Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. janúar 2017
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Þrennar kosningar gætu markað þáttaskil í stjórn-málum Evrópu á þessu ári ef öfga-hægrimenn og hægri-popúlistar ná
undirtökunum. Kosið er til þings í
Hollandi, Þýskalandi og Frakklandi,
þar sem þjóðernispopúlistar hafa
styrkt stöðu sína mikið. Í Frakklandi
eru einnig forsetakosningar þar sem
dregið gæti til tíðinda.
Leiðtogar þjóðernispopúlista
fagna valdatöku Donalds Trump
ákaflega sem og úrsögn Breta úr
Evrópusambandinu og spá frekari
landvinningum í Evrópu á þessu ári.
„2016 var árið sem hinn engilsax-
neski heim ur vaknaði. Ég er þess
full viss að árið 2017 munu íbú ar
meg in lands Evr ópu vakna,“ sagði
Marine Le Pen þegar hún ávarpaði
um 800 manns í Koblenz í Þýska-
landi þar sem fulltrúar þjóðernis-
flokka í Evrópu héldu sameiginlegan
fund 21. janúar.
Himinlifandi yfir Trump
Auk Marine Le Pen létu Frauke
Petry leiðtogi ADF, Alternative für
Deutschland, Geert Wilders, leið-
Trump og nýja hægrið
Margir stjórnmálaskýrendur telja óhugsandi að Marine Le Pen hrósi
sigri í frönsku forsetakosningunum í maí. Aðrir benda á að það hafi
líka þótt óhugsandi að Donald Trump yrði forseti Bandaríkjanna og að
Bretar gengju úr ESB. Þjóðernissinnar sjálfir eru hinsvegar ekki í vafa
um að árið 2017 verði ár þjóðernisstefnunnar en þrennar mikilvægar
þingkosningar eru framundan.
togi hollenska Frelsisflokksins, að
sér kveða á fundinum og töldu ný
sóknarfæri felast í komandi ári. Þá
voru fulltrúar, Lega Nord, Norður-
bandalagsins á Ítalíu, á fundinum og
leiðtogar austurríska Frelsisflokks-
ins. Öll eru þau himinlifandi yfir
valdatöku Trump í Bandaríkjunum
og binda miklar vonir við hann.
Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi
UKIP í Bretlandi horfir einnig full-
ur aðdáunar til Trumps og Pútín,
erkitýpa harðræðisafla þjóðern-
ispopúlista og einræðissinna læt-
ur sér afar dælt við hann og styður
hann til valda.
Markmið Pútíns, að mati Eiríks
Bergmanns Einarssonar prófessors
í stjórnmálafræði við Háskólann á
Bifröst, er þó kannski fyrst og fremst
að veikja stöðu Bandaríkjanna með
forseta sem vilji einangra landið og
nýtur ekki trúverðugleika.
Í sama streng tekur Jón Ólafs-
son prófessor við Háskóla Íslands
og einn okkar helsti sérfræðingur
um rússnesk málefni: „Ég held að
undirróðursáhrif frá Rússlandi séu
hættulegasta aflið í augnablikinu.
Það er lykilatriði að halda Rússum
í skefjum. Þeir eru tilbúnir að styðja
allt sem grefur undan frjálslyndi og
lýðræði í hinum frjálsa heimi. Ég
held að við eigum eftir að sjá mjög
ljótar birtingarmyndir þess á þessu
ári sem koma til með að ýta undir ís-
lamófóbíuna á Vesturlöndum,” segir
hann.
Hann segir að það hafi ólíklega
vakað fyrir Rússum að ýta sérstak-
lega undir Donald Trump, heldur
sjái þeir hann sem verkfæri til að
draga fram veikleikana í vestrænu
samfélagi. “Það er mjög ríkt í rússn-
eskum ráðamönnum að líta á vest-
rænt lýðræði sem leiktjöld.”
„Það má segja að harðstjórnaröfl
og þjóðernispopúlískir flokkar hafi
raðað sér hringinn í kring um hina
frjálsu Evrópu,“ segir Eiríkur Berg-
mann. „Við sjáum þetta í Rússlandi
þar sem ríkir nánast einræði Pútíns
og í Tyrklandi hefur lýðræðisþróun
verið snúið til baka til harðræðis.
Donald Trump í Bandaríkjunum er
ekki heldur annt um lýðræðislega
arfleifð þjóðarinnar. Í Evrópu sjálfri
eru þjóðernispopúlistar við völd í
Póllandi og Ungverjalandi. Í Vest-
ur-Evrópu, hafa þessi öfl ekki náð
undirtökunum í valdstjórninni þótt
það finnist dæmi um að þau sitji í
ríkisstjórnum. Austar á álfunni eru
þau mjög herská og hernaðarlega
sinnuð og standa kannski nær Pútín
en Trump.“
Ekki lengur utangarðs
Eiríkur Bergmann bendir á að sig-
ur Trumps sé auðvitað vatn á myllu
þessara hópa en gefi erindi þeirra
ákveðið lögmæti heima fyrir. „Ef
þau fara að komast til valda hjá
heimsþjóðum á borð við Frakk-
land, á svona pólitík eftir að dreifa
sér mjög hratt um alla Evrópu. Frið-
ur í álfunni byggist á kerfisbundinni
samvinnu Evrópuríkja. Ef hún leggst
af vegna endurreisnar þjóðern-
ishyggju og þjóðríkja, er full ástæða
til að vera á varðbergi. Það fór ekki
svo vel síðast.“
Hinir nýju þjóðernissinnar hafa
straumlínulagað málflutning sinn
og útlit og falla vel að umhverfi
stjórnmálanna, þeir eru ekki leng-
ur bara utangarðsmenn, snoðkoll-
ar og skallabullur. Þeir hafa stolið
orðræðunni af værukærum og
meðvirkum stjórnmálamönnum.
Á Norðurlöndum segjast þeir vilja
standa vörð um velferðarkerfin, en
víða annars staðar vilja þeir draga úr
þeim tennurnar, en alls staðar bera
útlendingar mesta sök á ástandinu.
Reiðinni er beint að því sem er kall-
að elítan, en athyglisvert að á tim-
um gríðarlegrar misskiptingar auðs
verða auðmenn ekki fyrir barðinu
á gagnrýni heldur „stjórnmála-
stéttin,“ og þeir sem tróna ofarlega í
stjórnsýslunni. Donald Trump hefur
enda raðað í kringum sig auðkýfing-
um á ráðherrastóla
Vill Frakka úr ESB
Í Frakklandi býður Marine Le Pen
sig fram til forseta og lofar þjóðarat-
kvæðagreiðslu um útgöngu Frakk-
lands úr ESB beri hún sigur úr být-
um. “Sjálfsmynd gamla Le Pens fólst
í því að skora hefðbundin stjórnmál
á hólm. Marine Le Pen gerir hins-
vegar kröfu um að vera samþykkt
sem hefðbundinn stjórnmálamaður
þótt hún tali fyrir stjórnmálastefnu
sem áður var talin andstyggileg og
mannfjandsamleg,” segir Eiríkur
Bergmann. Hann segist ekki hafa
talið raunhæfan möguleika á því að
hún yrði forseti Frakklands, en eftir
Trump og Brexit hafi staðan breyst.
Það sé augljóslega allt hægt.
“En ég held ekki að hún sannfæri
Frakka um að ganga úr ESB. Þeir
bjuggu það til og það er yfirgnæf-
andi meirihluti fyrir því í Frakklandi
enda er það að mörgu leyti sniðið
utan um franska hagsmuni.”
Ábyrgð pressunnar
Eiríkur Bergmann segir að fjölmiðl-
ar og umhverfi þeirra beri vissa
ábyrgð á því að slík öfl nái að grafa
um sig, með það sem hann kallar
stjórnmál handan sannleikans eða
„Post truth Politics.“
„Í þessum mikla ákafa og hraða
sem einkennir fjölmiðla er slíkum
stjórnmálamönnum umbunað. Þeir
sem eru mest stuðandi og fram-
Janice Atkinson, þingmaður breska UKIP-flokksins á Evrópuþinginu, Tomio
Okamura, leiðtogi Tékkneska frelsis og lýðræðisflokksins, Matteo Salvini, leiðtogi
Norðurbandalagsins á Ítalíu, Harald Vilmsky, framkvæmdastjóri Frelsisflokksins
í Austuríki. Geert Wilders, leiðtogi hollenska Frelsisflokksins og Marine Le Pen
leiðtogi Front National í Frakklandi. Þau tóku öll þátt í ráðstefnu hægri-populista
í Koblenz í Þýskalandi þann 21. janúar. Mynd | Getty
Jón Ólafsson prófessor segir að
lykilatriðið sé að vara sig á undirróðri
Rússa sem geri allt til að grafa undan
vestrænu lýðræði.