Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 46
Veislur og árshátíðir geta verið afar krefj-andi. Fólk leggur gjarnan mikið á sig til þess að líta sem best út og jafnvel eru kaup fest á nýjum kjól eða jakkafötum. Margt fólk nýtir sér þjónustu alls kyns fagað- ila fyrir stóra kvöldið; förðunar- fræðinga, hárgreiðslufólks, brúnkumeðferðaraðila og einka- þjálfara. En það er ekki til neins að líta vel út ef þú kannt ekki að haga þér í samræmi við það. Íslendingar eru kannski ekki þeir allra flinkustu í mannasiðum, það verður að segjast eins og er að smáspjall (e. small talk) er ekki þeirra sterkasta deild. En það er alltaf hægt að æfa sig og þjálfast í samskiptum og þeim óskráðu reglum sem gilda þegar þú ferð út á meðal fólks. Og hafðu í huga að þessar reglur eiga sér í lagi við þegar þú ferð á árshátíð maka eða þvíumlíkt. Hagaðu þér í veislunni Ô Ef þú ert í veislu á vegum þíns fyrirtækis eða þess háttar og tekur maka þinn með, ekki gleyma að kynna makann fyrir fólki. Ef þú gleymir því er meiri hætta á að hann verði utan- gátta og finnist hann ekki eiga heima þarna. Ô Gott er að hugsa um 2-3 um- ræðuefni á leiðinni í veisl- una sem gott væri að tæpa á. Stundum eru samtöl stirð- busaleg framan af veislum og þá er gott að geta gripið til þægilegs umræðuefnis sem allir geta tengt við. Ô Ekki troðast inn í samræður sem augljóslega eru einka- samræður. Ef fólk talar fremur lágum hljóðum og stendur þétt saman er það að ræða eitthvað sem ekki allir eiga að taka þátt í en ef fólk stendur með bil á milli sín og samræð- urnar greinilega almennar, er ekkert að því að slást í hópinn. Ô Reyndu að „mingla“, ekki bara við þau sem þú umgengst mest í vinnunni. Það er alltaf gott að „networka“ og efla tengslin út fyrir þinn þrönga hóp. Ô Haltu á drykknum þínum í vinstri hendi svo sú hægri sé alltaf laus fyrir handabönd. Hafðu höndina hreina og þurra. Ô Ávarpaðu fólk með nafni, „sæll Haraldur - sæl Ingibjörg“, en bara ef þú ert viss um nafnið á viðkomandi. Ô Áfengi getur verið besti vinur þinn en líka versti óvinur. Það vill enginn mæta í vinnuna á mánudegi eftir að hafa ver- ið fulli kallinn í vinnustaða- partíinu. Ô Ef veislan er í heimahúsi er gott að koma með gestgjafa- gjöf. Vínflösku, konfekt eða ostakörfu, til dæmis. Ekki koma með einhvern hlut því þú getur ómögulega vitað smekk þess sem býður í partíið, nema hann sé þeim mun nákomnari þér. Ô Ef veislan er í heimahúsi er fal- legt að bjóða fram aðstoð við að framreiða matinn eða ganga frá. Ô Ef veislan er í heimahúsi er ekki gott að vera þaulsetnasti gesturinn. Ef það fer að fækka mjög í veislunni skaltu fara að huga að brottför. Ô Ef verið er að skála, taktu þá upp glasið og horfðu í augun á sessunautum og þeim sem skál- ar á meðan. Passaðu að það sé eitthvað í glasinu þínu en ef þú ert bara með tómt glas er betra að lyfta því upp en að sleppa því að skála. Glasið á ekki að fara hærra en í augnhæð og mundu að taka sopa þegar búið er að skála. 6 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2017 ÁRSHÁTIÐIROGVEISLUR Sveit í borginni Einstök staðsetning fyrir veisluna. Unnið í samstarfi við Nauthól. Nauthóll við Nauthóls-vík hefur vakið verð-skuldaða athygli fyrir einstaklega vel heppn- aðan matseðil og dásamlega staðsetningu. Sannkölluð sveit í borginni þar sem hægt er að borða ljúffengan mat og njóta nálægðar við náttúruna. Gott aðgengi er fyrir alla og næg bílastæði. Auk þess að bjóða upp á fjöl- breyttan matseðil þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi býður Nauthóll upp á al- hliða veisluþjónustu. Hægt er að leigja glæsilegan sal á staðnum auk þess sem hægt er að panta veitingaþjónustu og fá veisluna annað hvort heim eða í sal út í bæ. Salurinn á Nauthóli hentar fyrir hvers konar mannfögnuði; árshátíðir, fundi, fermingarveisl- ur, brúðkaup, afmæli eða ráð- stefnur. Hægt að taka við allt frá 20 upp í um 120 manns. Salur- inn er bjartur og skemmtilegur og heldur vel utan um hópinn. Útsýnið er einstakt og salurinn hefur raunar algera sérstöðu hvað varðar umhverfið allt. Boðið er upp á pinnaveislur eða hlaðborð eða 2-3 rétta mál- tíðir sem fólk velur eftir smekk. Lögð er áhersla á fjölbreytt og vandað hráefni og allur matur er lagaður frá grunni. Umhverfis- vernd og sjálfbærni er ofarlega á blaði og reynt er að kaupa allt sem hægt er beint frá býli. Allar upplýsingar og tillögur að matseðli eru aðgengilegar á nautholl.is. AFMÆLI BRÚÐKAUP FERMINGAR ERFIDRYKKJUR FUNDIR RÁÐSTEFNUR Smiðjuvegur 1 - 200 Kópavogur - S: 5806720 - gala@gala.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.