Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 22
Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Krizstina G. Agueda er fædd og uppalin í Szekesfehervar, sem er næsta stóra borg við Budapest. Frá unga aldri hafði Krizstina mikla orku og þörf fyrir að hreyfa sem varð til þess að ung var hún sett í fimleika. Hún segir uppeldi sitt, í fimleikunum og í kommúnistarík- inu Ungverjalandi, hafa einkennst af miklum aga sem hafi mótað allt hennar líf. Ólst upp við heraga „Þetta voru auðvitað svakalegir tímar. Það var til dæmis ekkert atvinnuleysi í borginni minni því þeir sem vildu ekki eða gátu ekki unnið var bara stungið í fangelsi, leynilögreglan sá um að leita það fólk uppi. Í skólanum þurftum við að standa grafkyrr í röð þar til kennarinn gaf merki um annað, allsstaðar í samfé- laginu var heragi. Foreldr- ar mínir skildu þegar ég var þriggja ára sem þýddi að við mamma vorum slæmar fyrir- myndir og að ég fékk ekki að- gang að menntaskóla. Ég fékk seinna séns því ég var svo góður námsmaður en annars höfðu börn án föður ekki tækifæri til náms. Svo var líka bannað að læra önnur tungumál en rússnesku og þýsku, því það var svo hættu- legt að lesa efni frá öðrum löndum,“ segir Krizstina á sinni reiprennandi íslensku. Í dag rekur hún Hreyfiland, fjöl- skyldu- og barn- væna heilsurækt á Seltjarnarnesi, þar sem hún vinnur meðal annars með tvítyngdum börnum og getur varla hugsað sér meiri kúgun en að banna fólki að læra tungumál. Fitness stjarna í Ungverjalandi Þegar leið á unglingsárin færði Krizstina sig hægt og rólega úr fimleikunum og yfir í fitnessið. Fitness er mjög vinsæl íþrótt í Ungverjalandi, og snýst ekki um vaxtarrækt eins og það fitness sem þekkist betur hér á landi, heldur er íþróttin blanda af þolfimi og nútímafimleikum. Krizstina náði fljótt miklum árangri í íþróttinni og var ung orðin hálfgerð stjarna á heimaslóðunum. „Ég stofnaði mína eigin líkamsræktarstöð sem var sérstaklega fyrir konur. Ég fór líka í þolfimikennaranám og þar sem mig hafði alltaf dreymt innst inni um að vinna með börnum þá sérhæfði ég mig í kennslu barna. Ég fór að kenna börnum fitkid sem er barnaíþrótt sem keppt er í út um allan heim og snýst fyrst og fremst um að sýna Elti ástina til Íslands og stofnaði líkamsræktarstöð Krizstina G. Agueda er fyrrverandi fitness stjarna og rekur vinsæla heilsurækt fyrir barnafjölskyldur á Seltjarnarnesi. Krizstina er frá Ungverjalandi, er gift Spánverja en segir hjarta sitt slá á íslensku. Krizstina G. Agueda rak líkams- ræktarstöð og vann við fjölmiðla í Ungverjalandi þegar hún hitti óvænt ástina í lífi sínu og ákvað að flytja til Íslands. „Sko, hann er í fyrsta lagi mjög fallegur, en þegar hann sagðist búa á Íslandi þá varð hann skyndilega ennþá meira spennandi.“ EF ÞÚ ERT RÉTTA MANNESKJAN , ÞÁ ERUM VIÐ MEÐ RÉTTA STARFIÐ! Við leitum af starfsmanni sem er með brennandi áhuga á sölu ásamt færni í mannlegum samskiptum. Um er að ræða 100% starf í auglýsingasölu og markaðsráðgjöf. Reynsla af sölustörfum æskileg auglysingar@frettatiminn.is 531 3300 Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast á sigridurdagny@frettatiminn.is fyrir 1.febrúar nk. Þegar leið á unglingsárin færði Krizstina sig hægt og rólega úr fimleikunum og yfir í fitnessið. Hér er hún í líkamsræktarstöð- inni sinni árið 1994. fram á þol með hreyfingum úr fimleikum. Hún snýst líka um heilbrigðan lífsstíl, líf án tóbaks og áfengis, ekki að vera sterkastur og bestur heldur að hafa gaman,“ segir Krizstina sem kennir einmitt fitkid í Hreyfilandi og börnin hennar fjögur hafa öll keppt í fitkid út um allan heim. Krizstina stjórnaði auk þess sjónvarps - og útvarpsþætti í heimalandinu þar sem áherslan var á hreyfingu og heilsutengd málefni. „Það eru rúm tuttugu ár síðan og sjónvarpið í Ungverja- landi var annað en það er í dag. Ég hugsa að ég hafi nú fyrst og fremst verið fengin til að kynna þennan sjónvarpsþátt því ég var ung og falleg,“ segir hún og hlær. U-beygja til Íslands Auk þess að reka líkamsræktar- stöð og vinna við fjölmiðla ferð- aðist Krizstina um allan heim og keppti í fitnessi. Eitt þessara ferða- laga átti eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar. „Ég var í vinnuferð í Barcelona þegar ég hitti Juan José. Hann var þarna í viðskiptaferð og við byrjuðum að hittast og eitt leiddi af öðru. Sko, hann er í fyrsta lagi mjög fallegur, en þegar hann sagðist búa á Íslandi þá varð hann skyndilega ennþá meira spennandi,“ segir Krizstina og hlær. „Það er svo langt síðan þetta var að sambandið fór fram í gegn- um faxtæki til að byrja með. Þegar hann svo bauð mér að koma í heimsókn til Íslands sagði ég strax já, því ég var jafn spennt fyrir landinu og honum. Ég kom hingað í fyrsta sinn í ágúst og það bara gerðist eitthvað, þetta var ást við fyrstu sýn. Landið var fullkomið, hitastigið var fullkomið og mað- urinn var fullkominn! Mér fannst allt í einu allt vera fullkomið og ég man að ég hugsaði að ég hér vildi ég setjast að.“ Ákvörðunin um að flytja var samt alls ekki auðveld því hún þýddi að Krizstina þurfti að skilja við allt sem hún hafði byggt upp í heimalandinu. Hún ákvað þó að selja fyrirtækið og flytja til Íslands árið 1999. „Stuttu síðar fór ég að Foreldrar mínir skildu þegar ég var þriggja ára sem þýddi að við mamma vorum slæmar fyrirmyndir og að ég fékk ekki aðgang að menntaskóla. Ég fékk seinna séns því ég var svo góður námsmaður en annars höfðu börn án föður ekki tækifæri til náms. 22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. janúar 2017

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.