Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 8
Hælisleitendur Lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu var viðstödd
hjónavígslu á vegum Siðmenntar
á miðvikudaginn þegar Ólöf
Steindórsdóttir og Hafedh Mar-
dassi voru gefin saman á vegum
Siðmenntar. Hafedh er hælisleit-
andi frá Túnis en honum var
synjað um dvalarleyfi hér á landi
á grundvelli Dyflinnarsamkomu-
lagsins í lok síðasta árs. Hafedh
var strax færður á lögreglustöð-
ina á Hverfisgötu eftir vígsluna.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
„Athöfnin var stutt en falleg. Það
var búið að skrifa nöfnin okkar á ar-
abísku á töflu og kveikja á kertum,“
segir Ólöf sem kynntist Hafedh
í febrúar á síðasta ári. Hann flúði
Túnis eftir byltinguna þar í landi en
hann rak fyrirtæki í ferðaþjónustu
áður. Hann kom hingað til Íslands í
desember árið 2015.
„Við kynntumst á netinu,“ seg-
ir Ólöf en þau tóku saman aðeins
tveimur mánuðum eftir að Hafedh
kom til landsins. Útlendingastofn-
un úrskurðaði að lokum að Hafedh
yrði að yfirgefa landið og ákváðu
þau að gifta sig í október síðast-
liðnum. Það tók þó langan tíma að
verða sér út um öll lögleg vottorð.
Það síðasta kom eftir áramótin. Þá
fengu þau hinsvegar þau svör að
það ætti að vísa Hafedh úr landi
hvað úr hverju. Í kappi við tímann
ákváðu skötuhjúin að gifta sig hjá
Siðmennt. Svo óheppilega vildi til
að sama dag og gefa átti þau saman,
stóð til að vísa Hafedh úr landi. Lög-
reglan brá því á það ráð að vera við-
stödd vígsluna. Lögreglumaðurinn
var einn og óeinkennisklæddur.
„Mér fannst þetta ekki þægilegt.
Ég átti erfitt með að einbeita mér,“
segir Ólöf um nærveru lögreglunn-
ar.
Inga Auðbjörg Kristjánsdótt-
ir Straumland gaf parið saman á
skrifstofu sinni í Ármúla. Fréttatím-
inn hafði samband við hana vegna
málsins.
„Ég hef allavega ekki upplifað
þettta áður,“ segir Inga Auðbjörg
um nærveru lögreglunnar.
Eftir að Ólöf og Hafedh voru gef-
in saman var brúðguminn færður
niður á lögreglustöðina á Hverfis-
götu þar sem hann mátti dúsa fram
á morgun. Flogið var með hann til
Danmerkur á fimmtudagsmorgun.
Þaðan verður hann fluttur til Ítalíu.
Ólöf segist ekki vita hvað tekur
nú við. „Okkur líður illa yfir þessu
en við reynum að vera sterk og
bjartsýn,“ segir hún. Samkvæmt
útlendingalögum þurfa hjón að hafa
verið gift í ár til þess að viðkomandi
fái dvalarleyfi hér á landi.
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. janúar 2017
1
6
-0
2
5
0
-H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Nærandi millimál
… er létt mál
Gríptu með þér gríska jógúrt eða kotasælu
Léttmál frá MS eru bragðgóðar nýjungar með
hreinum grunni og hollum og stökkum toppi.
Grísk jógúrt með döðlum, möndlum og fræjum
eða kotasæla með berjum og möndlum.
möndlur
sólblómafræ
chiafræ
döðlur
grísk jógúrt
graskersfræ
Umdeildur sænskur þingmaður
fær sendiherrastarfið á Íslandi
Utanríkismál Skammlífur flokks-
formaður fær sendiherrastarf
frá eftirmanni sínum eftir 22 ár á
sænska þinginu.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Einn af umdeildari stjórnmála-
mönnum Svíþjóðar, Håkan Juholt,
verður næsti sendiherra Svía á Ís-
landi og tekur hann við starfinu í
haust. Juholt sat í 22 ár á sænska
þinginu fyrir hönd Sósíaldemókrata-
flokksins en ákvað að láta af þing-
mennsku síðastliðið haust.
Juholt er einkum þekktur fyrir
það að hafa verið skammlífur í emb-
ætti formanns flokks síns á árunum
2011 til 2012 en hann gegndi starf-
inu í einungis tíu mánuði. Hann
neyddist til að segja af sér eftir að í
ljós kom að hann hafði misnotað að-
stöðu sína sem landsbyggðarþing-
maður til að fá óhóflegan húsnæðis-
styrk vegna heimilis sem hann hélt í
Stokkhólmi vegna starfs síns. Juholt
fékk fullan húsnæðisstyrk frá ríkinu
vegna íbúðar sem hann bjó í ásamt
sambýliskonu sinni þrátt fyrir að
samkvæmt reglunum megi sænskur
þingmaður aðeins fá helming af
húsnæðiskostnaði sínum frá ríkinu
ef hann deilir íbúð með öðrum.
Juholt fékk hins vegar ríkisstyrk fyr-
ir alla íbúðina og viðurkenndi hann
mistök sín strax og málið kom í fjöl-
miðlum um haustið 2011.
Athuganir fóru fram á máli
Juholts og var ekki talið tilefni til
að hefja rannsóknir á því sem spill-
ingarmáli. Orðspor Juholts hafði
hins vegar beðið hnekki og minnk-
aði fylgi við Sósíaldemókrata í skoð-
anakönnunum. Svo fór því að hann
sagði af sér í ársbyrjun 2012.
Ríkisstjórn eftirmanns hans í
starfi, Stefans Löfvens, veitir hon-
um nú sendiherrastöðu á Íslandi
eftir að þingmannsferli hans er
lokið.
Julholt er þekktur fyrir að dýrka Bruce Springsteen og spila tölvuleikinn Poké-
mon Go í tíma og ótíma. Hann hrökklaðist úr stjórnmálum eftir fjármálahneyksli.
Lögreglan
viðstödd giftingu
hælisleitanda
Ólöf og Hafedh á góðri stundu
í Reykjavík.
Athygli vekur að
tveir þingmenn
Framsóknarflokks-
ins, Eygló Harðar-
dóttir og Silja Björk
Gunnarsdóttir
eru einnig með á
tillögunni en fyrsti
flutningsmaður er
Katrín Jakobsdóttir
Mynd | Hari
Stjórnmál
Vilja aðskilja fjárfestingar-
og viðskiptabanka
Þingmenn allra flokka stjórnarand-
stöðunnar hafa lagt fram þings-
ályktunartillögu um að fela fjár-
málaráðherra að aðskilja starfsemi
viðskiptabanka og fjárfestingar-
banka með það að markmiði að
lágmarka áhættu þjóðarbúsins
vegna bankareksturs og tryggja að
ekki verði hægt misnota innstæður
sparifjáreigenda í viðskiptabönkum
í áhættusamar fjárfestingar sömu
banka. Flutningsmenn benda á
að fjárfestingarbankastarfsemi ís-
lensku bankanna sé enn tiltölulega
lítil en hún féll úr 30 prósentum af
heildarstarfsemi niður í 5 prósent í
hruninu. Það séu því kjöraðstæður
til að breyta þessu. þká