Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. janúar 2017 Heimur hulinn samfélaginu Ólafur Sveinn Gíslason settist niður með nokkrum fangavörðum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg fyrir nokkrum árum og ræddi við þá á persónulegum nótum. Kvikmyndin Fangaverðir varð útkoman. Í henni er meðal annars fjallað um það viðmót sem fangaverðir mæta í samfélaginu. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Þetta er heimur sem var mér og eflaust sam-félaginu öllu mjög hulinn,“ segir Ólaf-ur Sveinn Gíslason, handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar Fangaverðir sem sýnd verður í Bíó Paradís dagana 28. janúar til 1. febrúar. Um er að ræða leikna heimildamynd sem fjallar um sýn fangavarða Hegn- ingarhússins við Skólavörðustíg á starf sitt, daglega reynslu í fangelsinu og viðmótið sem þeir mæta utan fangelsisins. „Þetta síðastnefnda er heil- mikið þema í verkinu. Við tölum mikið um hvernig samfélagið horfir á þá. Það er fullt af klisjum í því hvernig horft er á fanga- verði. Það er kannski helst að við sjáum fangaverði á neikvæðum nótum í amerískum bíómynd- um, en sú mynd sem við höfum af fangavörðum samræmist ekki íslensku samfélagi. Það er allt miklu manneskjulegra hérna.“ Myndin var tekin upp á fjór- um dögum vorið 2014 þegar kvikmyndatökulið lagði undir sig vinnusvæði fangavarða á Skólavörðustígnum. Tveir starfandi fangaverð- ir leika í myndinni, Egill Kr. Björnsson og Magnús Páll Ragnarsson, en þeir störfuðu í Hegningarhúsinu á Skólavörðu- stíg þegar verkið var kvik- myndað. Þá fara tveir leikarar, Sigurður Skúlason og Þorsteinn Bachmann, með hlutverk í myndinni Ólafur vann handritið þannig að hann talaði við nokkra fanga- verði yfir svolítinn tíma og aflaði heilmikils efnis sem hann vann úr. Áðurnefndir fangaverð- ir voru meðal við- mælenda. „Ég aðskil fanga- verðina frá text- anum, þannig að í myndinni þá segja þeir ekki það sem sögðu við mig. Þessi aðskiln- aður frelsar þá því þetta er viðkvæmt efni. Þeir eru mjög persónulegir, fara djúpt í mál- in og gefa af sér. En það gætu þeir ekki gert undir venjulegum kringumstæðum. Þetta hefði aldrei orðið til ef ég hefði verið með kvikmyndatökuvél þegar ég talaði við þá. Þessir tveir fanga- verðir nálgast efnið svo bara eins og leikarar þegar á hólminn er komið, en þeir þekkja auðvitað staðinn, eru hluti af honum og teyminu sem vinnur þar.“ Ólafur lærði heilmikið af gerð myndarinnar, meðal annars hvernig karakterar fangaverðir þurfa að vera. „Þetta er ekki starf fyrir alla. Fanga- verðirnir þurfa að hafa ákveðna dýpt og sálar- frið til að geta staðist það álag sem þetta starf krefst. Mér finnst það mjög áhugavert.“ Kjúklingatartar slær í gegn Leikarar setja sig í spor fangavarða og fangaverðir setja sig í spor leikara í myndinni. Ólafur vann handritið upp úr persónuleg- um samtölum sem hann átti við nokkra fangaverði. Kjúklingatartar er framandi réttur sem vakið hefur mikla athygli. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur veitt Íslendingum innblástur í nýstárlegri framreiðslu hrárra matvæla með því að birta mynd á fb af hráu nautahakki á tekexköku, eða svokölluðu nautatartar, ásamt þessum texta: „Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en mað- ur vill.“ Jón Benediktsson er einn þeirra sem tók ábendingu Sigmundar til sín og ákvað að prófa sig áfram með hrátt íslenskt kjöt. „Ég sá á Face- book að maður þarf ekki lengur að elda íslenskt kjöt, og ég er svo mikill klaufi í eldhúsinu að þetta var algjör himnasending fyrir mig. Ég ákvað að prófa með því íslenska kjöti sem var til í ísskápnum og þetta var svo- lítið sérstakt, en ekkert verra en það sem ég elda venjulega,“ segir Jón sem birti mynd af hráum kjúklinga- lundum á tekexköku og sagði rétt- inn hafa verið mjög góðan. Kjúklingatartar Jóns hefur slegið í gegn. „Ég skil ekki af hverju þetta varð svona vinsælt, Það hlýtur að vera eitthvað hráfæðisæði á Íslandi. Það er náttúrulega janúar svo fólk er enn að halda í skrítnu áramótaheitin sín.“ | slr Nautatartar er sjaldan sett á tekex. Jón Benediktsson. Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) Ferðatímabil: 21.- 29.júní 2017 Hálft fæði innifalið   Salou Palas Pineda **** 114.500 kr.Frá: Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) Ferðatímabil: 6.-13. maí 2017   Tenerife Gran Oasis **** 77.500 kr.Frá: Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) Ferðatímbil: 10.-18. júlí 2017 Hálft fæði innifalið Salou Dorada Palace **** 115.500 kr.Frá: Sól og sumar hjá Gaman Ferðum GAMAN Í SÓLINNI! Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í 7 nætur, 20 kg taska og 10 kg handfarangur - sjá nánar á gaman.is Miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) Ferðatímabil: 20.-27. maí 2017 Hálft fæði innifalið Tenerife Fanabe **** 93.900 kr.Frá:

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.