Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 27.01.2017, Blaðsíða 26
Þeir sem hafa áhuga á framúr stefnu legum kvikmyndum í hæsta gæða flokki ættu að vera á tánum á næstu dögum. Nú brestur á með bæði þýskum og frönskum kvikmynda dögum, auk þess sem kvikmyndir í kappi um Óskars­ verðlaun, streyma í bíó. Því er tilvalið að ýta daglegu amstri til hliðar og skella sér á vertíð. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Þýskir kvikmyndadagar 10. til 19. febrúar, Bíó Paradís Í sjöunda sinn standa Bíó Paradís og Goethe Institut í Danmörku fyrir Þýskum kvikmyndadögum í samstarfi við Þýska sendiráðið. Að þessu sinni verða á boðstólum sex nýjar myndir sem eru þverskurður af því besta sem þýsk kvikmynda- list hefur upp á að bjóða. Þjóðverj- ar framleiða flestar kvikmyndir af öllum Evrópuþjóðum en afar fáar þeirra rata í íslensk kvikmynda- hús. Þessi sannkallaða kvikmynda- veisla hefst með hinni margum- töluðu Toni Erdmann í leikstjórn Maren Ade. Ekki missa af þessum Moonlight Ekki að ástæðulausu er þessi kvikmynd talin ein sú besta á árinu 2016. Myndin er upp- vaxtarsaga Chirons, svarts samkynhneigðs stráks sem elst upp á Flórída í Bandaríkj- unum. Myndin er einstaklega hjartnæm saga af grimmd og hlýju, einelti og vináttu. Hér er framúrskarandi leikur og dúndurgott handrit sem skilar áhrifamikilli mynd sem gengur upp að öllu leyti. Moonlight ristir djúpt og á brýnt erindi við bandarískan samtíma. Sýnd í Bíó Paradís um þessar mundir. Lion Lion fjallar um hinn fimm ára gamla Saroo sem týnist í lest á leið í burtu frá heimili sínu. Myndin byggir á sönnum at- burðum sem Saroo lýsti sjálfur í bókinni The Long Way Home sem vakti mikla athygli í Ástral- íu og á Indlandi. Saroo tekst að lifa af margar hremmingar, heimilislaus á göt- unni, áður en hann fær pláss á munaðarleysingjahæli, sem er þó ekki öruggasti staðurinn til að vera á. Að lokum er hann ættleiddur af áströlsku pari sem taka á móti honum með ást og umhyggju. Hann bælir niður minningar sínar úr fortíðinni og vonina um að finna móður sína og bróður á ný, af ótta við að særa nýju foreldra sína. En þegar hann hittir nokkra Ind- verja fyrir tilviljun vaknar þrá- in á ný. Fáar æskuminningar sitja eftir í huga hans en með hjálp Google Earth leggur hann af stað í leitina að nálinni í hey- stakkinum. Sýnd í Bíó Paradís um þessar mundir Hjartasteinn Hjartasteinn er örlagarík þroskasaga sem gerist í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Myndin fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Myndin hefur verið ausin lofi og flogið inn á stærstu kvik- myndahátíðir heims. Hjartasteinn er fyrsta kvik- mynd Guðmundar Arnars Guð- mundssonar og hefur sópað til sín verðlaunum. Sýnd í Smárabíói og Há- skólabíói um þessar mundir. Ruglaðasta myndin Toni Erdmann Áður en þessi mynd verður mærð er rétt að taka fram að hún tæpir þrír klukkutímar að lengd, á þýsku og ensku og gerist í Rúmeníu. Það er kannski mikið á áhorfandann lagt en útkoman er drepfyndin og hárbeitt mynd sem sækir á mann lengi. Gagnrýnendur halda ekki vatni yfir þessari óvenjulegu sögu sem sýnir allt aðrar persónur og við- fangsefni en venjulega eru dregin upp á hvíta tjaldið. Myndin er frá- brugðin öllu sem ratað hefur í ís- lensk kvikmyndahús í háa herrans tíð. Hún er raunar svo geggjuð að í gagnrýnendur hafa lýst henni sem „game changer“. Sagan er dramatískt grín og fjallar um föður sem leitast við að tengjast dóttur sinni, en hún er framakona í viðskiptum. Faðirinn fer óvenjulegar leiðir til að höfða til dótturinnar og grípur til þess ráðs að elta hana uppi í Rúmeníu þar sem hún starfar. Þar laumast hann inn í hversdagslíf hennar í tíma og ótíma og brýtur allar óskrifaðar reglur í samskiptum. Hann ruglar í öllum sem á vegi hans verða og á köflum er ruglið svo súrrealískt að ómögulegt er að skilja um hvað myndin fjallar. Hinar absúrd uppákomur sem faðirinn setur af stað, fara svo að öðlast merkingu þegar þær ögra tómhyggjunni og tilfinningadoð- anum sem einkenna viðskipta- heim dótturinnar. Leikstjórinn Maren Ade er ein skærasta stjarnan í evrópskri kvik- myndagerð eftir þessa mynd og aðalleikararnir, þau Sandra Hüller og Peter Simonischek, eru ógleym- anleg í hlutverkum sínum. Ef þig langar að sjá mynd sem ruglar í hausnum á þér, veldu þessa! Frumsýnd í Bíó Paradís 10. febrúar Kvikmyndaáhugafólk, upp úr sófanum! Franskir kvikmyndadagar 27. janúar til 10. febrúar í Reykjavík 28. janúar til 3. febrúar á Akureyri Á hátíðinni verða 11 áhugaverðar og fjölbreyttar kvikmyndir sýnd- ar á 14 dögum. Hver um sig hefur vakið mikla athygli á kvikmynda- hátíðum. Umtöluðust er líklega opnunarmyndin Elle eftir Paul Verhoevens. Leikstjórinn á að baki myndir eins og Basic Instict, Ro- boCop og Total Recall, en spreytir sig í þessari atrennu á afar um- deildum sálfræðitrylli. Myndinni er ýmist hrósað upp í skýin eða slátrað af gagnrýnend- um en flestar umsagnir stóru kvik- myndamiðlanna eru þó sam- mála um að myndin sé þess virði að sjá. Elle var sýnd á Cannes í fyrra og er framlag Frakklands til Óskarsverð- launa sem besta erlenda myndin. Hún segir frá afar ógn- vænlegri árás sem aðal- persónan verður fyrir á heim- ili sínu af grímuklæddum manni. Eftir því sem sögunni vindur fram er óljóst hversu mikið fórnarlamb konan í raun er. Myndin dans- ar við eldfimt málefni og hefur framkallað heiftarleg viðbrögð af öllum toga. Óhætt er að segja að í myndinni sé erfitt að greina svart frá hvítu og rétt frá röngu heldur fer hún með áhorfandann á miklu óþægilegri slóðir. Aðalleikkona myndarinnar, Isabelle Huppert, hefur nú þegar hlotið fern verðlaun fyrir leik sinn í myndinni, meðal annars Gotham verðlaunin í New York. Á frönsku kvikmyndahá- tíðinni eru flestar myndirn- ar með enskum texta, nema teiknimyndin Huldudreng- urinn sem er með íslensk- um texta. Nánar um hátíðina á smarabio.is/fff Elle er opnunarmynd frönsku kvik- myndahátíðarinnar en hún er ýmist elskuð eða hötuð af gagnrýnendum. Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 14. skipti þann 4. mars næstkomandi. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu en skilafrestur tilnefninga til dómnefndar er föstudagurinn 27. janúar. Eins og á síðasta ári verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir: • Besta umfjöllun ársins 2016 • Viðtal ársins 2016 • Rannsóknarblaðamennska ársins 2016 • Blaðamannaverðlaun ársins 2016 Hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla 23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti á heimasíðu BÍ, www.press.is 26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 27. janúar 2017

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.