Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. janúar 2017 Frá því ég byrjaði í blaða-mennsku hef ég unnið á ritstjórnum blaða sem hafa verið í eigu allskyns fyrirbrigða. Ég vann á blöðum í eigu bæði Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins, blöðum í eigu eins manns eða starfsfólks, vina og vandamanna, blöðum í eigu nokkurra fjársterkra aðila og fyrr- um fjársterkra manna sem fóru á hausinn. Einu sinni tók ég þátt í því að koma víðtækum fjölmiðlarekstri 365 á almennan hlutabréfamarkað. Stundum hafa blöðin skipt um eigendur. Ég var á NT þegar Fram- sóknarflokkurinn tók yfir rekstur- inn og breytti blaðinu aftur í Tím- ann. Ég var ritstjóri á Pressunni þegar Friðrik Friðriksson keypti blaðið af Alþýðuflokknum. Ég var á Eintaki þegar Prentsmiðjan Oddi hlutaðist til um sameiningu Press- unni og úr varð Morgunpóstur- inn. Ég var á Fréttablaðinu þegar þeir DV-feðgar, Sveinn og Eyjólfur, komust í þrot með sinn rekstur. Með góðri hjálp fékk ég nýja fjár- festa til að endurreisa blaðið. Svona hefur fjölmiðlaheimurinn verið þann tíma sem ég hef þekkt hann, í rúm þrjátíu ár. Blaðaútgáfa hefur alltaf róstursöm. Rekstur allra blaða, nema kannski Morgun- blaðsins um tíma, var svo veikburða að blöðin gáfust upp eða fóru í gegnum uppstokkun í hverri niður- sveiflu í efahagslífinu. Og þær niður- sveiflur voru örar og reglulegar. Blómatími stóru fjölmiðlanna á Vesturlöndum byggði á einokun eða fákeppni í dreifingu efnis og auglýs- inga. Sú staða skilaði þeim fjölmiðl- um sem flutu ofan á á fjárhagsleg- um styrk sem gerði þeim fært að axla samfélagslega ábyrgð og halda úti víðtækri almannaþjónustu. Þannig var staðan á blómatíma vest- rænna fjölmiðla, sem jafnframt var blómatími Vesturlanda. Vegna smæðar íslenska mark- aðarins, einangrunar, veiks gjald- miðils, hafta og hversu seint kaup- máttur almennings kveikti upp í almannamarkaðnum varð þessi þróun veikari hérlendis og kom seinna. Fyrir utan Ríkisútvarpið var það bara Morgunblaðið sem byggð- ist upp með sama hætti og öflug- ustu fjölmiðlar í okkar heimshluta. Mögulega líka Dagblaðið-Vísir. Þegar brestir komu í fjárhags- legar stoðir fjölmiðla um síðustu aldamót hófst leit að nýjum leiðum til að halda uppi fjölmiðlun í al- mannaþágu. Ég tók þátt í að byggja upp Fréttablaðið. Þá töldum við að Fréttalaðið væri einskonar björg- unarhringur fjölmiðlunar sem var að sökkva. Með því að sleppa áskrift og auka útbreiðsluna töldum við að hægt væri að verja stöðu dagblað- anna á auglýsingamarkaði, viðhalda styrk blaðanna og þeirri almanna- þjónustu sem þau höfðu veitt. Eftir Hrun hafa efnahagslegar forsendur fyrir fjölmiðlum enn veikst. Auglýsinga- og áskriftarsala stendur ekki lengur undir þeirri þjónustu sem miðlarnir gátu áður veitt. Þjónustan hefur því ver- ið skorin niður og blaðamönnum fækkað. Ritstjórnir eru í dag veikari og reynsluminni en áður. En niðurskurður hefur ekki dug- að til. Fjölmiðlarnir hafa sótt sér nýtt hlutafé og annan stuðning til aðila sem ekki líta á fjölmiðla sem arðbær viðskipti heldur vilja fjár- festa í miðlum til verja hagsmuni sína. Fjárhagsstoðir þessara miðla eru ekki lengur almennar eða á markaði heldur tengdar sérhags- munum og lokuðum herbergjum. Ef nýtt hlutafé og fjárstuðningur sérhagsmunaaðila til fjölmiðla er talinn saman frá Hruni nemur hann vel á fjórða þúsund milljóna króna. Allir gömlu einkamiðlarnir eru nú reknir af eða í samvinnu við harða sérhagsmuni. Ef taldir eru saman þeir miðlar sem orðið hafa til eftir Hrun og ekki byggja á sérhagsmunum eru þeir fáir og veikir. Auk Fréttatímans eru það Kjarninn, Stundin og Kvenna- blaðið. Samanlagt nýtt hlutafé í þessum miðlum er undir 150 millj- ónum króna, einn tuttugasti af því sem varið hefur verið í sérhags- munamiðlana. Frá Hruni hefur íslenskt fjöl- miðlaumhverfi breyst frá því að sinna almannaþjónustu yfir í sér- hagsmunagæslu. Auðvitað sinna sérhagsmunamiðlarnir almanna- þjónustu að hluta og oft að miklu leyti. En þegar þetta tvennt skarast ráðast sérhagsmunir. Þegar viðskiptamódel fjölmiðlanna er brostið og markaðurinn stendur ekki lengur undir öllum kostnaðin- um við að halda úti þjónustu kemur tvennt til greina fyrir miðlana. Að leita fjárstuðnings hjá sérhagsmuna- aðilum eða leita eftir stuðningi hjá almenningi. Markaðurinn stendur undir prentun og dreifingu Fréttatímans í um 80 þúsund eintökum. En mark- aðurinn stendur ekki undir öflugri óháðri ritstjórn. Þann mikla slag- kraft sem flest í mikilli dreifingu má nýta til að byggja upp öflugan miðil í almannaþágu gegn sífellt aflmeiri sérhagsmunum. Til þess þurfum við hjálp frá almenningi, ekki hverjum og ein- um, aðeins þeim sem telja að frjáls fjölmiðlun sé grundvöllur lýðræðis og forsenda þess að almannahagur móti uppbyggingu samfélagsins. Gunnar Smári ALMANNA- ÞJÓNUSTA Í STAÐ SÉRHAGSMUNA lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Sushi námskeiðin á Sushi Social eru frábær fyrir sushi unnendur og henta fyrir pör, fjölskyldur, vina- og starfsmannahópa. Á námskeiðinu er almenn kynning á sushi og þátttakendur læra að rúlla sínar eigin maki rúllur. Smakkaðar eru fjölbreyttar tegundir af sushi sem paraðar eru með vínglasi, bjór eða sake. Aðaláherslan er auðvitað að hafa gaman. Meðal rétta sem verða smakkaðir: • Surf’n turf • Amazon • 2 tegundir af nigiri • Hot Maguro Þátttakendur taka heim allt sushi sem þeir gera á námskeiðinu. Námskeiðin eru haldin á miðvikudögum kl. 16 og kosta 6.900 kr. á mann. Dagsetningar: 8. febrúar 22. febrúar 8. mars 22. mars 5. apríl Um kennslu sjá Daníel Cochran yfirmatreiðslu- maður og Lúðvík Þór sushisnillingur með meiru. Skráning fer fram á midi.is Nánari upplýsingar á sushisocial.is SUSHI WORKSHOP Sushi Social Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík Sími 568 6600 • sushisocial.is Lærðu að gera djúsí sushi

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.