Fréttatíminn - 28.01.2017, Side 18

Fréttatíminn - 28.01.2017, Side 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 28. janúar 2017 Björn Þór Björnsson býr í lítilli íbúð í Vesturbænum með kærustu sinni og má segja að plönturnar hafi tekið heimilið yfir. Ofan á flestum hirslum, í öllum gluggakistum og í hverjum einasta krók og kima, má sjá plöntur breiða úr sér og vaxa í allar áttir, allt frá litlum græðling- um yfir í stærri pálma. Björn þakk- ar fyrir að kærastan sé sátt við áhugamálið. „Ég er í allskyns plöntu- hópum á Facebook og þegar fólk er að bjóða af leggjara þá fer ég langar leiðir til að sækja þá. Ég er með fullt af litlum krílum við skrifborðið mitt og hálfgerða útungunar- stöð, svo jú, þetta tekur ansi mikið pláss.“ Áhugamálið hefur ekki fylgt Birni alla tíð því hann skildi ekki plöntuáhuga mömmu sinnar þegar hann var yngri. „Það þýddi ekkert að biðja mig um að vökva þegar þau fóru til útlanda, það drapst allt því ég gleymdi því alltaf. Ætli þetta hafi ekki byrjað þegar ég byrjaði í Lista- háskólanum. Þá keypti ég mér eina plöntu til að hafa á borðinu mínu í skólanum og svo óx áhuginn rólega yfir árin og nú er hann í algjörum blóma.“ Þrátt fyrir alla þá ást og alúð sem Björn gefur plöntunum sínum þá fær garðurinn að standa alveg óhreyfð- ur. Áhuginn er eingöngu á inniplöntum og lætur Björn sér hvorki detta í hug að kantskera né slá í litla garðinum utan við stofu- gluggann. „Mér finnst að garð- urinn og allt úti í náttúrunni eigi bara að fá að vera alveg villt. Ég vil hafa fullt af náttúru inni en ekkert vera að eiga mikið við hana úti,“ segir Björn sem fjárfesti nýlega í sérstökum hönskum og rakamæli. „Já, þetta er komið á það stig, seg- ir hann og hlær. Ég er samt ekki kominn með rakamæli sem blikkar þegar rakastigið er ekki rétt, það er fulllangt gengið í svindlinu. Mér finnst þetta eiga að vera eitthvað sem maður lærir með tímanum. Það deyja ennþá plöntur hjá mér en ég er alltaf að læra. Plöntur gera lífið grænna og fallegra og svo er svo gaman að öllu dútlinu og þolim- æðinni sem þarf í þetta. Og eftir allt dútlið sér maður árangurinn þegar plönturnar fara að dafna betur eða blómstra. Allt í einu sprettur eitt- hvað nýtt upp og svo springur það kannski allt í einu út, þetta er svona hasar fyrir rólyndisfólk.“ Hildur Sigurðardóttir býr með fjölskyldu sinni í kjallaraíbúð þar sem allskyns plöntur, blóm og græðlingar fylla allar gluggakistur. Hún segir plönturnar hafa það nokkuð gott þrátt fyrir að kjallar- inn sé ekki sá sólríkasti í bænum, hana dreymi þó um að flytja þær í lítið hús, með stórum garði og GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VILNÍUS Í LITHÁEN Vilníus er eins og margar aðrar borgir í Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins 1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco. Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í gamla bænum og gamli byggingastíllinn blasir hvarvetna við. Flogið er tvisvar í viku allt árið. DÆMI UM BORGIR Uppáhaldsblóm Hildar þessa stundina er kínversk peningaplanta. Til er fólk sem eltir uppi fræ og græðlinga bæinn endilangan síðla kvölds, eða nær að láta eitt fræ úr papriku verða að stofudjásni sem gefur ávöxt. Og til er fólk sem hefur engan áhuga á garðrækt en elskar að halda inniplöntur. Fréttatíminn hitti nokkur blómabörn í borginni. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Öllum líður betur með plöntum gróðurhúsi, svipuðu og hún ólst sjálf upp í í Mosfellsbænum. „Ég held að áhuginn hljóti að vera í blóðinu. Mamma var alltaf með blóm í kringum sig og garðstofu fulla af blómum. Þegar þau seldu húsið varð svo skyndilega algjör kulnun gagnvart þessu því hún er bara með gerviblóm á svölunum og vill ekki sjá neitt lifandi. Það fór kannski of mikill tími í þetta.“ Áhugi Hildar á blómum og plöntum hefur þó aldrei kuln- að heldur aukist jafnt og þétt með árunum. Þegar hún flutti að heiman um tvítugt fór hún til Danmerkur í blómaskreytinga- nám. „Ég hafði þá mestan áhuga á afskornum blómum en potta- plöntur er stór hluti af náminu og ég féll alveg fyrir þeim,“ segir Hildur sem hefur ekki aðeins gam- an af því að sjá plönturnar vaxa og dafna heldur líka að þekkja ætt- fræði þeirra og sögu. „Ætli elsta blómið hér sé ekki ódrepandi friðarlilja sem hef- ur verið skipt niður í fleiri tugi plantna sem ganga manna á milli. En uppáhaldsblómið mitt í augna- blikinu er kínverska peningaplant- an mín. Ég hef tekið eftir því að hún er líka vinsæl hjá öðrum því ef einhver býður græðlinga í einum af þessum facebook hópum fyrir plöntuáhugafólk þá verður allt vit- laust. Ég held að ég geti staðfest að þetta blóm er orðið alveg hámóð- ins, segir Hildur sem er sann- færð um að blóm og plöntur veiti ekki bara ánægju heldur bæti líka lífs- gæði okkar. Ég sá einu sinni vísinda- lega norska rannsókn á tveimur skólastofum, önnur var fyllt með plönt- um en hin ekki og niðurstaðan var sú að það var 100% mæting í plöntustofuna en bara 70% í þessa gróðurlausu. Það er víst líka mjög gott að vera með plöntur á vinnustöð- um því þær hreinsa loftið. Það líður bara öllum betur í kringum plöntur.“ Hildur Sigurðardóttir blómaskreytingakona og kötturinn Tinna innan um græðlingana í eldhús- inu. Plöntur hreinsa loft og er Hildur sannfærð um að þær hafi miklu fleiri heilsubætandi áhrif. Mynd | Hari Fimm leiðir til að halda lífi í plöntu yfir veturinn Haltu plöntunni frá dragsúg. Kaldir vindar geta hindrað blómstrandi plöntur í að mynda knúbba yfir vetrartímann. Vetrarmyrkrið getur verið sumum plöntum erfitt, þótt margar lifi það af. Ef þú vilt rækta blómstrandi plöntur eða kryddjurtir yfir veturinn þá er hægt að fjárfesta í lampa. Passaðu að halda rakanum í moldinni yfir þurrustu mánuðina. Ef loftið er of þurrt verða grænblöðungar brúnir og missa blöðin. Minnkaðu vökvun yfir dimmustu mánuðina. Hægari vöxtur kallar á minni næringu. Fylgstu vel með litlum aðskotadýrum. Þurrt upphitað loft og lokaðir gluggar kalla á litlar pöddur. Hasar fyrir rólyndisfólk Björn Þór segir friðarliljuna vera góða byrjendaplöntu. „Ekki byrja á neinu of exótísku. Kaktusar og þykkblöðungar eru góðir og friðarliljan er svo auðvelt því hún þarf litla birtu. Svo þarf að passa að vökva ekki of mikið, ofvökvun er algengasta dánarorsök plantna. Langbest er að við látum þær sem mest í friði.“ Grafíski hönnuðurinn Björn Þór Björnsson á það til að keyra langar vegalengdir seint um kvöld til að elta uppi græðlinga sem aðrir ræktendur gefa frá sér. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.