Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. janúar 2017 Nýjar vörur í hverri viku Á skissu virkar dálítið eins og Ingv- ar Björn ætli að láta Hallgríms- kirkju loga á fimmtudagskvöld í næstu viku. „Ég segi það ekki, en þetta verður ansi áhrifaríkt ljósa- og hljóðverk sem við ætlum að setja þarna upp,“ segir Ingvar en hann vinnur hljóðið í verkið ásamt Magnúsi Leifssyni. „Ég gerði Geysi á pop- up-listahátíð í Berlín síðasta sumar. Hann skaust Hallgrímskirkja gýs Ingvar Björn tekur að sér óvenjuleg verkefni. Hann hefur látið Geysi gjósa í Berlín, skapað risastór listaverk sem náð hafa til tugþúsunda manna víða um lönd og nú er komið að því að láta sjálfa Hallgrímskirkju gjósa við setningu Vetrarhátíðar í næstu viku. upp úr ánni Spree og vakti mikla athygli. Það er gaman að geta haldið áfram að gera stór og tæknilega flókin verk um íslenska náttúru. Við Hallgrímskirkju mun- um við varpa eldgosi á kirkjuna upp eftir henni allri. Maður fær þarna 74,5 metra háan striga sem passar auðvitað vel við myndefnið þar sem kirkjan fær form sín frá stuðlabergi, þannig að það er eiginlega ekki hægt að finna betri stað. Ísland og náttúruöflin eru auðvitað kveikjan og þetta verð- ur eiginlega íslensk náttúra á ís- lenskri náttúru.“ Ingvar Björn vill færa náttúru- upplifun inn í borgina. „Fyrir mér er þetta sköpun lands. Það kom- ast auðvitað ekki allir alltaf til að upplifa eldgos, hvort sem það er í Holuhrauni eða í Eyjafjallajökli. Myndefnið er samsett úr nokkrum eldgosum og ætti því að vera ansi áhrifaríkt upp eftir allri kirkju.“ Vetrarhátíð verður sett við kirkj- una fimmtudaginn 2. febrúar kl. 19.30. | gtIngvar Björn ætlar að skella eldgosi fram- an á Hallgríms- kirkju. Geysir í Berlín. Fjölskyldan á Eggertsgötu 6 situr saman í sófanum, þau eru hugfangin hvert af öðru og njóta saman morgunstundar. Eydís strýkur hárið á vikugamalli dóttur sinni á meðan hún gefur henni brjóst og Ási horfir á mæðgurnar með bros á vör. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Maður getur ekki ímynd-að sér hvernig þetta verður, hvernig lífið er með lítið barn. Mér fannst svo ótrúlega fjarstæðukennt að ég væri ólétt og það væri í alvörunni manneskja inni í mér og að hún væri í alvör- unni að koma. En svo kom hún, þetta er bara eitt skref í einu,“ segir Eydís. Ási segir það sé eðlilegt að gera plön og vera með ákveðna sýn á hvernig lífið verður en þegar fer að líða að fæðingunni þá breytist allt. „Um leið og hún fæddist þá varð allt í lífinu öðruvísi og öll plön og hugs- anir hættu að skipta máli, allt breyttist. Eins og núna þá er ég á síðustu önninni minni í skólanum og er að skrifa BS- ritgerð og ef það gengur ekki þá er mér eiginlega bara al- veg sama,“ segir Ási og brosir. „Við erum mjög afsöppuð,“ segir Eydís og heldur áfram að strjúka hár dóttur sinnar. „Við erum í einhverskon- ar tímaleysi, við vöknum á þriggja tíma fresti á næturn- ar til að gefa henni og erum mikið heima,“ segir Ási. „Brjóstagjöfin er mjög erfið fyrst, ég þarf Ása til að hjálpa mér. Fyrst fær maður broddinn sem er mjög nær- ingarrík mjólk en mjög lítið af henni og þá þarf hún að sjúga oft og fast og þá fæ ég sár á geirvörturnar. Fyrst um sinn er maður mikið bara heima hjá sér en svo er planið að taka hana bara með í tíma,“ segir Eydís um fyrstu dagana sem fjölskylda. „Ég hef séð í umræðutím- um hjá mér fólk mæta með vikugamalt barn,“ segir Ási brosandi. „Það er svo fyndið hvað hún er með mikið hár, ég kemst ekki yfir það,“ segir Ási og hlær. „Ég er alltaf að greiða henni, get gert hanakamb á hana,“ segir Eydís og hlær. Fjölskyldan býr á stúdenta- görðum og eru þau sammála um það hversu frábært það er að búa í litlu háskóla- samfélagi. „Það er lesstofa í húsinu og það er leikskóli hérna á horninu á blokkun- um þannig það tekur enga stund þegar þar að kemur að fara með hana á leikskól- ann,“ segir Ási. „Það eiga allir börn hérna á þessum hluta stúdentagarðanna og ég er í grúppu á Facebook þar sem við erum í miklum samskipt- um og hjálpumst að. Stund- um þegar einhver kemst ekki út í búð þá býðst einhver að fara fyrir aðilann, mjög fallegt samfélag.“ Fjölskyldan upplifir hamingju og tímaleysi í nýjum hlutverkum sínum. Mynd | Hari Morgunstund Fyrstu dagar nýrrar fjölskyldu Það er svo fyndið hvað hún er með mikið hár, ég kemst ekki yfir það. Ég er alltaf að greiða henni, get gert hanakamb á hana. Sérblað um heilsu móður og barns þann 24. febrúar elsa@frettatiminn.is GASTROPUB SÚPA DAGSINS 690 kr. 11.30–14.30 alla daga BOR ÐA ÐU Á ST AÐ NU M E ÐA T AK TU M EÐ saetasvinid.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.