Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 48
8 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2017 ÁRSHÁTIÐIROGVEISLUR Veislan á heima á Sögu Radisson Blu Hótel Saga gerir veisluna ógleymanlega Unnið í samstarfi við Radisson Blu Hótel Sögu Radisson Blu Hótel Saga býður upp á marga val-kosti fyrir þau sem eru með hvers kyns veislu í huga. „Við bjóðum upp á nokkrar gerðir af sölum, fyrir 20 manns og upp í 400 manns,“ segir Hörður Sigurjónsson, sölustjóri veitingasviðs Radisson Blu Hótel Sögu. Salirnir eru allir vel bún- ir fyrir hljóð og mynd og allur búnað- ur er til fyrirmyndar. Hægt er að velja um matseðla eða hlaðborð af ýmsu tagi. „Við erum til dæmis með einn sem við köllum þennan klassíska matseðil þar sem er humarsúpa í forrétt, nautalund í aðalrétt og heit súkkulaðikaka í eftirrétt,“ segir Hörður og tiltekur einnig steikarhlaðborðið sem hefur verið afar vinsælt. Framundan eru endurbætur á Súlnasalnum sem er aðal veislusalur hótelsins. „Nú er hver að verða síð- astur að upplifa Súlnasalinn eins og hann er í dag en við erum líka rosa- lega spennt fyrir haustinu þegar við kynnum til sögunnar nýjan Súlnasal. Haldið verður í ýmis sérkenni salar- ins en hann uppfærður í takt við breytta tíma enda ýmislegt breyst síðan hann var opnaður 1962.“ Hvers konar ráðgjöf í boði Vegna þess hversu fjölbreyttir og margnýtanlegir salirnir eru eru til- efnin æði mörg. „Hér eru árshátíðir, afmæli og alls kyns fögnuðir sem fólk er að halda upp á. Við höfum líka verið með alls konar móttökur og þá er oft boðið upp á pinnahlað- borð eða smáréttahlaðborð,“ segir Hörður. „Svo vil ég minna á Grillið sem er staðsett á 8. hæðinni, með frábært útsýni yfir borgina og hef- ur um árabil hefur verið einn besti veitingastaður landsins. Staðurinn er opinn frá þriðjudegi til laugardags en í auknu mæli óskar fólk eftir því að leigja staðinn fyrir veislur eða aðrar samkomur,“ segir Hörður og bendir á að sjálfsagt sé að reyna að verða við því eftir fremstu getu. Þjónusta Radisson Blu Hótel Sögu er ekki bara bundin við matinn og húsnæði. „Við aðstoðum fólk við að útvega skemmtikrafta, tónlistarat- riði eða veislustjóra eða hvað sem fólk vill. Við getum búið til allskon- ar viðburði ef fólk vill hafa eitthvað þema, hvort sem það er afmæli, verið er að ljúka einhverjum áfanga eða hvað. Við erum með góða ráð- gjöf í kringum það allt saman,“ segir Hörður. Hörður Sigurjónsson, sölustjóri veitinga- sviðs Radisson Blu Hótel Sögu. Mynd | Hari Smáréttahlaðborð er vinsælt í hvers konar móttökum. Starfsfólk Radisson Blu Hótel Sögu leggur sig fram við að gera veisluna ógleymanlega. sér um allan pakkann Mikil vinna að halda flottan viðburð Unnið í samstarfi við g-events Viðburðarstjórnunarfyr-irtækið g-events heldur utan um allt sem getur flokkast sem viðburður fyrir bæði einstaklinga og stór og smá fyrirtæki. „Eina sem þarf að gera er að hafa samband við okkur, segja okkur hvað þú ert að spá og allar grunnupplýsingar. Strax í kjöl- farið förum við í þá vinnu að búa til besta pakkann fyrir hópinn og sendum tilboð,“ segir Gunnar Traustason eigandi g-events, um það hvernig fólk snýr sér þegar það vill fá g-events til að sjá um viðburð. Gunnar segir viðburðina vera af öllum stærðum og gerðum og raunar eru engin takmörk fyrir því sem er hægt að gera. "Innan fyr- irtækja eru oft hefðir, það sama gert frá ári til árs til að hrista hópinn saman en stundum er gott að hugsa út fyrir kassann. Okkar sérstaða er sú að við kom- um með annan vinkil og gerum eitthvað öðruvísi. Gunnar segir það oft mikilvægt að aðrir en starfsmenn fyrirtækja sjái um viðburðina. Það kemur annar vinkill á viðburðinn þegar utanaðkomandi er fenginn til að aðstoða við viðburðahaldið. Það er mjög mikil vinna að halda flottan viðburð og allt sem honum tengist þegar hann er í þannig umfangi að fólk hefur ekki tíma eða getu til að halda utan um hann sjálft. Þá komum við til sögunnar". Gunnar leggur áherslu á engin skuldbinding felist í því að fá tilboð send. Það er því um að gera að hafa samband við g-events þegar mikið stendur til.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.