Fréttatíminn - 11.03.2017, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 11.03.2017, Qupperneq 38
Gauti Skúlason gauti@frettatiminn.is Undir lok síðasta árs gaf Alþjóðaefnhagsráðið út hina árlegu Kynjabils-skýrslu. Í skýrslunni er árangur 114 landa í jafnréttismálum mældur. Sjöunda árið í röð mæla höfundar skýrsl- unnar árangur Íslands í jafnréttis- málum þann besta í heimi. En þrátt fyrir þennan góða árangur í jafnréttismálum þá mælir fjöldi launakannana og rannsókna, sem framkvæmdar hafa verið á liðnum árum af stjórnvöldum og aðilum vinnumarkaðarins, að karlar og konur njóta ekki sömu launa fyrir sambærileg og jafn verðmæt störf. Samkvæmt þessum rannsókn- um er kynbundinn launamunur því staðreynd á Íslandi þótt um- deilanlegt sé hversu mikill hann sé. Upp á síðkastið hefur mikið verið deilt um hvaða breytur geta haft áhrif á það hvernig kynbund- inn launamunur er reiknaður og hversu mörg prósent hann er. Sóst hefur verið eftir því að finna hina einu „réttu“ prósentutölu en í frétt inn á vef velferðarráðuneytisins segir að slíkt sé þó að mörgu leyti óraunhæft sökum þess hversu margir óvissuþættir séu til staðar þegar kemur að því að reikna út kynbundinn launamun. Í sömu frétt er jafnframt sagt að frekar ætti að beina kastljósinu að þeim þáttum sem skýra kynbundinn launamun. Ástæður fyrir kynbundnum launamun eru sagðar ýmsar. Samkvæmt nokkrum íslenskum og norrænum rannsóknum er ein helsta ástæðan fyrir kynbundnum launamun kynskiptur vinnumark- aður. Í stéttum þar sem konur eru í meirihluta fást oftar en ekki lélegri laun en í stéttum þar sem karlar eru í meirihluta. Þá getur önnur ástæða verið sú að karlar séu líklegri til þess að klífa hærra upp valdastigann innan fyrirtækja en konur. Í könnun sem Kjarninn gerði fyrr á þessu ári kom í ljós að einungis sex af 50 stærstu fyrirtækjum landsins er stýrt af konum. Í skýrslu frá árinu 2015 á vegum Hagstofu Íslands segir að ein ástæðan fyrir kynbundnum launamun sé sú konur séu líklegri til að taka fyrsta launatilboði sem atvinnurekandi býður þeim en karlar geri frekar gagntilboð sem felur í sér hærri laun. Ljóst er að margar rannsókn- ir og kannanir hafa verið gerð- ar á kynbundnum launamun á síðustu árum. Þó eru það ekki einu aðgerðirnar sem ráðist hefur verið í innan þessa málaflokks. Árið 2012 var Jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 kynntur til sögunnar en Jafnlaunastaðallinn er afurð samstarfs stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Jafnlaunastaðl- inum er ætlað að gera atvinnu- rekendum auðvelt fyrir að taka upp og viðhalda launajafnrétti á vinnustöðum sínum. Jafnlauna- staðallinn er í umsjón Staðlaráðs Íslands og öll fyrirtæki sem telja sig uppfylla skilyrði staðalsins geta tekið hann upp. Fyrirtæki geta sjálf athugað hvort þau uppfylli kröfur staðalsins eða fengið fag- gilda vottunaraðila til þess að gera slíkt en við það hafa stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins ákveðið að leggja fyrirtækjum lið. Und- ir lok ársins 2013 hófst tilrauna- verkefni á vegum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins þar sem fyrirtæki fá aðstoð við innleiðingu á Jafnlaunastaðlinum svo þau geti fengið faggilda jafnlaunavottun. Ein af afurðum tilraunverkefnis- ins er kynningarnámskeið sem Fræðslusetrið Starfsmennt býður fyrirtækjum reglulega upp á. Á námskeiðinu er farið yfir ferlið við innleiðingu á Jafnlaunastaðlinum frá a til ö. Staðan í þessum málaflokki kemur þó ef til vill til með að taka stakkaskiptum á næstunni en inn- an hans eru fyrirhugaðar miklar breytingar. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra mun, fyrir hönd ríkisstjórnarinn- ar, leggja fram frumvarp á Alþingi í vor sem skyldar fyrirtæki sem hafa fleiri en 25 starfsmenn að taka upp jafnlaunavottun. Þó svo að frumvarpið hafi ekki enn litið dagsins ljós er það þegar orðið umdeilt. Umræðunni um launa- jafnrétti og kynbundinn launamun er því hvergi nærri lokið og eflaust á eftir að fara meira fyrir henni á næstu vikum og mánuðum. Kynbundinn launamunur staðreynd samkvæmt rannsóknum Ísland stendur framarlega miðað við önnur lönd þegar kemur að jafnréttismálum en sam- kvæmt rannsóknum á vegum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins ríkir ekki launajafnrétti hér á landi. Ástæðurnar fyrir kynbundnum launamun geta verið ýmsar. Stjórnvöld og að- ilar vinnumarkaðarins hafa ráðist í aðgerðir til þess að stemma stigu við kynbundnum launa- mun á seinustu árum. Á döfinni eru miklar breytingar sem snúa að málaflokknum vegna frumvarps sem stjórnvöld hyggjast leggja fram á Alþingi í vor. Jafnlaunamerkið Þeir vinnustaðir sem hljóta fag- gilda jafnlaunavottun á Jafn- launastaðlinum ÍST 85:2012, frá viðurkenndri vottunarstofu, fá að launum Jafnlaunamerk- ið. Sæþór Arnar Ásmundsson hannaði merkið. Í merkinu má sjá skífurit, stimpil, rúnir og andlit tveggja ólíkra einstaklinga sem eru brosandi. Merkið er í laginu eins og mynt og gefur þannig til kynna að einstaklingarnir tveir sem sjást séu metnir jafnt að verðleikum. Heimild: Velferðaráðuneytið Í skýrslu sem kom út árið 2015 og Sævar Snævarr hagfræðingur skrifar er kynbundinn launamunur á árunum 2008 til 2013 skoðaður. Í rann- sókn sinni tók Sævar Snævarr tillit til hvaða áhrif einstaka þættir höfðu á laun. Þá er átt við þætti eins og kyn, aldur, menntun, starfsaldur og atvinnu- og starfsgrein. Í niðurstöðum Sævars Snævarrs segir að kyn- bundinn launamunur hafi minnkað samfellt á rannsóknartímabilinu. % P ró se nt a 2008 2009 2010 2011 2012 2013 7,8% 7,8% 7,8% 7,8% 7,8% 7,8% Kynbundinn launamunur Heimild: Velferðarráðuneytið 2 LAUGARDAGUR 11. MARS 2017LAUNAJAFNRÉTTI

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.