýlega bloggið hipaleo.com. Þegar ég próf- aði þetta fyrst þá bjóst ég ekki við því að klára 30 daga. Mér finnst skyndi- biti svo geðveikt góður og borðaði mjög óhollt. Ég var ótrúlega hissa þegar þrítugasti dagurinn rann upp. Hildur bjóst ekki við að sér tækist að klára heilan mánuð af whole30 mataræðinu. Mynd | Hari 2 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2017 HEILSA Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur hollur kostur á 5 mín. Plokkfiskur

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.