Ljósið - 15.05.1917, Side 38

Ljósið - 15.05.1917, Side 38
36 L J|Ó|S I Ð son, er sami maðurinn, sem reyndi að ná af mér prent- frelsi með undirferli fyrir þá sök, að ég vildi losa þjóð-- ina frá mótsögnum. Tíu boðorð Móse voru handa Gyð- ingum, en ekki handa oss. Að eins kjarninn úr hinu þunga lögmáli Gyðinga er frelsis- og kærleikslögmál frjálsra manna. Þetta geta guðfræðingar kirkjunnar ekki hrakið. Eg stend á réltum grundvelli lifandi trúar. Eg hefi sagt það, að öll ritningin er brotin af mentuðum mönnum. Hatur stórveldanna og djöfulæði sanna mitt mál, því aldrei hefir dauði, djöfull og ágirnd gert meiri spjöll í heimi siðmenningarinnar en nú. E*etta eru sýni- legir ávextir af vondri guðfræði, fullri af hneykslisfræði, sem strandar á sjálfri sér. Sá drottinn vor og guð, sem er góður hirðir, — hann skapar ekki helvíti á jörð. Það gera viltir menn, er troða frelsi guðsbarna undir fót- um sér. Það skilja frjálshugsandi menn hér á landi, að dauð bókfræði frá vanþekkingartímum fornalda og mið- alda er ekki skýrt guðs orð. Guð er gerður þar of manneskjulegur. Þið, biblíufróðu herrar, sem launaðir eruð af almannafé, eruð sundurþykkir, hvað kenna á. Um alt land er yfirleitt hætt að trúa mörgu, sem börn eru látin læra sem kristileg fræði. Staka. Ertu biskup orðinn, Jón, alinn landsómagi? Hljóttu frjálsa sálarsjón; svo fer alt með lagi.

x

Ljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.