Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 20
Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Við fórum að pæla í þessu þegar mamma og pabbi ákváðu að losa sig við gamla bílinn sinn,“ segir Örn Eldjárn en hann deilir bíl með tveimur vinum sínum, þeim Snorra Helgasyni og Gunnari Tynes. Vinirnir búa allir í miðbænum, Örn og Gunnar búa saman en Snorri með kærustunni, og þeir starfa allir sem tónlistarmenn. „Við fórum að ræða hvað það væri mikið bruðl að eiga bíl svo við ákváðum að kaupa hann bara allir saman. Það er svo miklu sniðugra fyrir okkur að deila bíl því okkur vantar eiginlega bara bíl til að róta og fara í IKEA. Svo förum við alltaf allir saman einu sinni á sumri í Galtarvita fyrir vestan og þá vantar okkur alltaf bíl. En þar sem við búum í miðbænum þurf- um við ekki bíl dagsdaglega.“ Örn og Gunnar leigja saman í blokkaríbúð með aðgang að bíla- kjallara svo það kemur í þeirra hlut að hýsa bílinn. Hingað til hefur það fyrirkomulag ekki verið neinum vandkvæðum bundið. „Við erum allir frekar afslappaðir svo þetta gengur vel upp,“ segir Örn. „Við Gunni erum kannski dáldið að taka bílinn yfir því Snorri er farinn að fá aðgang að bíl tengdaforeldra sinna. Og ég er sá eini af okkur sem á barn svo ég er yfirleitt meira á bílnum. Svo búa foreldrar mínir í Svarf- aðadal, svo ég get notað bílinn til að komast þangað í fríum. Ætli ég sé ekki frekastur en ef kallið kemur þá er hann alltaf laus. Þetta er bara fullkomin sam- búð. Við erum við ekki með neitt fast skipulag, það er bara hringt og spurt eða þá við notum spjallþráðinn okk- ar sem heitir Felles, í höf- uðið á bílnum. Þetta er gott fyrirkomulag fyrir fólk sem býr og starfar í miðbænum og ég veit að margir vinir mínir hafa pælt í þessu, sérstaklega til að komast í IKEA. Það vantar alltaf alla Billy hillu.“ Þrír menn og einn bíll Fullkomin sambúð Vinirnir Örn Eldjárn, Gunnar Tynes og Snorri Helgason nota bílinn fyrst og fremst til að flytja hljóðfæri og Billy-hillur. Þrír menn og bíll. Bíllinn Felles er af Skoda Oktavia Station gerðinni, ekta fjölskyldubíll fyrir nútímafjölskylduna Örn, Gunnar og Snorra. SJÓNMÆLINGAR Tímapantanir: Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. janúar 2017

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.